Gríma - 01.09.1933, Blaðsíða 74

Gríma - 01.09.1933, Blaðsíða 74
72 SAGAN AF NÆFRAKOLLU borðið og drakk stórum. En þegar hún hafði drukk- ið nægju sína og ætlaði að stíga aftur á klæðið, var það horfið. Varð henni mjög bilt við og leit ótta- slegin í kringum sig; sá hún þá, að klæðið var komið hátt frá jörðu og stóð faðir hennar á því allborginmannlegur. Þóttist hún þá skilja, hvernig í öllu lægi; mundi karl hafa gert henni þorstann með fjölkynngi sinni og komizt á klæðið á meðan hún var að drekka úr vatninu. Lá Helgu við að örvænta, en til allrar hamingju var hún ennþá með steininn í lófa sér, svo að hún sá að ekki voru all- ar bjargir bannaðar; kreisti hún steininn í ákafri geðshræringu og kallaði: »Klæðið mitt góða, komdu nú aftur til mín!« Samstundis sveif klæðið niður að jörð og staðnæmdist við fætur hennar, en karl stóð þar andspænis henni og var svipmikill.- »ó- hlýðna og svikula barn«, sagði hann með þrumandi röddu, »nú skalt þú samstundis deyja, ef þú kem- ur ekki orðalaust heim með mér og hlýðir hverri bendingu minni upp frá þessu«. »Það skal aldrei verða«, svaraði Helga, »að eg láti þig gera mér neina svívirðu, enda ert þú fremur á mínu valdi en eg á þínu«. Kreisti hún þá enn steininn í lófa sér, hvessti augun á karl og mælti: »Þess óska eg, að þú verðir samstundis að blágrýtissteini og vakn- ir aldrei til þessa lífs aftur«. Varð þá karl að steini og stendur drangurinn við vatnið allt fram á þenna dag. Svo var sem fargi væri létt af Helgu, þegar hún var laus allra mála við karlinn; kenndi hún raunar samvizkubits út af því að hafa fyrirkomið föður sínum, en afsakaði sjálfa sig með því, að hún hefði átt sóma sinn og líf að verja. Jarðaði hún móður sína þar á vatnsbakkanum með mörg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.