Gríma - 01.09.1933, Blaðsíða 29
»LJÓSIÐ MITT ER AÐ DEYJA'«
27
Jón Þorsteinsson hjá honum. — Á áliðnum vetri
1849 lagðist Jón veikur og dó. Var líkið látið standa
uppi í skála frammi í bænum og ljós á lýsislampa
látið lifa hjá líkinu, svo sem þá var siður. Eina nótt
dreymdi Pál, að faðir hans kæmi til hans og segði:
»Æ, ljósið mitt er að deyja!« Vaknaði Páll í sama
bili, klæddi sig í snatri og gekk fram í skálann.
Var þá Ijósið komið á bláskar og nærri dautt.
Smiður nokkur frammi í dalnum hafði verið beð-
inn að smíða utan um gamla manninn, en ófærð
var mikil um þessar mundir, svo að það drógst, að
komið væri með kistuna; var Páll þá orðinn tölu-
vert órólegur út af því. Þá dreymdi hann eina nótt
að faðir hans kæmi til hans og segði: »Vertu nú
rólegur, kistan kemur á morgun«. Reyndist þetta
rétt, því að daginn eftir kom smiðurinn með kist-
una.
6.
Dranmkoua vísar til kintla.
(Eftir handriti Hólmgeirs Þorsteinssonar. Sögn Júlíusar
Gunnlaugssonar í Hvassafelli).
Þegar Júlíus Gunnlaugsson var í Hólaskóla sum-
arið 1894, var það einn dag snemma, að þeir pilt-
ar voru að slá þar í túninu. Þá kom Hermann Jón-
asson skólastjóri til þeirra, veik sér að tveimur
piltanna og bað þá að fara fyrir sig fram á Hóla-
dal, á vissan stað, sem hann tiltók, að gæta að tveim
hrútum, sem hann ætti þar; væru þeir kræktir sam-
an á hornunum. Þótti piltum þetta kynlegt og