Gríma - 01.09.1933, Side 59

Gríma - 01.09.1933, Side 59
DÝRIÐ í HÓLMLÁTURSTJÖRNINNI 57 skjöldótt að lit, meir hvít en dökk, og loðnari að framanverðu en að aftanverðu. Hún virðist setla að slást í hópinn og lætur forvitnislega eða kunnug- lega að kúnum. Drengurinn var hræddur, því að »þetta var ekki nautkind«, sagði hann. Hann haföi tág í hendinni, og þegar skepna þessi var komin á götuna rétt hjá honum, hleypur hann úr götunni upp í klettana og slær táginni í áttina til hennar og kallaði hátt og hræddur: »Hvað ætlarðuk Þá bregður hún við og hendist af götunni frá kúnum og út í aðra tjörnina. Virtist honum hún ætlaði þar í kaf, en tjörnin væri of grunn til þess; beið hann þá ekki heldur boðanna, en hljóp sem fætur toguðu heim til bæjar, og skildi þar með þeim. Fólk allt var í óða önn að taka saman hey á túninu. Dreng- urinn sagði föður sínum frá því, er fyrir sig hefði borið, en hann sinnti því lítt í svipinn, en sagðist hafa sárséð eftir því á eftir, þegar hann fór að at- huga betur frásögn drengsins og inna hann ná- kvæmar eftir atvikum. Kvaðst hann þá ekki mundu hafa látið heyið hamla sér frá að forvitnast um þetta betur. Drengurinn hafði verið mjög nærri skepnunni og athugað hana glöggt, fullyrti að hún hefði ekki verið nautgripur; það hefðu ekki verið á henni klaufir eins og á kúm, heldur fleiri tær en tvær á hverjum fæti. Piltur þessi var skírleikspilt- ur og vandaður. Þennan sama dag sá fólk frá næsta bæ Hólmlát- urs-kýrnar álengdar og með þeim einn nautgrip, sem það kannaðist ekki við, en með þeim lit, se:n drengurinn hafði lýst. Ekki kom sá gripur heim með kúnum um kvöldið og sást ekki heldur síðan. En það fullyrtu bændurnir báðir, að á engum bæ

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.