Gríma - 01.09.1933, Side 19

Gríma - 01.09.1933, Side 19
JÓN Á MöÐRUDAL og ÚTILÉGUMENNIRNIR 17 koma fyrr auga á mig en eg á þá, og ekki þóttist eg hafa tök til að eiga við tvo, ef í illt færi. Sneri eg því heim við það, en fór síðar til Vopnafjarðar og þaðan suður í Fell til að fá frekari vitneskju. Á þeim ferðum komst eg að raun um, að hér muní hafa verið útilegumenn á ferð«. Þegar Jón hafði lokið sögu sinni, kvöddu þeir feðgar og riðu heimleiðis. Saga þessi er rituð eftir því sem Sigurður yngri sagði frá um 1847. Hann bjó fyrst á Arnarvatni, en síðar á Stafni í Reykjadal, þótti mesti merkis- maður og dó um 1870. 3. Frá séra Þorsteini otj séra Stefáni. (Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar). Hinn nafnkunni merkisprestur séra Jón Halldórs- son á Völlum í Svarfaðardal (f 1779) átti tíu sonu og tíu dætur. Ein af dætrum hans,er ólöf hét, var gift Hallgrími prófasti Eldjárnssyni á Grenjaðar- stað (f 1779); þeirra son var Þorsteinn prestur í Stærra-Árskógi. Vígðist hann fyrst sem djákn til Grenjaðarstaðar og hélt hann þeirri stöðu í mörg ár, en síðan varð hann prestur í Stærra-Árskógi 1784—1791. — Þegar hann var djákn nyrðra, fór hann stundumíhúsvitjanir eða gegndi öðrum prests- verkum í kallinu. Það var einhverju sinni í husvitj- unarferð, að hann gisti á bæ nokkrum; þar bjuggu Gríma IX. 2

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.