Gríma - 01.09.1933, Blaðsíða 32
SVIPURINN í MÚLA
Þetta var að vetrarlagi og komu þeir í glaða tungls-
ljósi seint á vöku í hlaðið á Múla. Höfðu þeir ráðið
af að gista þar og börðu að dyrum. Þá sér Páll
stúlku koma út úr skemmu þar suður á hlaðinu;
gengur hún suður fyrir bæjarhornið, líkast því sem
hún sé að benda þeim félögum að koma þangað.
»Þarna er þá stúlka«, segir Páll, »við skulum finna
hana«. »Eg sé enga stúlku«, svarar hinn, en í því
bili hverfur stúlkan aftur inn í skemmuna. Börðu
þeir þá í annað sinn, en enginn kom til dyra. Sá
þá Páll sömu stúlkuna og áður koma út úr skemm-
unni, ganga fram á hlaðið og suður að bæjarhorn-
inu; benti hún þeim sem áður að koma á eftir sér.
»Þarna kemur stúlkan aftur«, sagði Páll og kom
þeim félögum þá saman um að fara á eftir henni;
gengu þeir suður hlaðið, en þá vatt stúlkan sér
fyrir bæjarhornið og var horfin með öllu, þegar
þeir komu þangað. Fóni þeir félagar upp á bað-
stofuglugga og gerðu vart við sig; var komið út
til þeirra að vörmu spori og gengu þeir í bæinn.
Spurði Páll, hvaða stúlka mundi hafa verið úti í
skemmunni, en heimamenn fullyrtu, að allir hefðu
verið inni, þegar þeir komu, enda hefði enginn
kvenmaður átt erindi út svo seint á vöku. — Þess
ber að geta, að félagi Páls sá alls ekki stúlku þessa.
Nokkru eftir aldamótin síðustu dó á Höskulds-
stöðum í Reykjadal fjörgamall maður, er Jóhannes
hét. Hann var lágur vexti, með afar stutta, bogna
fætur, en búkdigur og höfuðstór; var hann vana-
lega kallaður Jóhannes »stutti«. Hann var einkenm-
legur í háttum, þunggeðja og fyrtinn. Oft var hann
á ferðalagi ríðandi og reiddi þá oftast stóran þver-
poka undir sér. Eitt kvöld seint á sumri kom hann