Gríma - 01.09.1933, Side 8

Gríma - 01.09.1933, Side 8
TVÆR FARANDSÖGUR 6 II. Draumar Skarðstrendinga. Kristján Magnússon kammerráð á Skarði, sýslu- maður í Dalasýslu (f 1871) var mikill héraðshöfð- ingi og merkur maður á ýmsan hátt. Hann var ein- kennilegur maður í orðtækjum og ekki við allra skap. Hann átti í brösum við séra Friðrik Eggerz á Ballará (f 1894), og höfðu ýmsir betur. Eru mikl- ar frásagnir um það, líka rit þeirra séra Friðriks sjálfs og Gísla Konráðssonar. Voru glettur þeirra stundum nokkuð hrottalegar, að því er sagt var, stundum góðlátlegri, og meir sem stríðni milli kunn- ingja, sem þóttust mega að ósekju bregða á glens hvorir við aðra, eins og í sögu þeirri, sem hér fer á eftir. Það er sagt að þeir Kristján kammerráð og séra Friðrik hafi einu sinni báðir verið staddir í brúð- kaupsveizlu, og gist þar um nóttina, er veizlan var haldin. Morguninn eftir mötuðust þeir með húsráð- endum og brúðhjónum, og ýmsum öðrum heldri gestum, sem enn voru ófarnir frá veizlustaðnum. Hafði þá einhver sagt, að nú ættu þeir menn að segja drauma sína, sem ekki hefðu haft náttstað þar í húsum áður, því að þeim draumum þætti mest mark, sem menn dreymdi á stað, sem þeir hefðu aldrei áður á komið. »Já, mig dreymdi eiginlega merkilegan draum hér í nótt«, sagði kammerráðið, »en ég þori ekki almennilega að segja frá honum, ég er hræddur við að geistlegheitin í honum séra Friðriki okkar héma ekki kunni við það«. »0, — ég er ekki svo hörundssár, kammerráð, — við prestarnir erum nú vanir við sitt af hverju«,

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.