Gríma - 01.09.1942, Side 20

Gríma - 01.09.1942, Side 20
18 HAMRA-SETTA fGríma Enn má láta sér til hugar koma, a3 einhverjum viðstöddum hafi virzt áverkinn geta stafað af graf- tólum þeirra Bjarna og Gvítara. Hafi svo verið, hafa þeir útilokað þann möguleika, með því að taka það > skýrt fram, að hann orsakaðist ekki af þeim. — Þótt ekki væri tekið mark á lýsingu sjöttardómsins 1543, verður áverkinn samt ekki afsannaður. í vitnisburð- inum um eiðana kalla vottarnir þetta hiklaust helsár. Fram hjá þessu verður með engu móti gengið þegj- andi. Var það helsár? Og ef svo var, af hverju orsak- aðist það? Með þeim gögnum, sem nú eru fyrir hendi um þetta mál, er ógerlegt að svara ákveðið þessum spurningum. Af því leiðir, að ekki verður með óræk- um rökum sannað, að Steingrímur hafi verið myrtur, og morðgrunurinn verður ekki heldur kveðinn full- komlega niður. Við það eiga enn þessi orð: „Enginn veit með sannindum sögð efni“. \ Þá er rétt að líta nánar á sjálfan lögmannsdóminn, — líflátsdóminn getum við kallað hann. Einnig hann er næsta tortryggilegur a. m. k. í einu atriði. Sam- kvæmt sjöttardóminum bar honum skylda til að kæra heimilismennina á Egilsstöðum um morð á Steingrími, en þeir voru ekki aðrir „en Sesselja og sá drengur (þ. e. Bjarni Skeggjason), sem með henni hafði legið fram hjá bónda hennar lifanda". Sam- kvæmt þessu átti lögmaður að sakbera þau bæði. En lögmannsdómurinn nefnir Bjarna ekki á nafn og snýst allur um Sesselju. Ef til vill hefur sérstakur dómur gengið um Bjarna. A það kynni að benda, að í bréfabók Gissurrar biskups er hann 1544 nefndur k Bjarni útlagi. Sá dómur hefur þó ekki verið harðari en svo, að Bjarni mátti hafast við á Suðurlandi. En '

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.