Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 20192 FRÉTTIR Málefni Búnaðarstofu Matvælastofnunar flutt til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins: Frá áramótum verður Búnaðarstofa ekki lengur til sem sjálfstæð eining - Flutningur leggst samt vel í starfsfólk, segir Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu MAST Um áramótin tekur gildi flutn- ingur málefna Búnaðarstofu frá Matvælastofnun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Um leið verður hætt að reka þessa starfsemi varðandi gagnasöfnun og landbúnaðartengda umsýslu sem sjálfstæða einingu. Þótt form- leg umskipti taki ekki gildi fyrr en um áramót þá lauk flutningi starfseminnar fimmtudaginn 12. desember. Alþingi samþykkti lög nr. 84/2019 þann 27. júní síðastliðinn um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um stjórn sýslu búvöru samninga (flutningur málefna Búnaðarstofu). Breytingar þurfti að gera á nokkrum lögum; eða lögum um búfjárhald nr. 38/2013, búnaðarlögum nr. 70/1998, búvörulögum nr. 99/1993, lögum um Matvælastofnun og loks lögum um velferð dýra nr. 55/2013. Með lögunum er gerð breyting á stjórnsýslu land búnaðar mála með því að flytja framkvæmd búvörusamninga og framleiðslustjórn í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Samlegðaráhrif að færa Búnaðarstofu Mikil samlegðaráhrif eru falin í að færa Búnaðarstofu í ráðuneytið enda væri þegar mikil samvinna þar á milli og með breytingunni væri ráðuneytið styrkt, eins og segir í greinargerð atvinnuveganefndar með lögunum og þar segir einnig orðrétt: ,,Hagræðingarsjónarmið bentu til þess að hagkvæmara væri að hafa Búnaðarstofu innan ráðuneyt- isins. Nefndinni var bent á að mik- ilvægt væri að tryggja sjálfstæði Búnaðarstofu við flutning hennar til ráðuneytisins og betra væri að halda utan um framkvæmd verkefna samkvæmt búvörusamningum hjá sjálfstæðri stofnun. Mikilvægt væri að stjórnsýsla landbúnaðar og fram- kvæmd búvörusamninga væri skýr þannig að ljóst væri hvar ábyrgð á einstökum verkefnum lægi.“ Atvinnuveganefnd beindi því síðan til ráðuneytisins, í ljósi mikilvægi og umfangs þeirra verkefna sem Búnaðarstofa sinnir í dag við framkvæmd búvörusamninga, hagtölusöfnun og þróun tölvukerfa, að ráðuneytið afmarki með skýrum hætti verkefni Búnaðarstofu innan ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins vegna þessa, sem Bændablaðið birti 26. september sl., segir að til að tryggja sem minnst rask á störfum Búnaðarstofu var það talið mikilvægt að starfsemin væri komin inn í ráðuneytið sem ein eining til að byrja með og það verði síðan sameiginlegt verkefni starfsmanna ráðuneytisins og starfsmanna Búnaðarstofu að greina verkefnin og ákveða hvar þeim verði best komið til frambúðar. Búnaðarstofa sameinast skrifstofu fjárlaga, reksturs og innri þjónustu Allir sex starfsmenn Búnaðarstofu flytjast á skrifstofu fjárlaga, reksturs og innri þjónustu til að byrja með eins og komið hefur fram. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, framkvæmdastjóra Búnaðarstofu Matvælastofnunar, leggst flutningur vel í starfsfólk. „Samvinna við starfsfólk ráðuneytisins vegna flutningsins hefur verið ánægjuleg og til fyrirmyndar í alla staði. Ákveðið var að við færum inn í ráðuneytið þann 12. desember, þó að formlega séð verðum við ekki hluti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrr en 1. janúar 2020. Það hafi hins vegar verið sameiginleg niðurstaða að farsælla væri að gefa sér góðan tíma við að koma öllum fyrir, sem og tölvukerfum og gagnagrunnum sem fylgja okkur, að tryggja hnökralausa framkvæmd á búvörusamningum frá fyrsta degi í ráðuneytinu. Þann 2. janúar 2020 þarf að greiða nautgripa- og garðyrkjubændum fyrstu stuðningsgreiðslur ársins, og um 15. janúar sauðfjárbændum. Rétt er að vekja athygli á að við fáum ný netföng í ráðuneytinu, sem og að símtöl þurfa að berast þangað frá og með 12. desember.“ Stafræn stjórnsýsla í landbúnaði „Það hjálpar okkur hve mikið af framkvæmd og umsýslu búvöru- samninga hefur verið gerð staf- ræn með rafrænu umsóknar- og umsýslukerfi. Bændur ættu því ekki að verða mikið varir við bú- ferlaflutning okkar frá Dalshrauni í Hafnarfirði á Skúlagötuna í Reykjavík. Þá er ánægjulegt að segja frá því að okkur tókst að opna AFURÐ, greiðslukerfi landbúnað- arins, á vefnum þann 6. desember. Það þýðir að allir bændur landsins fá stafrænan aðgang að svokallaðri jarðabók fyrir bú sín, þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu fá aðgang að rafrænni gæðahandbók og lokst var opnað fyrir rafræna um- sókn um kaup á innleystu greiðslu- marki í sauðfé. Þetta er mikilvægur áfangi í áætl- un stjórnvalda að koma á stafrænni stjórnsýslu, en þar hefur íslenskur landbúnaður verið í fararbroddi á undanförnum árum,“ sagði Jón Baldur. Hann verður nú eins konar verkefnastjóri í ráðuneytinu í stað þess að gegna stöðu fram- kvæmdastjóra Búnaðarstofu. /HKr. Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, sem verður hluti af starfsemi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um áramót. Mynd / HKr. TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér HAFÐU SAMBAND 511 5008 Í línuvinnu eftir 33 ára hlé: Gaman að geta gert samfélaginu gagn – segir Baldur Grétarsson, bóndi á Skipalæk í Fellum „Það er alltaf gaman þegar maður hefur tök á að skreppa á vertíð,“ segir Bald ur Grétarsson, sauð- fjár- og ferðaþjónustu bóndi á Skipalæk í Fellum. Hann var kall aður út til vinnu í rafmagns leysinu sem upp kom í kjölfar óveðursins í liðinni viku. Baldur er gam- all línumaður en hafði ekki unnið við fagið í 33 ár. „Ég hélt ég væri búinn að gleyma þessu öllu,“ segir Baldur, en greinilega hafi allt geymst í vöðvaminninu því um leið og hann var kom- inn af stað, í gallann og með græjurnar hefði allt rifjast upp. „Maður yngdist um mörg ár við þetta. Það er líka gaman að geta gert samfélaginu gagn í aðstæðum sem þessum,“ segir hann. Baldur hefur verið við störf í Öxarfirði og var enn þegar Bændablaðið ræddi við hann í byrjun vikunnar. Raflínur þar á svæðinu voru illa farnar eftir mjög slæmt ísingaveður. Baldur var ásamt félögum sínum að vinna við byggða- línuna í Núpasveit, en hafði áður verið í Öxarfirði og á Melrakkasléttu. Baldur var sauðfjárbóndi á Kirkjubæ í 17 ár en flutti að Skipalæk í Fellum og stundar ferðaþjónustu þar auk þess að eiga um 80 kindur. „Konan sinn- ir skjátunum á meðan og þetta er ekki mikill annatími í ferðaþjón- ustu, svo þegar leitað var til mín þá auðvitað brást ég við þeirri bón,“ segir Baldur. /MÞÞ Baldur Grétarsson bóndi klár í slaginn. Hann var línumaður fyrir 33 árum og kallaður út til að sinna verkefnum í Öxarfirði vegna rafmagnsleysis sem kom upp í kjölfar óveðursins í síðustu viku.Baldur hefur greinilega engu gleymt. Verðbreytingar á Bændablaðinu Um áramót breytist verðskrá auglýsinga og áskrifta á Bænda- blaðinu. Hækkun á auglýsinga- verði hefðbundinna auglýsinga nemur 3,1%. Áskriftaverð fyrir árgang blaðsins, alls 24 tölublöð og Tímarit Bændablaðsins, verður 11.200 krónur með virðisaukaskatti en gjalddagar verða áfram tveir á ári. Eldri borgarar og öryrkjar fá afslátt af áskrift en árgjaldið til þeirra verður 7.200 krónur m. vsk. Verðskrá 2020 Áskrift 11.200 kr. m. vsk. Áskrift, eldri borgarar og öryrkjar 7.200 kr. m. vsk. Smáaugl. m. mynd 5.800 kr. m. vsk. Smáaugl. 2.350 kr. m. vsk. Smáaugl. á netinu 1.100 kr. m. vsk. Dálksentímetri 1.650 kr. án vsk. Dálksentímetri, síða 3 og baksíða, 1.850 kr. án vsk. Dálksm. á fréttas. 2.550 kr. án vsk. Dálksm. svarthvítt 1.350 kr. án vsk. Tímagjald fyrir uppsetningu augl. 8.700 kr. án vsk. Niðurfellingargjald 15% af brúttó- verði auglýsingar. /TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.