Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 71

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 71
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 71 Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum, hressilegur norðanvindurinn í byrjun mánað- arins, sem olli svo miklu tjóni að vænta má að taki eitthvað fram á vorið að koma í ljós tjón og skemmdir sem ekki er hægt að komast að núna sökum ófærðar og snjóalaga. Það var tvennt sem ég tók sér- staklega eftir í kringum þetta veður sem var bæði lof og last. Annars vegar voru það þeir sem voru að gera lítið úr veðrinu, en það að reyna að tala niður óveðursspár og viðvaran- ir er ekki skynsamlegt í ljósi þess að varla man nokkur maður eftir veðurofsa í líkingu við þetta veður. Hitt var öllu jákvæðara sem ég tók sérstaklega eftir. Fræðimenn gáfu út viðvaranir um komandi veður og báðu fólk að vera viðbúið veðrinu og ekki að vera á ferð á þeim tíma sem veðrið átti að vera verst og virðist það hafa tekist. Svo vel tókst þetta að varla sást nokkur maður á ferðinni nema af illri nauðsyn, sem í leiðinni fækkaði útköllum björgunarsveita og gerði snjómokstursmönnum auð- veldara fyrir að koma samgöngum í lag þegar veðrinu slotaði. Forsjárhyggja vegna lokana á vegum og þjónustu á ekki að vera deiluefni Appelsínugul og rauð viðvörun á veðri er eitthvað sem maður vonar að maður sjái ekki aftur á næstunni og vonandi ekki næstu árin, en eins og spilað var úr þessu veðri er lær- dómsríkt. Það að loka vegum, stofnunum og fyrirtækjum vegna náttúruafla á ekki að vera þrætuefni. Það hefur svo margsinnis sýnt sig að allt of margir vaða áfram án nokkurrar hugsunar út í vond veður, inn á ófæra vegi vanbúnir til þess að takast á við það sem fram undan er. Allt of margir hlusta ekki á ráð- leggingar, veðurspár, viðvaranir og halda sig geta meira en reyndin er, samanber að fara fjallvegi á eindrifs bílum og jafnvel ekki einu sinni útbúnir til vetraraksturs. Kalla síðan eftir björgunarsveit til að sækja sig. Verða að skilja bílinn eftir, jafnvel á miðjum vegi, sem skapar hættu og óþarfa fyrirhöfn fyrir snjómokstursmenn sem opna veginn. Meira að segja sér maður oft bíla sem ekki þola mikinn vind á ferðinni og jafnvel með kerrur og vagna í eftirdragi. Sem dæmi þá fannst mér útskýring hjá starfs- manni á kerruleigu N1 mjög góð að kerruleigan væri lokuð hjá sér þegar vindur er kominn yfir 15 metra á sekúndu og gul viðvörun í gangi. Það verður einhver að hafa vit fyrir fólki sem aldrei hlustar á veðurspár, sagði hann, þegar ég spurði hann hvers vegna kerruleigan væri lokuð fyrir nokkru á vindasömum degi. Nóg af vindi og óveðri, það eru að koma jól Þegar þetta er skrifað er komið raf- magn á nánast öllum þeim heimilum sem urðu rafmagnslaus og daglegt líf allt að komast í eðlilegan farveg við undirbúning jóla. Þökk sé dugn- aði og drífanda í viðgerðarmönnum rafmagnslína sem vissulega eiga hól skilið. Árlega hef ég minnst á þessi hefðbundnu verk sem þarf að gera í undirbúningi fyrir jól og má alls ekki gleyma. Passa upp á að fara varlega með kerti og opinn eld, skipta um rafhlöður í reykskynjurum, yfir- fara slökkvitæki og passa upp á að ljósaseríur séu ekki of margar á sama stofnörygginu og að nota vatnsheld- ar rafmagnssnúrur og fjöltengi í úti- ljós og ljósaseríur. Svo er það allur góði maturinn og annað góðgæti sem fylgir jólum. Fólk sem er ekki vant að borða mikið reyktan og saltan mat þarf að kunna sér hóf í mat og sælgæti sérstaklega þeir sem eru orðnir 40+. Þetta vita margir ef ekki allir sem eru komnir yfir þennan aldur og borða of mikið á stuttum tíma, það tekur einfald- lega lengri tíma að jafna sig eftir ofát eftir því sem maður eldist, en samt er svo erfitt að kyngja því að maður sé að eldast, en freistingar eru of miklar um jólin, bara borða annan hvern konfektmola það er allavega byrjunin. Gleðileg jól, lesandi góður, megir þú og þitt fólk hafa það sem allra best um jólin. HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 MÖGLA EINSKÆR KVIÐUR LÆRIR FENGUR YNDIS ELDHÚS-ÁHALD SSTRAUM-ROF K A M M H L A U P KDVÍNA U L N A UPPFYLLAALLTAF E F N A EGRÖM R G G Æ S L A N R E D I T FAGPLANTA I Ð N T FUGL SJÁVAR- MÁL FYRIR HÖND F J A R A Í RÖÐ BOGI Í J ÁTTFISKINET S A Í RÖÐHRISTA KTEKJUHLIÐASI PÖSSUN BLÓM R U P L A LÖNG ALÞÝÐAHORNSKÓR L Ý Ð U R FLÍS TVEIRRÆNA Ö G R A SKÆR RÍKI Í AFRÍKU S K Í R TÖNG RÁNFUGL K E F ISTORKA L L SKRIFAGENGI S T Í L A LIÐAMÓTSPÍRA Ö K K L ITVEIR EINS L A K SPREIASKOLLANS Ú Ð A OTAVERKFÆRI T R A N A DRYKKJAR-ÍLÁTDRAUP A BLESSUNUMKRINGJA L Á N YNDI U N U N FJALLSBRÚN LOFT- TEGUND E G G S K Í R I SPORMÁL F A R MERGÐÞJÁLFA Ó T A LNEFNI Ú R K A S T HVÆSLEYFIST F N Æ S Í RÖÐ SKÓLI AAFSTYRMI R A Ó A U STJÖRNU- ÁR N S ANGRA Ó A L M Á A R LÖGUNAR SVARA F A O N R S M A SSEFUN SAMTÖK M Y N D : R H U B A R B FA R M ER ( C C B Y -S A 3 .0 ) H Ö FU N D U R B H • K R O S S G A TU R .G A TU R .N ET 120 Uppsetning og viðhald á kælikerfum, kæliklefum og frystiklefum. Sala og uppsetning á varmadælum. Freyjunesi 10, 603 Akureyri Sími 777 1800 ktak@ktak.is Erum einnig á Facebook Ekki beint óska andvari stuttu fyrir jól Þessi valt innanbæjar í sterkri vindhviðu og hefði ekki átt að vera á ferðinni í svona miklum vindi. Mynd / HLJ Vonandi allra vegna sést þessi mynd hvergi á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.