Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201910 FRÉTTIR Stofnun rannsóknateymis til að rannsaka sýklalyfjaónæmi á Íslandi: Markmið að viðhalda lágu hlutfalli ónæmis í landinu – og vinna gegn þróun ónæmis annars staðar í heiminum Rannsóknarteymi íslenskra og bandarískra vísindamanna hefur verið sett saman í þeim tilgangi að rannsaka sýklalyfjaónæmi á Íslandi, en landið er talið ákjós- anlegur vettvangur til að rannsaka þessa vaxandi ógn við lýðheilsu í heiminum vegna sérstöðu þess. Meginmarkmið teymisins er að að skapa þekkingu sem gæti nýst til þess að móta mótvægisaðgerðir byggða á gagnreyndum vísindum, til að viðhalda lágu hlutfalli ónæmis á Íslandi og vinna gegn þróun ónæmis annars staðar í heiminum. Tekur til manna, dýra, matvæla og umhverfis Rannsóknin byggir á aðferðafræði sem kölluð er „ein heilsa“ og tekur til manna, dýra, matvæla og umhverfis á landsvísu, með það að markmiði að auka þekkingu á því hvernig sýkla- lyfjaónæmar bakteríur breiðast út. Ætlunin er að ná til sem flestra þátta með því að rannsaka E. coli bakterí- una sem finnst í búfénaði, umhverfi, svo og í innlendum og innfluttum kjötvörum – og bera þær saman við E. coli bakteríur sem greinast í sýk- ingum í mönnum. Að sögn Karls G. Kristinssonar, frá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og læknadeild Háskóla Íslands, hafa takmarkaðar rannsókn- ir verið gerðar á því að hve miklu leyti sýklalyfjaónæmi geti borist með dýrum og matvælum til manna, þótt vitað sé að það geti gerst. „Þar skipta aðstæður á hverjum stað miklu máli, svo og neysluvenjur,“ segir Karl. Aðstæður á Íslandi einstaklega góðar „Dr. Lance Price er sá aðili sem hefur verið hvað fremstur í rannsóknum á þessu sviði, og hefur flutt fjölda fyrirlestra um málið auk þess að birta greinar í vísindaritum. Hann kom og hélt fyrirlestur á Hótel Sögu fyrr á þessu ári og var þá meðal annars tekið viðtal við hann í Bændablaðinu. Við Lance hittumst fyrst á árinu 2015 og töluðum saman um rannsóknir okkar og aðstæður á Íslandi. Aðstæður á Íslandi væru einstaklega góðar til að framkvæma rannsókn svipaða og hann hafði gert í Arizona í Bandaríkjunum nokkru fyrr. Það var svo á árinu 2016 sem var ákveðið að kanna möguleikann á að gera slíka rannsókn á Íslandi og þá enn víðtækari en í fyrri rannsóknum. Þá má segja að rannsóknahópurinn hafi verið settur saman með full- trúum frá helstu viðeigandi stofn- unum hér á landi. Það hefur síðan tekið þennan tíma að setja saman rannsóknaráætlun og fá samþykki viðeigandi aðila og stofnana til þess að framkvæma rannsóknina,“ segir Karl um forsögu þessa rann- sóknarteymis. „Leitað verður að E. coli bakter- íunni í sýnum frá mönnum, dýrum, matvælum og umhverfi á Íslandi. Sýklalyfjanæmi þessara stofna verður skoðað og hluti þeirra heil- genamengisraðgreindur hér á landi. Flestir stofnanna verða væntanlega raðgreindir á rannsóknastofu Lance Price og Cindy Liu í Washington, svo og úrvinnsla þeirra niðurstaðna, meðal annars hver sé líklegur upp- runi þeirra.“ Í tilkynningu um stofnun rann- sóknarteymisins segir að sú „sérstaða sem gerir Ísland bæði einstakt og ákjósanlegt til slíkra rannsókna er landfræðileg einangrun, íbúafjöldinn og hversu auðvelt er að fylgjast með sýklalyfjanotkun og sýklalyfja- ónæmi bæði hjá mönnum og dýrum. Sýklalyfjaónæmi í landinu er með því lægsta sem þekkist í heiminum, en þeirri öfundsverðu stöðu er nú ógnað. Vaxandi ferðamannaiðnað- ur með meira en 2 milljónir ferða- manna til lands með íbúafjölda um 360.000, auknar ferðir Íslendinga til svæða með meira sýklalyfjaónæmi og vaxandi innflutningur á landbún- aðarafurðum eins og fersku kjöti og grænmeti.“ Hlutfall ónæmra baktería á Íslandi með því lægsta „Mikilvægt er að átta sig á því hvers vegna hlutfall sýklalyfja ónæmra baktería á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í heiminum í dag, þrátt fyrir að við notum meira af sýkla- lyfjum í menn en gert er í nágranna- löndum okkar. Við notum hins vegar mun minna af sýkla lyfjum í landbúnaði en þekkist víðast hvar annars staðar. Við vonumst til að sú þekking sem fæst með þessari rannsókn hjálpi til við að viðhalda lágu hlutfalli ónæmis í landinu. Sú vitneskja gæti einnig hjálpað til að vinna gegn ónæmisþróun annars staðar í heiminum,“ segir í tilkynn- ingunni. Þverfaglegir sérfræðingar Rannsóknarteymið er skipað þverfaglegum sérfræðingum sem rannsaka munu vistfræði baktería og sýklalyfjaónæmis svo og áhrif þess á dýr, matvæli og menn. Þær stofnanir sem koma að rannsókn- inni eru Sýkla- og veirufræði- deild Landspítalans, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Matís, Matvælastofnun; Aðgerðarstofnun gegn sýklalyf- jaónæmi, George Washington University, Washington DC (ARAC) og Vísindastofnun vistkerfis og þjóðfélags, Northern Arizona University, Arizona (ECOSS). Í íslenska rannsóknarteyminu með Karli eru þau Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Viggó Marteinsson frá Matís og Vigdís Tryggvadóttir frá Matvælastofnun. /smh Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Mynd / smh Verð á áburði lækkar á nýju ári vegna lækkunar á erlendum mörkuðum. Mynd / YARA Yara áburður frá SS lækkar umtalsvert Áburðarverðskrá Sláturfélags Suðurlands (SS) fyrir Yara áburð lækkar nú umtalsvert á milli ára. Skýrist það fyrst og fremst af lækkun á áburði á erlendum mörkuðum. Köfnunarefnisáburður lækkar þannig um 7% samkvæmt frétta- tilkynningu frá SS. Þá lækkar NP áburður um 14–15% og flestar NPK áburðartegundir lækka um 14%. Í boði eru hag- stæðir greiðslu- samningar eða afslættir. Sé greitt fyrir- fram fyrir 15. mars 2020 er 8% afsláttur og 5% ef greitt er fyrir 15. maí 2020. Gerður er samt fyrirvari varð- andi mögu- legar breytingar á gengi. Þá býður SS hagstætt tilboð á flutningi á áburði heim á hlað ef pantað er fyrir 15. janúar 2020. Hljóðar til- boðið upp á 1000 krónur á tonnið án virðisaukaskatts ef flutt eru 6 tonn eða meira. Sex tegundir sem allar innihalda selen SS bætir nýrri tegund í áburðar- flóruna með NPK 20-5-10. Tegundin er sögð henta sérstak- lega vel þar sem þörf er á miklum fosfór. Yara leggur áherslu á að bjóða bændum góða valkosti til að auka selen í heyi og á beit- arlönd enda víða selenskortur. Þá segir að heyefnaniðurstöður hjá bændum sem hafa borið á selen- bættan Yara áburð staðfesti með óyggjandi hætti góða selenstöðu gróffóðursins. Einkorna gæðaáburður Allur Yara áburður er sagður einkorna gæða áburður þar sem öll næringarefnin eru í hverju korni en góð dreifing og nýt- ing næringarefna í áburði getur skipt sköpum varðandi fóðrun og heilsufar gripa. – Nánari upp- lýsingar um Yara áburðinn er að finna á www.yara.is. /HKr. Hlaðan – hlaðvarp Bændablaðsins: Bændablaðið gefur út hlaðvarpsþætti á netinu Bændablaðið hefur á síðustu vikum unnið að uppsetningu og þróun á hlaðvarpsþáttum sem deilt verður á vef blaðsins, bbl.is, og á helstu hlaðvarpsveitum. Hlaðvörp eru í raun eins og útvarpsþættir sem gefnir eru út á netinu en ekki sendir út í beinni útsendingu. Hlustendur geta hlýtt á þættina á vefnum eða hlaðið þeim niður og spilað í síma í gegnum SoundCloud og fleiri efnisveitur í fyllingu tím- ans. Hlaðvarp Bændablaðsins gengur undir nafninu Hlaðan en í henni verða nokkrir fastir þættir birtir reglulega. Jón Gnarr reið á vaðið með þátt- inn Kaupfélagið þar sem hann ræðir viðskipti með nýja og notaða hluti. Í þættinum tekur hann fyrir það helsta sem er á smáauglýsingasíðum Bændablaðsins hverju sinni og hefur jafnvel samband við auglýsendur. Fyrsti þáttur Jóns hefur fengið yfir 1.200 hlustanir en þar sagði Jón m.a. frá áhugamálum sínum sem tengjast endurnýtingu gamalla hluta og við- skiptum með þá. Umhverfismál og nýsköpun í landbúnaði Tveir aðrir þættir hófu göngu sína í síðustu viku. Sveinn Margeirsson, matvælafræðingur og doktor í iðnaðarverkfræði, stýrir þætti sem heitir Víða ratað og mun fjalla um tækniumbyltingar, nýsköpun og þróun í landbúnaði og tengdum greinum. Nýjasti þátturinn er í umsjá Áskels Þórissonar, fyrrverandi rit- stjóra Bændablaðsins, og ber hann nafnið Skeggrætt. Áskell mun fá til sín gesti og ræða umhverfismál í víðu samhengi. Fylgist með á næstu vikum Fleiri hlaðvarpsþættir eru í burðarliðnum sem munu birtast á næstu vikum og mánuðum. Þar má nefna þætti um landbúnað og málefni lífrænnar ræktunar í um- sjá Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar. Máltíð er heiti á þætti í umsjón Hafliða Halldórssonar matreiðslumeistara og Bruggvarpið verður í höndum fé- laganna Höskuldar Sæmundssonar og Stefáns Pálssonar. Una Hildardóttir og Guðrún Vaka Steingrímsdóttir ræða um matar- menningu og sögu í þættinum Snakk og ritstjórn Bændablaðsins sjálfs verður með yfirlitsþátt um nokkrar fréttir blaðsins. Þá mun útgefandi Bændablaðsins, Bændasamtök Íslands, einnig miðla upplýsingum úr sinni starfsemi í gegnum hlað- varpið. /TB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.