Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 35 DRÁTTARVÉL Ending og áreiðanlegi. Staðalbúnaður: Rafmagnsstýri, dráttarspil og dráttarkúla. Grizzly 700 1.604.839 kr. án vsk 1.990.000 kr. með vsk Til afhendingar strax. ARCTIC TRUCKS KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK S: 540 4900 arctictrucks.is Led húsnúmer Falleg húsnúmer í öllum stærðum og gerðum · Sérsmíðum númer á öll hús og fjölbýli Best er að panta í gegnum facebooksíðuna okkar: ledhúsnúmer Einnig hægt að hringa í sími 775 6080 · Ledlýsing sem endist og eyðir litlu rafmagni · Hægt að fá í lituðu áli eða ryðfríu stáli · Verið velkomin á facebooksíðu okkar: Led húsnúmer Led húsnúmerinn er einnig hægt að skoða og versla hjá Skómeistaranum í Smáralind skógræktarfélagið á sínum tíma var tekið fram að skógræktin ætti ekki að binda nýtingu landsins til framtíðar. Sums staðar, eins og til dæmis í Hnoðraholtinu, var skógræktarsvæði undir íbúa byggð og þannig þrengt að skóg ræktinni og landið tekið til annars konar nýtingar.“ Arinbjörn segir að sá hluti skógræktarsvæðis Garðabæjar sem er ekki að fara undir golf­ völlinn sé að festast í sessi sem útivistarsvæði og það breyti stöðu landsins talsvert og það verði í umsjón bæjarfélagsins en ekki skógræktarfélagsins. „Þess má geta að í dag eru 40% af bæjarlandinu friðlýst og því talsvert mikið land sem bæjarfélagið hefur friðlýst og lagt til skógræktar.“ /VH Vel hægt að gera golfvöll á skógræktarsvæði Formaður Golfklúbbs Garðabæjar segir að það sé misskilningur að golfklúbburinn hafi látið teikna nýjan golfvöll sem teygir sig inn á svæði Skógræktar Garðabæjar. Hann segir hugmyndina um stað- setningu nýja golfvallarins koma frá stjórn bæjarfélagsins og að golfklúbburinn sé einungis að þiggja land í bætur fyrir annað land sem tekið var af þeim. Guðmundur Oddsson, formaður Golfklúbbs Garðabæjar, segir að í sjálfu sér eigi golfklúbburinn enga aðkomu að málinu og að hér sé um málefni sveitarfélagsins að ræða. „Það er misskilningur að golfklúbb­ urinn hafi látið hanna nýja völlinn. Garðabær tók af okkur níu holu völl og til að bæta okkur það þá bauð bæjarfélagið land sem er hluti af skógræktinni. Í sjálfu sér höfðum við ekki farið fram á að fá neitt sérstakt land annað en að það væri sambæri­ legt eða betra en landið sem var af okkur tekið.“ Völlur fyrir völl „Við vorum áður mjög ánægð með völlinn sem við höfðum og ósátt við að missa hann og því einungis þiggj­ endur í þessu máli þar sem verið er að bæta völl fyrir völl. Ákvörðunin um staðsetningu nýja vallarins er því al­ farið á ábyrgð bæjarins sem síðar réði til sín golfvallahönnuð til að skipu­ leggja svæðið og því alfarið á þeirra vegum. Mér er satt að segja ómögu­ legt að vita hvernig sá misskilningur kom upp að við stæðum að baki hönnuninni og ég hef sagt formanni skógræktarfélagsins að svo sé ekki.“ Klárlega þarf að fella einhver tré Þegar Guðmundur er spurður hvort ekki skjóti skökku við að fella tré á Íslandi og í ljósi umræðna um skóg­ rækt til að binda koltvísýring til að búa til golfvöll svarar hann því að enginn skógur verði felldur til að búa til golfvöllinn. „Þetta er eigin­ lega hálfgert grín. Að mínu mati má alveg leggja golfvöll í skóglendi og ég hef sagt við skógræktarfólkið að það sé mikið auðveldara að færa tré en heilan golfvöll. Það eru ekki öll tré á svæðinu gömul og há og það hlýtur að vera hægt að færa minni trén með góðum árangri.“ Guðmundur segir að klárlega þurfi að fella einhver tré á svæðinu og að golfklúbburinn sé að sjálfsögðu til í að leggja skógræktinni lið við áframhaldandi skógrækt á svæði golfvallarins. „Það hefur aldrei staðið á því af okkar hálfu.“ Þegar Guðmundur er spurður hvort ekki megi finna annað land fyrir golfvöllinn en það sem skóg­ ræktarfélagið hefur ræktað upp, segir hann að golfklúbburinn hafi nýlega reist golfskála á svæðinu og að þeir geti ekki tekið land undir völlinn nema að það sé í eðlilegum tengslum við skálann. Skil vel afstöðu skógræktarfólksins Guðmundur segir að lokaútfærsla á golfvellinum sé ekki tilbúin en að hann haldi að það sé komin sæmileg sátt um málið. „Ég skil vel afstöðu skógræktarfólksins og að mínu viti hefur hönnuðurinn verið að hliðra teikningunni til þannig að sífellt minna er tekið af trjánum og að rösk­ unin verði sem minnst. Ég sagði á sínum tíma við bæj­ arstjórann að það yrði að ganga frá málinu á þann veg að sátt yrði um útkomuna og fékk það svar að málið yrði leyst og persónulega trúi ég ekki öðru en að svo verði og við náum góðri lendingu,“ segir Guðmundur Oddsson, formaður Golfklúbbs Garðabæjar, að lokum. /VH Golfvöllur Golfklúbbs Garðabæjar. Mynd / GG Guðmundur Oddsson, formaður Golfklúbbs Garðabæjar. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 KEÐJUR OG KEÐJUVIÐGERÐAREFNI GOTT ÚRVAL 6 x 10 x 3 m - 3.900.000 kr. m/vsk. 8 x 20 x 3,5 m - 7.200.000 kr. m/vsk. 10 x 20 x 3 m - 7.600.000 kr. m/vsk. 12 x 30 x 3,5 m - 10.440.000 kr. m/vsk. 18 x 35 x 3 m - 16.200.000 kr. m/vsk. ÓEINANGRAÐ 12 x 30 x 3,5 m - 8.100.000 kr. m/vsk. ÓEINANGRAÐ 18 x 35 x 3 m - 11.300.000 kr. m/vsk. YLEININGAR - SAMLOKUEININGAR TIMBUR EININGAHÚS Nú fer hver að verða síðastur að panta einingahús fyrir sumarið! Hönnun - efnissala - uppsetning TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 865-9277 VEFFANG www .bkhonnun . is Z STÁLGRINDARHÚS Ákveðnar stærðir á tilboðsverði til áramóta. Verð frá 17.000 kr á m² 12x30 m - 6.120.000 kr. m/vsk 15x50 m - 12.750.000 kr. m/vsk Stálbogar, langbönd, klæðning, rennihurð & teikningar. Afgreiðslufrestur 8-10 vikur - framleiðandi býður uppsetningu! BOGAHÚS- ÁRAMÓTATILBOÐ LÍMTRÉSHÚS & BITAR Þaulreynd hús við íslenskar aðstæður Innifalið Z stálgrind, 40 mm. PIR yleiningar og teikningar. Innifalið Z stálgrind, óeinangruð trapisu klæðning og teikningar. Veggeiningar 40-220 mm. Þakeiningar 40-220 mm. Bjóðum einnig skrúfur, þéttingar, áfellur, ylplast og þakglugga. Afgreiðslufrestur u.þ.b. 4 vikur. Bjóðum allar gerðir límtrésbita fyrir stór sem smá verkefni. Bitar í styrkleikaflokkum GL24c - GL32c. Breiddir 80-280mm & hæðir 80- 1280mm. Stuttur afgreiðslutími og flott verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.