Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201920 Kínverjar eru með stórtækar fyr- irætlanir í sorpeyðingu og við að umbreyta sorpi í orku. Þar er m.a. ný sorporkustöð í byggingu við Shenzhen-borg norður af Hong Kong sem á að verður ein stærsta sorporkustöð í heimi. Hún á að brenna um 5.600 tonnum af sorpi á sólarhring og umbreyta því í hita- og raforku. Á sama tíma er borgin að niður­ greiða meðferðarstöðvar fyrir veitingastaðaúrgang. Víðs vegar um Kína eru meira en 50 slíkar verksmiðjur, sem nota örverur til að brjóta lífræn efni niður í áburð og lífgas sem notað er til að framleiða orku til upphitunar. Stefnuleysi virðist ríkja í losun úrgangs á Íslandi Á Íslandi hefur engin ákveðin stefna verið mótuð í þessum efnum og sér­ kennileg pólitísk feimni og hræðsla virðist ríkjandi varðandi það að eyða sorpi með bruna. Á Suðurlandi hafa menn glímt við þennan vanda og fyr­ irséð að flutningur á sorpi til urðunar í landi Reykjavíkur í Álfsnesi verður ekki í boði til frambúðar. Helst hefur verið nefnt að flytja sorpið út í stað­ inn til förgunar með skipum með til­ heyrandi kostnaði og kolefnisspori. Menn eru þó smám saman að átta sig á aðrar og mun umhverfisvænni lausnir eru vel þekktar sem skyn­ samlegt gæti verið að taka upp hér á landi. Hreinn bruni á sorpi við háan hita er t.d. umhverfisvænni leið til að losa sig við sorp en að láta það rotna í jarðvegsfyllingum. Slíkt er t.d. gert í sorpeyðingarstöð Kolku við Helguvík í Reykjanesbæ, en slæm reynsla af mislukkuðum sorp­ brennslustöðvum, eins og á Ísafirði og á Kirkjubæjarklaustri, hafa fælt fólk frá frekari tilraunum í þessa átt. Tæknin er vel þekkt Frændþjóðir okkar, Svíar, Danir og Norðmenn, hafa fyrir löngu upp­ götvað þennan möguleika og hafa um áratuga skeið verið að þróa og starfrækja sorporkustöðvar. Þannig hefur talsvert af úrgangsefnum verið flutt frá Íslandi til Svíþjóðar í fjölda ára undir yfirskini endurvinnslu, en í raun verið nýtt að stórum hluta sem eldsneyti fyrir sorp­ orkustöðvar. Hér í Bændablaðinu hefur m.a. verið fjallað um nýja há­ tæknilega sorporkustöð á Amager í Kaupmannahöfn. Einnig hugmyndir manna um að byggja stóra sorporku­ stöð á Vestfjörðum. Risasorporkustöð byggð í Kína með danskri tækni Sama fyrirtæki og hannaði Amager Bakke sorporkustöðina í Kaup­ manna höfn, danska fyrirtækið Babcock & Wilcox Vølund (B&W Vølund), hefur komið víða við á sínum ferli. Fyrirtækið var stofnað 1898, en hannaði sína fyrstu sorporkustöð árið 1930 og var hún reist í Gentofte í Danmörku árið 1931. Hófst síðan útflutningur á þessari tækni árið 1934. Hefur B&W Vølund verið leiðandi á þessu sviði allar götur síðan. Hafa sérfræðingar fyrirtækisins m.a. hannað yfir 500 endurvinnslustöðvar í 30 löndum og því ekki skrítið að Kínverjar hafi leitað til þessa fyrirtækis eftir samstarfi við að leysa sitt gríðarlega sorpvandamál. Skartar margverðlaunuðum snillingum á öllum sviðum Í október 2007 kom fyrirtækið Babcock & Wilcox Vølund inn á kínverskan markað og kynnti sína lausn við byggingu sorporkustöðva. Var síðan gerður samningur árið 2015 um að kínverska fyrirtækið China Sciences Group Holding fengi heimild til að nýta tækni B&W Vølund. Nú er bygging sorp­ orkustöðvarinnar Shenzhen East langt komin en verkefnið felur í sér hönnun og skipulagningu af miklum metnaði á svæði sem er yfir 1,3 milljónir fermetra. Arkitektarnir á bak við þetta mikla verkefni eru Schmidt Hammer Lassen Architects og Gottlieb Paludan Architects. Hefur verkefnið þegar unnið til alþjóðlegra verðlauna, eða IDEAT Vision Award, 2019. Schmidt Hammer Lassen Architects hafa unnið til fjölmargra verðlauna fyrir störf sín í Asíu. Eru þeir þekktir fyrir innleiðingu á skandinavískum byggingarstíl. Gottlieb Paludan Architects hafa líka áður unnið til verðlauna í tæknilausnum eins og Nykredit Architecture Prize, sem eru helstu arkitektaverðlaunin í Danmörku. Vaxandi sorpvandi samfara aukinni velmegun í Kína Þrjátíu ára ára efnahagslegur upp­ sveifla í Kína og bætt lífskjör hafa leitt til aukningar í úrgangi frá þéttbýli. Kína er nú stærsti fram­ leiðandi rusls í heiminum eftir að hafa farið fram úr Bandaríkjunum í þeim efnum árið 2004. Kínverjar hafa einnig verið leiðandi í úrvinnslu á innfluttum úrgangsefnum. Í hlutum Kína hefur sorpsöfnun og innflutn­ FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Það styttist í að sorpurðun verði bönnuð en vandræðagangur virðist enn einkenna stöðu mála á Íslandi: Háþróaðar sorporkustöðvar koma í stað mengandi urðunar á sorpi víða um heim – Kínverjar nýta norræna tækni og reisa nú risastóra sorporkustöð sem tekur til starfa 2020 Shenzhen East-verkefnið í Guangdong-héraði í Kína snýst um að setja upp 165 megawatta orkuver. Þetta verður ein stærsta sorporkustöð heims þegar hún verður fullbúin á næsta ári. Verið mun geta brennt 5.600 tonn af föstum úrgangi frá sveitarfélögum á svæðinu á sólarhring. Shenzhen East-sorporkustöðin er á svæði sem spannar yfir 1,3 milljónir fermetra. Amager Bakke-sorporkustöðin í Kaupmannahöfn. Hönnun sorporkustöðvar Shenzhen East þykir vera til mikillar fyrirmynd- ar og í hópi hönnuða er margverð- launað lið arkitekta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.