Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201944 Af öllum þeim blómum sem við notum til að skreyta híbýli okkar á jólum og skammdegi yfirleitt er riddarastjarnan ein sú blómfegursta. Hávaxnir blómstilkar vaxa upp úr stór- um lauk. Efst á hverjum stilk myndast stór og glæsileg blóm sem gaman er að fylgjast með. Blómliturinn er af ýmsu tagi, hér þekkjum við aðallega sterk- rauð yrki, enda höfum við vanist því að tengja riddarastjörnuna jólum, en hann fæst einnig hvítur, gulur og tvílitur. Hippeastrum eða Amaryllis? Riddarastjarnan vex villt í Brasilíu og í Andesfjöllum Mið- og Suðurameríku allt til Mexikó. Hippeastrum er hið kórrétta heiti ættkvíslarinnar sem tegundin telst til, en fyrir misskilning sem erfitt hefur reynst að uppræta hefur nafnið Amaryllis fest við hana svo oftar en ekki gengur tegundin undir því heiti í almennri umfjöllun. Amaryllis er hins vegar hópur tegunda sömu ættar sem á uppruna sinn í Suður-Afríku. Hér er bæði um hreinan nafnarugling að ræða og einnig deilur vísinda- manna sem hafa átt erfitt með að staðsetja þessar tegundir innan flokkunarfræðinnar. Það var ekki fyrr en tekin var sameigin- leg ákvörðun sérfræðinga beggja vegna Atlantshafsins árið 1987 sem nafngiftirnar voru formlega ákveðnar. Blendingur nokkurra tegunda Riddarastjarnan er kynblendingur nokkurra tegunda Hippeastrum- ættkvíslarinnar sem hefur verið ræktaður á Vesturlöndum síðan á 18. öld. Laukarnir eru framleiddir í stórum stíl á ökrum, líkt og aðrir skrautlaukar og síðan meðhöndl- aðir á sérstakan hátt til að kalla fram blómvísa, sem eru varðveitt- ir í lauknum og sjást ekki fyrr en hann er tekinn til ræktunar. Ræktun og blómgunartími Íslenskir garðyrkjubændur flytja laukana til landsins á haustin og gróðursetja þá grunnt í stóra blómapotta og rækta þá í gróður- húsi þar til blómið, sem fram að því hafði varðveist inni í lauknum, tekur að vaxa uppúr honum. Þá er yfirleitt komið fram í nóvember og hægt er að bjóða þá til sölu í blómaverslunum. Hægt er að nota hitastýringu til að stjórna því hversu hratt blómin þroskast. Ef ætlunin er að hraða blómþrosk- anum er hitinn hækkaður dálítið upp fyrir 20°C, annars má hægja á þroskanum með því að lækka hitann, jafnvel niður í 10°C eða enn neðar ef þörf er á. Annars gildir sú regla að því svalari sem aðstæður eru þegar blómin hafa opnast þeim mun lengur standa þau á plöntunni. Riddarastjarna sem opnar fyrstu blómin um miðjan desember ætti að vera í blóma langt fram eftir janúar- mánuði. Hvað svo? Lauf riddarastjörnunnar taka að vaxa af krafti þegar blómmynd- unin er langt komin. Ef ætlunin er að reyna að fá laukinn til að blómstra aftur er eftirfarandi leið fær: Þegar laufblöðin hafa náð fullum þroska að lokinni blómgun er plantnan ræktuð áfram með daufri áburðarlausn eða með því að setja hana í örlítið stærri pott með meðalsterkri mold. Plantan er ef til vill engin sér- stök híbýlaprýði án blómanna en henni er sem sagt haldið í góðri rækt fram eftir sumri. Þá er dregið úr vökvun og plantan látin þorna í pottinum og við tekur dvalatími hennar. Á þessum þurra dvalatíma má geyma plöntuna á afviknum stað við lágan hita, td í kringum 10°C. Þegar haustar á ný er laukurinn, sem þá er orðinn þurr og skorpinn, settur grunnt í blómapott með venjulegri gróð- urmold og vökvaður varlega við 15–20°C. Þá myndast rætur og lífsferillinn hefst aftur með endurtekinni blómgun í kjölfar- ið. Þannig má láta sama laukinn blómstra ár eftir ár. Ingólfur Guðnason námsbrautarstjóri garðyrkjuframleiðslu BHÍ Reykjum, Ölfusi GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Riddarastjarna Riddarastjarnan vex villt í Brasilíu og í Andesfjöllum Mið- og Suður-Am- eríku allt til Mexíkó. Amaryllis er hópur tegunda sömu ættar sem á uppruna sinn í Suð- ur-Afríku. ...frá heilbrigði til hollustu Eins og flestir búfjáreigend- ur vita er landinu skipt upp í 25 varnarsvæði eða hólf með svokölluðum varnarlínum sem ýmist eru girðingar eða nátt- úrulegar hindranir. Flutningar á nautgripum á milli hólfa (yfir varnarlínur) eru háðir leyfi Matvælastofnunar. Flutningar á nautgripum innan varnarhólfa eru aðeins skráningarskyldir í hjarðbók t.d. í Huppa.is (ekki þarf að sækja um). Þegar flytja á nautgripi yfir varnarlínur er það kaupandinn sem sækir um flutningsleyfið á Þjónustugátt Matvælastofnunar og það er héraðsdýralæknir í umdæmi kaupandans sem afgreiðir leyfin. Umsóknir Þegar umsókn um flutning naut- gripa berst til Matvælastofnunar er framkvæmd ítarleg skoðun til þess að ákveða hvort samþykkja eigi umsóknina eða hafna henni. Garnaveiki er fyrst og fremst sá sjúkdómur sem óttast er að geti fylgt í kjölfar nautgripaflutninga. Þess vegna er allur flutningur á nautgripum frá búum þar sem garnaveiki hefur greinst undan- farin 10 ár bannaður. Listi yfir garnaveikibæi á heimasíðu Mast er uppfærður reglulega. Viðauki við reglugerð nr. 911/2011 um garnaveiki og varn- ir gegn henni segir til um hvar á landinu er skylt að bólusetja lömb og kið: 1. Á Suðvesturlandi og Vestur­ landi frá Markarfljóti að Hvammsfjarðarlínu úr Hvamms firði í Hrútafjörð. Ekki er þó skylt að bólusetja á fjár skipta bæjum í Biskups­ tungum eða í Vestmanna­ eyjum. 2. Á Norðurlandi frá Húnaflóa að Skjálfandafljóti og einnig í Skútustaðahreppi. Ekki er þó skylt að bólusetja í Miðfjarðar­ hólfi eða í Grímsey. 3. Á Austurlandi, frá Smjörfjalla­ línu að Hamarsfjarðarlínu. Undanskildir eru þó bæir í Suðurdal/Suður byggð í Breið dal og á Berufjarðar­ strönd norðan Berufjarðar­ botns. 4. Á Suðausturlandi frá Hamars­ fjarðarlínu að Jökulsá á Breiða merkursandi. Hérlendis hefur aldrei fundist hinn alvarlegi sjúkdómur kúagarnaveiki heldur er hér um að ræða sauðfjár- garnaveiki sem þó getur smitast yfir í nautgripi. Bólusetning sauðfjár gegn garnaveiki er ekki trygging fyrir því að það geti ekki smitast, aðeins að það veikist ekki, og þar af leiðandi getur smit eftir sem áður borist í nautgripi. Þess vegna stafar mestri hættu af flutningi nautgripa af svæði þar sem bólusett er við garnaveiki yfir á svæði þar sem ekki er bólusett. Það er vegna þess að ef nautgripur smitaður af garna- veiki kæmi inn á svæði þar sem ekki er bólusett, gæti hann verið búinn að smita marga gripi áður en það uppgötvast, því sjúkdómurinn er lengi að búa um sig og smitefnið getur hafa dreifst með saur í langan tíma. Það gefur því auga leið að tjónið getur orðið umtalsvert og krafa yrði gerð um skyldubólu- setningu á svæðinu. Hins vegar er líklegt að leyfi fengist til þess að flytja nautgripi: • milli svæða þar sem bólusett er í báðum hólfum • milli svæða þar sem bólusett er í hvorugu hólfi • frá svæði þar sem ekki er bólusett yfir á svæði þar sem er bólusett Á þessu er þó sá fyrirvari að þó að bólusett sé í Snæfellsneshólfi þá er það líflambasöluhólf og það mundi glata þeirri stöðu ef þar kæmi upp garnaveiki. Því má bara leyfa flutning á nautgripum í hólfið frá svæðum sem eru laus við garnaveiki og ekki er bólusett. Héraðsdýralæknir sem afgreiðir umsókn um flutning á nautgripum tekur einnig tillit til hvort aðrir sjúkdómar gætu verið á ferli eins og t.d. veiruskita sem gæti orðið til þess að flutningi sé hafnað eða honum seinkað. Einnig tekur héraðsdýralæknir afstöðu til þess hvort hafna þurfi umsókn um flutning vegna áhættu við riðusmit, t.d. ef óskað er eftir því að flytja nautgripi frá búi sem er á miklu riðusvæði, yfir á bú sem er með sauðfé og er staðsett á hreinu svæði. Algjört skilyrði til þess að leyfi til flutnings fáist er að skráningar í hjarðbók séu uppfærðar reglulega og gefi rétta mynd af hjörðinni. Einnig gætu niðurstöður eftirlits haft áhrif á afgreiðslu umsókna. Sigrún Bjarnadóttir, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun Flutningar á nautgripum Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglu- rannsókn á meintum flutningi fjögurra lamb- hrúta frá Vestfjörðum til Norðurlands eystra. Óheimilt er að flytja sauð- fé yfir varnarlínur nema í sérstökum undantekn- ingartilfellum að fengnu leyfi stofnunarinnar. Meintur flutningur upp- götvaðist við eftirlit og hefur flutningsbann verið sett á hrútana að því er segir á vefsíðu MAST. Árið 2016 sótti viðtak- andi hrútanna um leyfi til Matvælastofnunar um kaup á fimm lambhrútum úr Vestfjarðahólfi vestra. Þeirri umsókn var hafnað. Tilgangur dýrasjúk- dómalaga er m.a. að hindra útbreiðslu dýra- sjúkdóma og vinna að útrýmingu þeirra. Samkvæmt þeim lögum ákveður ráðherra, að fengnum tillögum Matvælastofnunar, hvaða varnarlínum skuli haldið við. Varnarlínur eru ákveðnar til að verja eftir föngum bústofn bænda fyrir dýrasjúkdómum. Flutningi fjögurra lambhrúta yfir varnarlínu vísað til lögreglu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.