Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201940 Í SUÐUR-AFRÍKU Kirstenbosch Kirstenbosch-grasagarðurinn í Suður-Afríku teygir sig upp eftir austurhlíðum Table-fjallsins í Höfðaborg. Ofan af fjallinu er útsýnið yfir Höfðaborg stórkost- legt á heiðskírum og lygnum degi. Þaðan má meðal annars sjá Robbeneyju, þar sem Nelson Mandela var í stofufangelsi í tæpa þrjá áratugi. Garðurinn er ótrú- lega fallegur og hreint undur að skoða. Heitið Kirstenbosch er dregið af nafni J.F. Kirsten sem var umsjónar- maður svæðisins á átjándu öld. Seinni hluti heitisins, bosch, er hol- lenska og þýðir skógur eða runni. Markmiðið að varðveita innlenda flóru Garðurinn er einn af tíu þjóðargrasa- görðum í Suður-Afríku og þar er að finna gróður sem tilheyrir fimm af sex lífbeltum landsins. Allt frá stofnun garðsins árið 1913 hefur megináhersla hans verið að varð- veita innlenda flóru landsins og var hann fyrsti garðurinn í heimi sem setti sér slíkt markmið. Útisvæði garðsins er rétt rúmir 528 hektarar að stærð og liggur frá rótum Table-fjalls og hátt upp í klettóttar hlíðar þess. Garðinum er skipt í svæði eftir gróðri og í honum er að finna stórt gróðurhús þar sem vaxa eyðimerkurplöntur sem kjósa minni úrkomu en nýtur í Höfðaborg. Í garðinum er að finna yfir 7.000 plöntutegundir sem allar eru upp- runnar í Suður-Afríku. Gengið um garðinn Frá aðalinngangi garðsins, þar sem er veitingaaðstaða, plöntusala og verslun með ágætu úrvali bóka um grasa- og náttúrufræði, liggur hann í aflíðandi hlíð þar til komið er að klettum Table-fjallsins. Ég og ferðafélagar mínir heim- sóttum garðinn á indælum góðviðr- isdegi í byrjun nóvember síðast- liðinn en þá er vor í Suður-Afríku. Hægt er að velja nokkrar mislangar gönguleiðir í garðinum en við völd- um, að hætti Íslendinga, að ráfa frekar um garðinn og sjá það sem fyrir augu bar. Fyrst lá leiðin að brjóstmynd af Nelson Mandela. Fyrir aftan stytt- una vex afbrigði af blómi paradísar- fuglsins sem kennt er við forsetann fyrrverandi og kynbætt honum til heiðurs í Kirstenbosch og kallast Strelitzia reginae 'Mandela's Gold'. Kynbætur afbrigðisins hófust 1970 og tóku tuttugu ár en eins og nafnið gefur til kynna er afbrigðið með gul- ari blómum en aðrar plöntur innan ættkvíslarinnar. Fljótlega eftir að komið er inn í garðinn blasir við hátt og krónumik- ið afrískt mahogany-tré, Khaya ant- hotheca. Tegundin var mikið nýtt til viðarframleiðslu fyrr á tímum en er sjaldgæft í náttúrunni og því friðuð. Sagan segir að grasafræðingurinn sem fyrstur greindi tréð hafi spurt innfæddan leiðsögumann sinn hvað tréð héti. Leiðsögumaðurinn svaraði khaya og skráði grasafræðingurinn heitið samviskusamlega niður. Ekki vitandi að á máli leiðsögumannsins þýddi khaya ég veit það ekki. Brúin yfir trjásafninu með austurhlíðar Table-fjalls, Kastalaklett, Beinagrindagil og Trjáburknatind í baksýn. Myndir / VH. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Ferðafélagar mínir í Suður-Afríku á vegum Farvel, Óskar Einarsson, Unnur Gunnarsdóttir, Jón Guðlaugsson, Lára Jónsdóttir og Guðjón Gústafsson, í Kirstenbosch-garðinum í Höfðaborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.