Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 20194 FRÉTTIR Árneshreppur: Átján áttir í Norðurfirði Nokkrar skemmdir urðu í Árneshreppi í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Klæðning losnaði af vélageymslu gamla prestssetursins í Árnesi og hús Ferðafélagsins að Valgeirsstöðum í Norðurfirði fór illa og liggur undir skemmdum. Valgeir Benediktsson í Árnesi í Trékyllisvík segir að talsvert hafi gengið á í Árneshreppi í veðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. „Rafmagnið fór strax um kvöldið og komst ekki á fyrr en tveimur dögum seinna. Svo urðu talsverða skemmdir á útihúsum og skáli Ferðafélagsins í Norðurfirði fór illa.“ Laus klæðing og þakplötur „Satt best að segja var veðrið mjög slæmt hér. Klæðningin og nokkrar þakplötur losnuðu á vélageymslu prestssetursins og það fóru nokkrir plastgluggar norðanmegin í fjár- húsinu hjá okkur en þar sem það er ekkert fé í húsunum var engum skepnum hætta búin.“ Þegar Valgeir er spurður hvort það sé rétt að margar rúður í Finnbogastaðaskóla hafi brotnað í veðrinu svarar hann að það sé rétt að margar rúður í skólanum séu brotnar en að það stafi ekki af veðr- inu. „Skólinn var glerjaður í sumar og rúðurnar hafa verið að brotna smám saman vegna einhvers galla í framleiðslunni og þær voru meira að segja farnar að brotna áður en skólinn var glerjaður.“ Hús Ferðafélagsins skemmdist illa Valgeir segir að Norðurfjörður geti verið veðravíti þegar svona gengur. „Stundum er sagt að það geti verið átján áttir í Norðurfirði í vondum veðrum og aldrei að vita úr hvaða átt næsta hviða kemur. Hús Ferðafélagsins að Valgeirsstöðum í Norðurfirði skemmdist illa í veðrinu. Bíslag sem var búið við húsið fékk á sig slæma hviðu og þakið á því með sperrum og öllu saman fauk út í veður og vind og þannig opið inn í húsið. Auk þess sem eitthvað er farið af járnplötum af þaki gamla hússins og húsið í stórhættu. Flestir með vararafstöð Ekki eru nema ellefu manns sem hafa vetursetu í Árneshreppi og búa þar allt árið. Að sögn Valgeirs eru flestir bæir og hús þar sem búið er allt árið með vararafstöð og því ekki hundrað í hættunni þótt rafmagnið fari. /VH Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri í Norðurþingi: Ekki hægt að sitja uppi með þá áhættu að milljarðar tapist „Í veðurofsanum undanfarna daga urðum við í Norðurþingi hvað verst úti í dreifbýlinu hér á svæðinu sem og er rafmagni aðeins skammtað á Kópaskeri og Raufarhöfn sem stendur. Óvíst er hve lengi sú staða varir en mikið tjón er á línum sem fæða byggðarlögin tvö. Það kemur ber- sýnilega í ljós við svona aðstæð- ur hversu nauðsynlegar öflugar rafmagnstengingar eru til að ekki þurfi að hægja, jafnvel stöðva heilu samfélögin í fleiri daga vegna tjóns,“ segir í yfirlýsingu Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra í Norðurþingi. Hann segir margt leita á hugann eftir að storminn hefur lægt, m.a. hversu óvægin náttúran geti verið og við lítil andspænis þeim öflum sem engu eira. Kristján Þór segir að ef Bakka og Þeistareykja hefði ekki notið við hefðu íbúar á Húsavík orðið mun verr fyrir barðinu á ofsanum en raun varð á. „Það er að mínum dómi mikið áhyggjuefni hversu illa dreifikerfi rafmagns er undirbúið undir veður sem þessi víða um land. Þótt þónokk- uð hafi áunnist í að koma „hágæða- kerfi“ rafmagnsins í jörðu verðum við að gera mun betur í þeim efnum. Og það er vel hægt,“ segir hann. Má ekki gerast að smærri sveitarfélög sitji eftir Nærtækasta dæmið séu viðbrögð við fjárskaðaveðrinu 2012 og með hvaða hætti var bætt úr raforku- öryggi við Mývatn í kjölfar þess hildarleiks sem íbúar svæðisins lentu í. „Það er auðvitað ekki hægt að sitja uppi með þá áhættu að milljarðar tapist í frystigeymslum sjávarútvegs- og landbúnaðarfyr- irtækja eins og við eigum t.a.m. í Fjallalambi á Kópaskeri og GPG á Raufarhöfn árið 2019 vegna yfir- vofandi rafmagnsskorts í ríku landi sem okkar. Það má ekki gerast að smærri byggðarlög sitji eftir þegar kemur að úrbótum og tryggingum á afhendingaröryggi rafmagns. Við eigum ekki að sætta okkur við það,“ segir Kristján Þór í yfirlýsingu sinni. Raufarhöfn sé lífæð byggðarlags- ins og vinnsla GPG á staðnum hafi svo að segja verið í lamasessi vegna stöðunnar. /MÞÞ Talsverðar skemmdir urðu á húsi Ferðafélags Íslands í Norðurfirði í óveðrinu. Þak og sperrur fuku burt. Mynd / Valgeir Benediktsson Valgeir Benediktsson. Mynd / VH Gámur sem þjónaði sem snyrtiað- staða fyrir ferðaþjónustuna í Finn- bogastaðaskóla færðist til um nokkra metra í veðrinu. Mynd / VB Kristján Þór Magnússon. Óvíst hversu miklu þurfti að hella niður af mjólk: Um 43 þúsund lítrum minni innvigtun Mjólkursöfnun fór víða úr skorð- um vegna óveðurs og ófærðar í liðinni viku. Rafmagnsleysi var líka víða um sveitir og hvatti Auðhumla framleiðendur til að hella niður mjólk þar sem kæl- irof hafði staðið í einhverja stund og ekki náðist að halda stöðugri kælingu þannig að ekki var hægt að treysta á gæði mjólkurinnar. Garðar Eiríksson, framkvæmda- stjóri Auðhumlu, segir enn ekki komið að fullu í ljós hversu miklu magni mjólkur var hellt niður, en einnig verði að horfa til þess hversu mikil töpuð nyt verður þar sem ekki var hægt að mjólka í langan tíma. Garðar segir að innvigtun í liðinni viku hafi verið 43 þúsund lítrum minni en var í vikunni þar á undan. „Minnkunin kemur einungis fram í Húnaþingi og á Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslusvæðinu. Annars staðar er eðlileg innvigtun,“ segir hann. Langur vinnudagur Kristín Halldórsdóttir, rekstrar- stjóri hjá MS-Akureyri, segir að ekki hafi þurft að hella niður mjólk á starfssvæðinu vegna ófærðar, en mjólk var þó ekki sótt á miðviku- dag í síðustu viku þegar veður var hvað verst. Upplýsingar um hvort mjólk hafi verið hellt niður af öðrum ástæðum liggja ekki fyrir. „Við náðum að hreinsa svæðið og koma okkur á rétt ról strax á fimmtudeginum. Það var mikið að gera þann dag og síðasti bíll var að koma í hús undir hálf tólf um kvöldið þann daginn, enda var færð víða þá mjög slæm. Það tefur líka mikið að vera margsinnis yfir daginn að keðja á og af,“ segir hún. Á miðvikudag í liðinni viku var mjólkurvörum ekki dreift í versl- anir eða fyrirtæki. „Það var ein- faldlega ekki hægt,“ segir Kristín. /MÞÞ Matvælastofnun: Óskar eftir opinberri rannsókn á innflutningi – Ógn við góða sjúkdómastöðu á Íslandi Matvælastofnun hefur óskað eftir opinberri rannsókn á innflutningi og útungun frjóeggja kalkúna í Þykkvabænum. Er grunur um innflutning án nauðsynlegra leyfa. Málið varðar brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, um innflutning dýra og á reglugerð um sóttvarnarstöðvar fyrir alifugla. Í síðasta Bændablaði var málið borið undir Brigitte Brugger, dýralækni alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Þar kom fram að mál sem þessi væru litin mjög alvarlegum augum. Hún sagði að smitsjúkdómar geti borist með frjóeggjum og sumir sjúkdómar í alifuglum berist jafnvel gjarnan og auðveldlega í gegnum frjó- egg í afkvæmin. Slíkur innflutningur væri ógn við afar góða sjúkdómastöðu á Íslandi. Brigitte sagði að lítið væri vitað um sjúkdóma í bakgarðsfuglum hér á landi en ætla mætti að frjóeggjum væri smyglað til landsins. „Þess vegna er ekki hægt að útiloka að tilkynningaskyldir sjúkdómar geti verið til staðar í bakgarðshænum. Eigendur bera sjálfir ábyrgð á heilsu þeirra fugla. Mikilvægt er að þeir fái einungis fugla frá heilbrigðum hópum á búum, þar sem ekki hafa komið upp veikindi,“ sagði hún. Áhyggjur eggja- og alifuglabænda Þegar upp komst um innflutn- inginn sendu Félög eggjabænda og kjúklingabænda, Reykjagarður, Matfugl, Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna og Bændasamtök Íslands bréf til Matvælastofnunar þar sem áhyggjum var lýst vegna hætt- unnar á að alvarlegir alifuglasjúk- dómar berist til til landsins. Var hvatt til þess að hart væri tekið á slíkum ólöglegum innflutningi. Öll sýni neikvæð Matvælastofnun tók sýni af fuglunum sem var útungað hér, en reyndust þau neikvæð gagnvart öllum þeim sjúkdómum sem skimað var fyrir. Fuglunum verður fargað eins og lög gera ráð fyrir. /smh Góðri sjúkdómastöðu alifugla á Íslandi er ógnað með innflutningi á frjóeggjum og fuglum án nauðsynlegra leyfa. Mynd / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.