Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 21 ingur á plasti og öðrum úrgangi, m.a. frá Vesturlöndum, skilið eftir arfleifð jarðvegs og loftmengunar. Eftir því sem landið verður ríkara er vaxandi þrýstingur á að hreinsa til. Kínverjar reyna að finna lausn á eyðingu 280 milljóna tonna af sorpi á ári Kínverskt samfélag skilur eftir sig meira en 280 milljónir tonna af úrgangi á ári, samkvæmt opinberum gögnum. Um það bil 60 prósent af þessu sorpi er enn urðað. Það sem eftir er fer til brennslu eða í lífefnafræðilega meðhöndlun. Þar sem engin merki eru um að það dragi úr þéttbýlismyndun, né að það dragi úr aukningu velmegunar, þá má búast við að úrgangur haldi áfram að aukast verulega. Þannig stefnir í mikið óefni ef ekkert er að gert. Kínverjar hófu „No-Waste City“ áætlun sína í desember 2018, sem miðar að því að hvetja til endurvinnslu í 10 borgum. Tilraunaverkefnið felur í sér að hverfa frá urðun og fara í hættuminni aðferðir fyrir umhverfið við sorpeyðingu. Söfnun á metani úr úrgangi er ein leið í áætlun Kínverja sem er reyndar ekki ný af nálinni í þessu fjölmennasta landi heimsins. Með því hafa menn séð leið til að draga úr loftmengun jarðar og hjálpa um leið við að fullnægja vaxandi eftirspurn eftir orku í landinu. 165 megawatta sorporkustöð sem á að skila 550 milljónum kwst af rafmagni á ári Shenzhen East-verkefnið í Guang- dong-héraði í Kína snýst um að setja upp 165 megawatta orkuver. Þetta verður ein stærsta sorporkustöð heims þegar hún verður fullbúin. Verið mun geta brennt 5.600 tonnum af föstum úrgangi frá sveitarfélögum á sólarhring. Það er Shenzhen orku-umhverfis- verkfræðifyrirtækið á Shenzhen sem stendur fyrir þessu verkefni. Verksmiðjan mun geta unnið um það bil þriðjung af árlegum föstum úrgangi sveitarfélagsins í Shenzhen og framleitt 550 milljónir kWst af rafmagni á ári. Shenzhen, með 20 milljónir íbúa, framleiðir um það bil 15.000 tonn af föstum úrgangi á dag, sem búist er við að muni aukast um 7% á ári. Hönnun verksmiðjunnar hófst snemma árs 2016 og áætlað er að hún verði gangsett á næsta ári, þ.e. 2020. Mjög fullkomið brennslukerfi Nýja sorporkustöð Shenzhen East mun nota brennslukerfið sem hannað er af Babcock & Wilcox. Það felur í sér einhverja fullkomnustu tækni í sorpbrennslu og orkuvinnslu sem til er. Í verksmiðjunni mun verða sex DynaGrate brunakerfi sem hönnuð eru af Babcock & Wilcox, en fyr- irtækið eignaðist þetta vörumerki árið 2001. Þar mun vera um að ræða háþróaða útgáfu af Bruun & Sørensen orkutækni sem býður upp á framúrskarandi afköst með lágum viðhaldskostnaði. Kerfið gerir mönnum kleift að afgreiða allt að 55 tonn af úrgangi á klukkustund. Búnaðurinn verður framleiddur í framleiðsluaðstöðu B & W í Esbjerg í Danmörku og síðan fluttur til Kína í 48 hlutum og settur saman aftur undir eftirliti leyfishafa. Nýta þakið líka til raforkuframleiðslu Þak stöðvarinnar mun mæla 66.000 fermetra. Þar af verða allt að 44.000 m² þaktir með sólarsellum til að framleiða endurnýjanlega orku fyrir starfsemina. Aðstaðan mun einnig innihalda upplýsingamiðstöð fyrir gesti og útsýnispall á þaki sem er í raun 1,5 kílómetra löng göngubraut. Umhverfi stöðvarinnar verður líka mjög vistvænt og nýtt til útivistar. Á þaki Shenzhen East-sorporkustöðvarinnar verða sólarsellur sem framleiða rafmagn og allt um kring verður gangbraut fyrir ferðamenn til að njóta útsýnisins. Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 limtrevirnet.is Íslenskar einingar fyrir íslenskt veðurfar Hjá Límtré Vírnet færðu hinar einu og sönnu Yleiningar - stálsamlokueiningar með steinullareinangrun á milli. Hagkvæm, umhverfisvæn og myglufrí byggingarlausn. Stuttur afgreiðslufrestur. Kynntu þér Yleiningar á limtrevirnet.is. Söluskrifstofur - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Netfang - sala@limtrevirnet.is Óskum viðskiptavinum og öðrum landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum viðskiptin á árinu! PGV FRAMTÍÐARFORM EHF P L A S T G L U G G A V E R K S M I Ð J A SKIPHOLT 35, 105 RVK - SÝNINGARSALUR I 510-9700 I PGV.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.