Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201938 Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sér- stakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með lúpínu. Til úthlutunar verða sjö milljónir króna. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 20. janúar 2020. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðum Landgræðslunnar (land.is), Skógræktarinnar (skogur.is) og Skógræktarfélags Íslands (skog.is). Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í einu pappírseintaki og á tölvutæku formi (á minniskubbi) sem rtf, pdf eða word skjal). Ófullgerðum umsóknum verður vísað frá. Umsóknum skal skila til: Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson, bt. Guðbrands Brynjúlfssonar, Brúarlandi, 311 Borgarnes - Vörubílar - Rútur - Vinnuvélar Slow Food Reykjavík fær nýjan formann: Diskósúpudrottningin tekur við – Dominique verið í fararbroddi fyrir málstaðinn síðastliðin 12 ár Slow Food Reykavík hélt sinn aðalfund sunnudaginn 15. desember í Hörpu – í tengslum við Matarmarkað Íslands sem var haldinn sömu helgi. Helst bar þar til tíðinda að Dominique Plédel Jónsson hætti sem formaður, en hún hefur verið þar í fararbroddi síðustu 12 ár og látið mikið að sér kveða í baráttunni fyrir siðrænni matvælaframleiðslu – í anda grunngilda móðurhreyfingarinnar. Dóra Svavarsdóttir, samstarfskona hennar til margra ára, tekur við keflinu. Á fundinum var Dominique þökk- uð vel unnin störf og um hana sagt að hún hafi helst, að öðrum ólöst- uðum, haldið kyndli heilbrigðrar matvælaframleiðslu á lofti á Íslandi og víðar undanfarin ár. Hún tekur nú við formennsku í Slow Food Nordic, samtökum Norðurlandadeilda. „Mér finnst nauðsynlegt að stíga til hlið- ar núna og hleypa yngra fólki að, þó ég sé enn í fullu fjöri. Þetta er að mörgu leyti ákjósanlegur tími til þess, en ég var fyrir nokkru beðin um að taka við Slow Food Nordic til að móta betur framtíðina þar og undirbúa Terra Madre Nordic 2020, sem verður haldin í ágúst í Stokkhólmi. Það verkefni er í mótun og er spennandi; við verðum þar til dæmis með norræna útgáfu af Askinum [Íslandsmeistaramótið í matarhandverki]. Eftir að hafa bragðað á íslensku matarhandverki íslenskra smáframleiðenda í Hörpu um síðustu helgi er ég sannfærð um að Íslendingar eiga fullt erindi í þá keppni. Svo verð ég líka áfram í stjórn Slow Food Reykjavík þannig að ég er ekki af baki dottin,“ segir Dominique um þessi tímamót. Dóra kunn fyrir Diskósúpuna Nýkjörinn formaður er Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari, sem hefur vakið athygli á matar- sóun með því meðal annars að elda svokallaða Diskósúpu úr hráefni sem stóð til að henda, þótt það væri enn vel neysluhæft. Hún hefur þar að auki haldið námskeið um land allt til að vísa veginn að betri nýtni matvæla við allar aðstæður og hefur verið fulltrúi Slow Food víða á við- burðum undanfarin ár. Aðrir í nýrri stjórn eru Gunnþórunn Einarsdóttir, gæðastjóri hjá ÁTVR, Ragnheiður Axel, Íslenskri holl- ustu og Og Náttúra, auk Sveins Kjartanssonar matreiðslumanns. Þeir Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, og Svavar Halldórsson, sem nemur við Slow Food-háskólann í Pollenzo á Ítalíu, eru varamenn. Mörg mikilvæg verkefni Að sögn Dominique liggja mörg mikilvæg verkefni fyrir á næsta ári. Samtökin muni taka þátt í Terra Madre Nordic viðburðinum í ágúst á næsta ári og í byrjun október verður síðan Salone del Gusto og Terra Madre hátíðin, sem haldin er í Tórínó á Norður-Ítalíu. Þar sé meðal annars haldin matarsýningin, ein stærsta sölusýning opin almenningi með um 250 þúsund gesti. Þar hitt- ist Slow Food félagar og áhugafólk hvaðan æva að úr heiminum, kynni sér matarhefðir, smakki góðan mat, styrki tengslanetið og leggi drög að nýjum áföngum við útbreiðslu á gildum hreyfingarinnar um að matvæli skuli vera framleidd vegna gæða þeirra, á „hreinan“ hátt með sanngirni að leiðarljósi. Hún bendir á að aldrei megi gleyma því að góður matur sé ekki forréttindi, heldur mannréttindi – eins og Carlo Petrini, forseti Slow Food, hefur sagt. Innanlands eru mörg áhugaverð verkefni í bígerð hjá nýrri stjórn Slow Food Reykjavík, að sögn Dominique. Haldið verður áfram að taka þátt í verkefnum sem stuðla að betri neyslu og matvælafram- leiðslu, sem mun hafa jákvæð áhrif gegn þeirri loftslagsvá sem er fram undan. Áfram verður gert átak í að fjölga nýjum meðlimum til að koma skilaboðum markvissar áfram í sam- félagið. Árvekni um matarsóun Diskósúpuviðburðurinn verður haldinn áfram til að auka vitund um matarsóun með því að bjarga matvælum sem annars hefði verið hent – og gómsætar súpur gerðar sem gefnar verða. Málefni matarsó- unar verði áfram unnin í samstarfi við ýmsa aðila sem vinna sameig- inlega að því að sporna við þessu vandamáli. Að sögn Dominique leist þeim sem sátu aðalfundinn vel á þá hugmynd að tengja Slow Food meira við ferðaþjónustuna í gegnum Slow Food Travel-hugmyndina. /smh Dóra Svavarsdóttir og Dominique Plédel Jónsson á góðri stund á hinni miklu matarhátíð, Salone del Gusto, í Tórínó á síðasta ári. Slow Food-hreyfingin fagnar 30 ára afmæli: Matvæli skulu vera vel gerð Alþjóðlega Slow Food-hreyfingin fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir. Formlega var hún stofnuð í París þann 21. desember árið 1989 þegar fulltrúar 15 landa skrifuðu undir stefnuyfirlýsingu fyrir hreyfinguna í Opéra Comique leikhúsinu. Hjarta Slow Food-hreyfingar- innar slær þó í Piemonte-héraði á Ítalíu. Í Tórínó, stærstu borg héraðsins, er haldin hin mikla matarhátíð, Salone del Gusto, og Terra Madre annað hvert ár í nafni Slow Food. Rétt suðaustur af Tórínó er bærinn Bra, en þar – og í sveitunum í kring – er hugsjónafólkið fætt og alið upp sem hreyfingin á sínar rætur í. Það sem spyrnti fótum við skyndibitavæðingunni og mótmælti árið 1986 á Spænsku tröppunum í Róm þeim áformum borgaryfirvalda að heimila MacDonald´s að opna þar veitingastað. Í Bra eru höfuðstöðvar alþjóðlegu Slow Food-hreyfingar- innar og þaðan er Carlo Petrini, einn af stofnendum hennar og forseti frá byrjun. Fjölmörg ört vaxandi verkefni á borði Slow Food Grunngildi Slow Food hafa verið smættuð niður í þrjú ensk orð; „good, clean and fair “ og er mest allt starf hreyfingarinnar leitt af þessum hugtökum. Þau standa fyrir þá hugsjón að matvæli skulu vera vel gerð; góð á bragðið, ómenguð og framleidd á sanngjarnan hátt í allri virðiskeðjunni. Verkefni Slow Food taka mið af þessum grunngildum og eru í rauninni hjálparstarf á sviði umhverfis- og matvæla- framleiðslumála. Fræðslumál um matvæli verða málefni næstu ára Carlo Petrini heimsótti Ísland að vori árið 2017 og flutti fyrirlestur í Háskóla Íslands, sem var innblásinn af óréttlátu hagkerfi mat vælaframleiðslunnar í heiminum. Í viðtali hér í blaðinu sagði hann að í Róm fyrir meira en 30 árum var einungis verið að andæfa þeirri þróun að matur væri að verða einsleitari. Hreyfingin hefði breyst mikið og væri orðin beittari í baráttunni fyrir því að allir eigi rétt á góðum mat. Hann taldi að þungi starfsins myndi í framtíðinni snúa að fræðslustarfi um matvæli þar sem ungt fólk léki lykil- hlutverk varðandi fram tíð móður jarðar. Hann sagðist vona að ekki yrði þörf fyrir Slow Food eftir önnur 30 ár; það myndi þýða að þá hefði takmarkinu verið náð. /smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.