Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201946 Alexander mikli þekkti til græð- andi eiginleka aloe-plöntunnar og flutti þær með sér í pottum í landvinningaferðum sínum til að græða sár hermanna sinna. Plantan er vinsæl pottaplanta hér á landi enda auðveld í ræktun. Aloe er mest ræktaða lækninga- planta í heimi. Erfitt er að átta sig á umfangi aloe-ræktunar í heiminum enda fleiri en ein og fleiri en tvær tegundir í ræktun. Plantan er einnig nytjuð í náttúrunni vegna mismunandi eig- inleika. Löndin sem mest rækta af aloe eru Ástralía, Bangladess, Kúba, Dóminíska lýðveldið, Kína, Mexíkó, Indland, Jamaíka, Spánn, Kenýa, Tansanía, Suður-Afríka og suðurfylki Bandaríkjanna Norður- Ameríku. Áætlað er að velta á vörum fram- leiddum úr aloe vera árið 2018 hafi verið ríflega 253 milljónir banda- ríkjadalir sem jafngildir rúmum 30,7 milljörðum íslenskra króna. Áætlanir gera ráð fyrir að sú velta verði komin í 471 milljón dollara, 57 milljarða, árið 2026. Ekki fundust upplýsingar um innflutning á aloe eða afurðum unnum úr plöntunni á heimasíðu Hagstofunnar. Ættkvíslin Aloe Heimildum ber ekki saman um hversu margar tegundir teljast til ættkvíslarinnar Aloe en þær eru sagðar vera milli 250 og 500 auk þess sem til er fjöldi undirtegunda, afbrigða og yrkja. Ólíkar tegundir finnast villtar á þurrkasvæðum um sunnanverða Afríku, á Madagaskar, Jórdaníu, Arabíuskaga og eyjum í Indlandshafi. Auk þess sem plönturnar hafa aðlagað sig vel í löndunum í kringum Miðjarðarhafið, Indlandi, Ástralíu, í suðurríkjum Norður-Ameríku, Mið-Ameríku og norðurhluta Suður-Ameríku eftir að hafa verið fluttar þangað til rækt- unnar. Sígrænar og fjölærar plöntur sem flestar vaxa upp af blaðhvirf- ingu þar sem þykk og safarík blöð sem annaðhvort eru þyrnótt eða án þyrna mynda rósettu með þykkum en fremur grunnt liggjandi trefjarót- um sem lifa í sambýli við sveppi til að auðvelda næringarefnanám. Ummál rósettunnar er breytilegt eftir tegundum. Upp af rósettunni miðri, sem annaðhvort vex við jörðina eða myndar stofn með auknum aldri miðri, vex lauflaus blómstöng- ull eða stönglar sem stundum eru greinóttir og mislangir eftir tegund- um. Blómin sem eru mörg saman á stöngulendunum eru pípulaga, gul, appelsínugul, bleik eða rauð. Ýmsar tegundir innan ættkvíslar- innar, eins og til dæmis A. arbor- escens, A. perfoIiata, A. chinensis, A. littoralis eru í ræktun til land- búnaðar eða sem pottaplöntur auk þess sem villtar tegundir eru talsvert nytjaðar. Tegundir eins og A. vera, A. perryi og A. ferox eru vel þekktar lækningajurtir en aðrar eru nytjaðar vegna trefjanna og tegundir eins og A. socotrina og A. barbadensis eru notaðar til að búa til bragðefni fyrir matvörur. Tegundirnar A. vera og A. ferox eru þær aloe-tegundir sem mest eru ræktaðar í heiminum í dag og þær eru mest ræktuðu og nytjuðu lækningajurtir veraldar. Langstærstur hluti uppskerunnar er notaður til að búa til vörur sem tengjast heilsu- og snyrtivörum. Aloe ferox Fjölær stofnplanta sem verður tveir til þrír metrar að hæð. Rósettan sem vex efst á trékenndum stofninum er með mörgum 40 til 60 sentímetra löngum og þyrnóttum blöðum en þyrnunum fækkar eftir því sem plantan eldist. Blómstöngullinn greindur og milli 60 og 120 sentí- metra að hæð. Blómin rauð, gul og appelsínugul að lit, pípulaga og 2,5 sentímetra að lengd. A. ferox plöntur geta verið talsvert breyti- legar eftir vaxtarstað og aðstæðum. Plantan sem er oft kölluð bitur aloe finnst villt um mest allan suðurhluta Suður-Afríku í sendnum og grýttum jarðvegi og þar sem sólar nýtur að fullu. Aðallega ræktuð af fræi eða þá að rósettan er tekin af gömlum plönt- um og látin ræta sig. Yfirleitt tekur fjögur til fimm ár fyrir fræplöntur að ná nýtingarþroska sem er þegar hvert blað rósettunnar er 1,5 til 2,5 kíló að þyngd. Aloe vera Fjölær og sígræn planta með rósettum sem vaxa umhverfis grannan stofn sem oft er jarðlægur og verður plantan sjaldan hærri en einn metri. Blöðin vaxkennd við- komu, græn eða grágræn, 30 til 60 sentímetra löng og snarptennt, ljósgul og eru ung blöð oft með hvítum blettum. Blómstöngullinn allt að 100 sentímetrar að hæð og greindur, blómin gul og mörg saman á stöngulendanum. Saga og útbreiðsal Tegundin A. vera er langsamlegast algengasta tegundin í ræktun í dag og það sem á eftir fer á að mestu um hana. Tegundin er talin vera upp- runnin á suðvesturhluta Arabíuskaga og að þaðan hafi hún snemma borist til suðurhluta Indlands og Súdan. Í dag hefur plantan breiðst út með ræktun og víða náð rótfestu í nátt- úrunni þar sem hún hefur slæðst út frá ræktun. Meðal annars í Norður- Afríku, suðurhluta Spánar, Súdan og á Kanaríeyjum svo dæmi séu nefnd. Tegundin var flutt til Kína á sautj- ándu öld þar sem hún hefur komið sér vel fyrir bæði sem nytjaplanta í ræktun og í náttúrunni. A. vera á sér langa ræktunarsögu sem lækningaplanta. Ritaðar heim- ildir frá Egyptalandi benda til að Forn-Egyptar hafi gróðursett aloe- plöntur meðfram aðalveginum að pýramídanum í Gísa og notað safa plöntunnar til lækninga 4000 árum fyrir Krist. Egyptar sögðu plöntuna varðveita leyndarmál fegurðarinnar og eilífs lífs og bæði Kleópatra og Nefredíta notuðu húðkrem sem unnið var úr henni til að viðhalda fegurð sinni og yndisþokka. Egyptar notuðu safa plöntunnar við smurningu náa HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Aloe – læknirinn í blómapottinum Þyrnar aloe eru bæði stórir og hvassir. Aloe feox á akri í Suður-Afríku. Óþekkt aloe-tegund í Kirstenbosch grasagarðinum í Höfðaborg. Myndir / VH Læknirinn í pottinum. Aloe vera er vinsæl pottaplanta og ætti að vera til á öllum heimilum vegna græðandi eiginleika sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.