Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201912 FRÉTTIR Ullarvinnslufyrirtækið Ístex: Sængur úr einstakri íslenskri ull Lopidraumur er ný vörulína hjá Ístex sem inniheldur hágæða sængur úr 100 prósent íslenskri ull sem keypt er beint af íslensk- um bændum. Sængurnar eru umhverfisvænar og sjálfbærar en ullin er þvegin í ullarþvotta- stöð fyrirtækisins á Blönduósi. „Ístex hefur verið í þró- unarvinnu síðustu mánuði með íslenskar ullarsængur og verkefnið hefur gengið vonum framar. Það voru margir sem komu að verk- efninu bæði hérlendis og erlendis. Það tók tíma að finna réttu þykkt- ina fyrir sængurnar, þess má geta að við bjóðum upp á tvenns konar þykktir, annars vegar heilsárs- sængina Emblu og hins vegar vetr- arsængina Iðunni. Þannig að fólk getur valið sæng eftir því hversu heitfengt það er,“ útskýrir Sigríður Jóna Hannesdóttir, verkefnastjóri hjá Ístex. Fengið frábærar viðtökur Í sængurnar er notuð íslensk hágæða ull sem er náttúruleg og með einstaka eiginleika, hún er létt, hlý, andar vel og er vistvæn. „Ullin býr yfir þeim eiginleika að hún er temprandi þannig að manni ætti ekki að vera of heitt eða kalt undir sænginni. Við notum sérstaka aðferð til að meðhöndla ullina fyrir sængurnar svo að sængin þófni ekki, sem þýðir að hún hleypur ekki til. Þess má geta að hún má fara í þvott á ullarstillingu og þurrkara á vægan hita. Sængurnar hafa hlotið OEKO-Tex stimpilinn. Sængurnar hafa fengið frábærar viðtökur og við höfum varla undan að afgreiða þær,“ segir Sigríður Jóna og bætir við: „Íslenska ullin hefur þróast í 1100 ár í köldu, norðlægu loftslagi og býr yfir einstakri samsetningu innri og ytri þráða. Þelið er fíngert, mjúkt og verndar féð gegn kulda. Togið er lengra og vex út úr reyfinu, það er harðgert og glansandi og veitir vörn gegn vatni og vindum. Ull íslensku sauðkindarinnar er einstök og engin sambærileg ull er til í heiminum. Hægt er að sjá nánar um og nálgast sængurnar á heimasíðunni okkar www.lopidraumur.is.“ /ehg Páskar í Flórens & Caprí sp ör e hf . Vor 6 Flórens, Sorrento, Amalfíströndin, eyjan Caprí og Assisi eru sannkallaðar draumaperlur Ítalíu en kynngimögnuð fegurð þessara staða umvefur okkur í þessari glæsilegu ferð. Við upplifum skemmtilega daga á meðan við fræðumst um sögu, listir og mannlíf svæðisins. Skoðum m.a. eina af frægustu fornminjum veraldar í Pompei og siglum til klettaeyjunnar Caprí og í Bláa hellinn. 8. - 21. apríl Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 366.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Skógræktin hefur hrundið af stað verkefni sem kallast Skógarkolefni. Verkefninu er ætlað að koma á fót viðurkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt. Vottunin gerir í fyrsta sinn á Íslandi kleift að versla með vottaðar einingar kolefnis sem bundið er með nýskógrækt. Ein eining samsvarar einu tonni af koltvísýringi. Stefnt er að því að fyrstu einingarnar verði skráðar á næsta ári. Raunveruleg kolefnisbinding með nýskógrækt Í fréttatilkynningu frá Skógrækt inni segir að markmið Skógarkolefnis séu að draga úr áhrifum loftslags- breytinga með því að binda kolefni, bjóða landeigendum upp á nýja kosti til að fjármagna skógrækt, bjóða fyr- irtækjum og einstaklingum upp á nýjan kost til að kolefnisjafna sig, efla skógrækt á Íslandi með öllum þeim kostum sem henni fylgja. Þar segir einnig að Skógarkolefni tryggi raunverulega kolefnisbindingu með nýskógrækt, viðbót við fyrri kolefnisbindingu, mælda og stað- festa kolefnisbindingu, skilgreindan varanleika kolefnisbindingar, vott- aða kolefnisbindingu, umhverfis- og samfélagslega ábyrgð. Tonn á móti tonni Hlutverk skóga í kolefnis- hringrásinni er að fjarlægja koltvísýring úr andrúmsloftinu sem losnað hefur, t.d. við rotnun lífrænna efna eða vegna bruna jarð- efnaeldsneytis. Trén binda kolefnið í vefjum sínum og í jarðvegi en skila súrefnishluta sameindarinnar CO2 aftur út í andrúmsloftið. Ein skógarkolefniseining sam- svarar einu tonni af koltvísýringi (CO2) í andrúmsloftinu sem bundið er í skógi. Til að jafna losun á einu tonni af CO2 þarf því að telja fram eina skógarkolefniseiningu. Til að slíkar einingar geti orðið til þarf að rækta nýjan skóg og fá kolefn- isbindinguna vottaða og skráða í Skógarkolefnisskrá. Einingarnar eru skráðar „í bið“ til að byrja með. Eftir fimm ár frá gróðursetningu er skógurinn metinn til að sjá hvort hann sé á réttu róli og muni binda það sem til er ætlast. Með óháðri vottun eru þessar úttektir staðfestar og þar með verða skógarkolefnis- einingarnar fullgildar. Tíu árum seinna er skógurinn fyrst mæld- ur og kolefnisbinding staðfest og vottuð. Þegar skógarkolefnis- einingar eru notaðar til jöfnunar á losun er ekki hægt að nota þær aftur. Kerfi í mótun Fyrstu drög að Skógarkolefni eru nú til kynningar en stefnt er að því að hægt verði að skrá fyrstu einingarnar á árinu 2020. Til að svo megi verða þarf að koma á laggirnar Skógarkolefnisskrá sem heldur utan um skógræktarverk- efni frá því að stofnað er til þess og þar til vottaðar skógarkolefnis- einingar hafa verið notaðar á móti losun. Skógarkolefnisskrá er því eins konar banki sem tryggir að einingar standist settar kröfur og að þær séu aðeins notaðar einu sinni á móti losun. Einingarnar þarf að votta af til þess bærum vottunaraðila. Ekki er nauðsynlegt að einungis ein vottunar- stofa sjái um slíka vottun heldur þarf hún aðeins að hafa réttindi til vott- unar og vera óháð þeim sem stofna til eða versla með einingarnar. Ríkið, einkageirinn og almenningur Skógarkolefni inniheldur viðmið fyrir vottun og skráningu á kolefn- isbindingu með ný-skógrækt á frjálsum markaði. Almenningur, stofnanir og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til loftslagsbar- áttunnar og binda kolefni fá þannig fullvissu um bindingu sína. /VH Skógarkolefni er nýjung í kolefnisjöfnun hérlendis Merki Skógarkolefnis, verkefnis sem Skógræktin hefur hrundið af stað. Vinsældir vistvænna lanolin-efna sem unnin eru úr sauðfjárull aukast stöðugt: Ullarfituryðvarnir Smára Hólm í stærra húsnæði í Hafnarfirði Smári Hólm Kristófersson, stofn- andi og eigandi fyrirtækisins „Hjá Smára Hólm“, er nú að flytja í nýtt og stærra húsnæði á Suðurhellu í Hafnarfirði til að ryðverja bifreið- ar með lanolin fituefni sem unnið er úr sauðfjárull. Að sögn Smára eru sífellt fleiri að uppgötva frá- bæra ryð- og tæringarvarnareig- inleika þessa. Verkstæði Smára hefur verið í frekar þröngu iðnaðarhúsnæði að Rauðhellu 1 í Hafnarfirði. Hann er nú að flytja starfsemina í mun stærra og bjartara húsnæði að Suðurhellu 10. Þarna verður opnað strax eftir áramót. „Loksins getum við þá farið að anna eftirspurn,“ segir Smári. Hann bendir á að lanolin hafi verið grunnefnið í gamla Mjallar- bóninu sem mörgum þótti gefa afbragðs vörn fyrir lakk á bílum. Þessa eiginleika hafi menn verið að uppgötva í Prolan efnunum líka og hafi því jafnvel verið að nota það til að bóna bíla sína. Viðurkennt í matvælaiðnaði Efnið sem um ræðir kemur frá Prolan á Nýja-Sjálandi, en umboðs- aðili Prolan sem Smári skiptir við er Denrex ASP í Danmörku. Hann kynnti þetta m.a. á landbúnaðarsýn- ingunni Íslenskur landbúnaður sem haldin var í Laugardalshöll haustið 2018. Lanolin ullarolían, sem er lykil- efnið í vörum Prolan, þykir eitthvert albesta ryð- og tæringar varnarefni sem völ er á. Prolan er líka vottuð NSF vara af Evrópusambandinu sem vistvænt smurefni fyrir matvælaiðnaðinn. Vegna þessa sérstöku skaðleysis eiginleika þá hafa íslenskir bændur sýnt Prolan efnunum áhuga, þar sem óhætt er að nota þau sem ryðvörn á dráttarvélar og önnur tæki án þess að valda skaða í umhverfinu eða á framleiðsluvörum bænda. Lanolin hefur líka verið nefnt ullarvax eða ullarfeiti og myndast í fitukirtlum allra dýra sem hafa ullarfeld. Það er því líka að finna í ull af íslensku sauðfé, en þó í tiltölulega litlu magni. Mun meira af slíkri fitu er í fé sem alið er á heitari slóðum, eins og í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Segir Smári að fjölmargir bænd- ur séu byrjaðir að nota þetta á sinn vélbúnað. Hefur efnið líka notið vin- sælda meðal jeppamanna og hafa bifreiðaumboðin líka verið að skoða þetta. Þannig er Smári m.a. að fá glænýjan Mercedes Benz vörubíl til ryðvarnar með Prolan efni. Hvorki hættulegt fólki né skepnum „Prolan er hvorki hættulegt fólki né skepnum. Bændur geta því að skaðlausu úðað þessu efni yfir sínar heyvinnuvélar, dráttarvélar og önnur tæki á haustin. Þá virkar þetta bæði sem smur- efni og tæringarvörn. Þó þetta fari á bremsudiska á bílum verða þeir ekki bremsulausir. Bremsudælur sem hætt er við að ryðgi haldast fínar og flottar við að úða á þær Prolani. Þá þarf engar áhyggjur af hafa af gúmmífóðringum, þær skemmast ekki,“ segir Smári. /HKr. Smári Hólm Kristófersson og dóttir hans, Alína-Eydís Hólm Smáradóttir. Sigríður Jóna Hannesdóttir verkefnastjóri, Rebekka Kristjánsdóttir sölu- stjóri og Sigurður Sævar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ístex, með nýju íslensku ullarsængina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.