Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 52
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201952 SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Konur og skógrækt í Vopnafirði Á Hellisheiði eystri, 20-30 km frá þorpinu á Vopnafirði, hafa fundist einstaka stórir og flottir steingervingar úr risatrjám sem uxu hér fyrir mörgum milljón- um ára. Fyrir nokkrum árum síðan fundust stórir birkidrumb- ar við skurðgröft í mýrlendi til- heyrandi Engihlíð í Hofsársdal. Vísbendingar eru um að skógur hafi vaxið í Vopnafirði en horfið síðan af margvíslegum ástæðum. Í Vopnfirðingasögu og Þorsteins sögu Stangarhöggs er skógi vaxinn Hofsárdalur sögusviðið. Ef við lítum um hundrað ár aftur í tímann var lítið af trjám í Vopnafirði. Myndir frá þeim tíma sýna víðáttu, grasi vaxið land, stórskorna náttúru, hér og þar sést sauðfé á beit. Um aldamótin 1900 voru í þorp- inu, á Kolbeinstanga, sem er staðsett á sjávarbakka, hvorki tré né runnar sjáanlegir. Í sveitinni voru örfáir, afgirtir garðar þar sem reyniviður og birki fékk að vaxa í friði ásamt rifsberjarunnum, skrautrunnum og blómum. Þetta óx hægt og bítandi, háð veðurfari sem hefur breyst mikið á undanförnum 100 árum. Í þá tíð var veturinn oft langur, snjóþungur og með löngum frostköflum, sumrin stutt ef vorið kom seint eða haustið snemma. Vopnafjörður var einangrað sjáv- arþorp og breytingar í umhverfinu gerðust hægt. Vopnafjörður var líka aðal verslunarstaður fyrir stóran hluta af sveitinni á Norðausturlandi og einnig heiðarbændur sem fóru um langan veg til að selja afurðir sínar og versla. Á Vopnafirði, eins og víðar, var það hlutverk kvenna að sjá um heim- ilið og flest annað heima við. Þær konur sem gátu brugðið sér af bæ eða jafnvel farið til útlanda höfðu tækifæri til að sjá garða með eigin augum; garða með trjám, runnum og skrautblómum. Sumar af þess- um konum tóku af skarið. Þær tóku með sér heim fræ, græðlinga eða afleggjara og hófu ræktun heima hjá sér. Nokkur dæmi eru á Vopnafirði um gamla garða með trjám og runn- um sem eru yfir 100 ára. Garðurinn í Ytri-Hlíð er meðal elstu garða í Vopnafirði (Mynd 1) og rúmlega aldargamall. Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir frá Ytri-Hlíð Markviss skógrækt, garðyrkja og grænmetisræktun byrjaði í Vopnafirði þegar vakning innan skógræktar á Íslandi hófst rétt fyrir aldamótin 1900. Frumkvöðull skógræktar í Vopnafirði var mjög óvenjuleg kona, sem að mörgu leyti var langt á undan sinni samtíð. Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir hét hún, fædd 28. febrúar 1891 á Bustarfelli í Vopnafirði. Með henni hófst skógrækt í Vopnafirði. Skógræktarsaga Vopnafjarðar hófst óformlega þegar Oddný kom heim eftir dvöl í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík árið 1918. Í náminu bauðst tækifæri til að taka námskeið í skóg- og garð- rækt í Gróðrarstöðinni í Reykjavík (Gróðrarstöð Einars Helgasonar við Laufásveg). Þar vaknaði áhugi fyrir ræktun hjá ungu konunni. Síðan fór hún til Noregs í þrjú ár og upplifði þar hvaða áhrif skógurinn hafði á nærumhverfið. Hún sá garða í full- um skrúða, grænmetisgarða þar sem hægt var að uppskera grænmeti til að bæta mataræði með og einnig sá hún fjölbreyttar tegundir berjarunna og ávaxtatrjáa. Upplifun og þekking bæði frá námi og utanlandsferðinni hafði mikil áhrif á Oddnýju. Þegar hún kom aftur heim á æskuheim- ilið bað hún pabba sinn um smá skika undir ræktun, sem hún fékk. Hér hófust fyrstu ræktunartilraunir hennar úr fræjum, græðlingum og hríslum sem hún hafði með sér heim eða tók úr Bustarfellsskógi, sem er náttúrulegur birkiskógur innst í Hofsársdalnum. Oddný giftist Friðriki Sigurjóns- syni frá Ytri-Hlíð í Vesturárdal árið 1924. Þar fékk hún bóndann sinn til að girða af spildu í kringum íbúðar- húsið, sem hún ætlaði í trjá- og garð- rækt. Bændurnir í Vopnafirði áttu ekki til orð, voru yfir sig hneykslaðir yfir þessari heimsku; að láta konu fá hluta af besta túnblettinum til að rækta tré, sem allir vissu að aldrei mundu vaxa á Vopnafirði. En Friðrik stóð með konu sinni og Oddný var óstöðvandi í ræktunarverkefninu. Á besta túnblettinum bjó hún til beð, sum fyrir forræktun á trjáplöntum, önnur fyrir grænmeti og einnig fyrir skrautblóm. Oddný var með brennandi ræktunaráhuga og las sér til um allt sem hún komst yfir um ræktunaraðferðir, tegundir, kvæmi, grænmeti, skrautrunna og margt annað sem viðkom áhugamálinu hennar. Hún hafði „græna fingur“ og ræktunarstarfið bar árangur. Tré og gróður stækkaði og fjölskyldan hennar stækkaði einnig. Börnin fimm ásamt vinnufólki á bænum lærði fljótt að meta fjöl- breytilegt mataræði með grænmeti nánast allt árið. Þegar gestir komu í heimsókn eða til að aðstoða Oddnýju með að taka til í garðinum fengu þau oft afleggjara með sér heim í þakklætisskyni. Til að byrja með voru afleggjarar frá Oddnýju gróðursettir hjá vina- fólki í sveitinni eða á Kolbeinstanga en það gekk misvel. Mörg tré hurfu jafnóðum ef ekki var girt af. Það kom líka fyrir að blóm og runnar hurfu þrátt fyrir góðar girðingar. Garð- og trjáræktun var almennt erfið vegna lausagöngu búfjár en breyttist mikið til hins betra þegar þorpið var afgirt um 1980 og það loksins orðið fjárlaust, og voru þá beitarskemmdir á gróðri af völdum búfjár úr sögunni. Það gerðist stund- um (þó ekki á Vopnafirði) þegar bændur voru að reka fé í kaupstað til slátrunar að þeir þurftu stað fyrir það yfir nóttina, þá ráku þeir féð inn í garða sem voru vel afgirtir og með gott og ríkulegt fóður við lítinn fögnuð garðeigenda. Oddný var mjög virk í félags- lífinu á Vopnafirði. Í kvenfélaginu notaði hún tækifærið til að dreifa kunnáttu sinni ásamt fræjum, græðlingum og plöntum til áhuga- samra kvenna í félaginu. Oddný stofnaði líka fyrsta skógræktarfé- lagið í Vopnafirði þar sem hún með miklum áhuga og metnaði kenndi yngri kynslóðinni að rækta og gróðursetja. Í þeim hópi var meðal annars ein stelpa sem tók upp gróð- ursetningu og skógrækt af mikilli elju, Una Guðrún Einarsdóttir, sem fæddist á Hámundarstöðum í Vopnafirði og ólst þar upp. Í landi Torfastaða, þar sem var grunnskóli fyrir sveitabörn, fékk Oddný tveggja ha. afgirt svæði og hóf þar ræktun með aðstoð skóla- barnanna. Plönturnar ræktaði hún sjálf heima í garðinum í Ytra-Hlíð eða fékk þær frá þáverandi skóg- ræktarstjóra, Sigurði Blöndal á Hallormsstað, en hann var mikill vinur og aðdáandi Oddnýjar. Ræktunarstarfið í lundinum við Torfastaðaskóla gekk brösuglega fyrstu árin. Landið var nálægt sjó, blautt og kalt flatlendi í Vesturárdal og mikið var um plöntudauða og frostskemmdir fyrstu árin og erfitt reyndist að halda fénu frá reitnum. Skólabörn frá Torfastaðaskóla, sem hún fékk til að gróðursetja, höfðu mismikinn skilning og áhuga fyrir verkefninu en Oddný gafst ekki upp, trén ekki heldur. Ár eftir ár var gróðursett í Torfastaðarlundinn og smám saman, eftir því sem árin liðu, dafnaði skógarlundurinn með fjölbreyttum trjátegundum, rjóðr- um og stígum. Skógarreitinn hafði Oddný í huga sínum hannað og skipulagt sem kennslureit fyrir börn og fullorðna, og skjólsælt útivist- arsvæði fyrir aðra. Lundurinn var seinna nefndur henni til heiðurs – Oddnýjarlundur. Oddný tók á móti fjölda gesta, skógræktarfélögum og ræktunar- fólki sem kom alls staðar að til að skoða garðinn í Ytri-Hlíð sem lengi vel taldist til elstu og merki- legustu garða hérlendis. Oddný lést 20. apríl 1983, 93 ára. Hún skildi eftir sig einstakt og merkilegt lífs- verk sem stendur enn. Hún gerði það sem margir af hennar samtíð töldu óraunhæft, ógerlegt og óþarft. Hún sýndi fram á að það væri hægt að rækta tré í Vopnafirði – jafnvel að rækta skóg þrátt fyrir staðsetn- ingu, veðurfar, sauðfé og annað sem hamlaði því. Oddnýju var veitt fálkaorðan fyrir skógræktarstarf sitt 1962. Önnur kona tekur við keflinu Þegar Oddný fór að hægja á sér kom önnur kona og tók við kefl- inu, Una Guðrún Einarsdóttir, fædd 18.08 1930, á Hámundarstöðum í Vopnafirði. Hún hafði frá 16 ára aldri hjálpað Oddnýju í garðinum í Ytri-Hlíð og fengið mikinn áhuga á trjárækt og gróðursetningu. Una giftist 1953 Sigmundi Davíðssyni og þau byggðu húsið „Lund“ á Kolbeinstanga. Eftir að maður Unu dó fluttist hún til Breiðdalsvíkur og hélt þar áfram að stunda áhugamálið sitt. Um svipað leyti var í grunnskól- anum kennari, Guðrún Arnbjargar- dóttir, sem hafði brennandi áhuga á skógrækt og voru þær í nokkur ár saman um að gróðursetja í kringum þorpið á Vopnafirði. Guðrún var á tímabili formaður skógræktarfé- lagsins í Vopnafirði og kom ýmsum gróðursetningarverkefnum af stað. Skógræktar- og landgræðslufélagið Landbót Áhugi á skógrækt er enn til staðar í Vopnafirði og mörg verkefni í gangi, ýmist á vegum skógræktar- félagsins eða einstaklinga. Margt hefur breyst síðan Oddný byrjaði að rækta og gróðursetja tré. Við erum nú smám saman farin að skilja af hverju við verðum að rækta skóga. Veðurfarsbreytingar, aukinn koltví- sýringur í andrúmsloftinu og aukin eftirspurn eftir íslensku timbri hefur ef til vill breytt hugarfari fólks. Skógrækt er komin á dagskrá. Skógrækt er ein áhrifaríkasta leiðin til að binda kolefni, skógrækt sem landvernd, skógrækt sem auðlind og margt fleira. Oddný sá ekki fyrir sér hvernig heimurinn myndi breytast en hún sá fegurðina í trjánum og fann fyrir skjólinu og sá hvernig líf- fræðileg fjölbreytni jókst eftir því sem gróðurinn tók við sér. Það sama er hægt að segja um alla hina sem undanfarin 100 ár hafa tekið þátt í að gróðursetja og bæta gróðurfar í Vopnafirði sem og annars staðar. Þau græddu ekkert á því en skildu eftir sig grænna, fjölbreyttara og skjólsælla umhverfi fyrir okkur sem búum í Vopnafirði í dag. Else Möller Frumkvöðullinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir, ung í Bustarfellsskógi. Úr garðinum í Ytri-Hlíð Mynd / Emil Sigurjónsson Oddný og eiginmaðurinn Friðrik Sigurjónsson í garðinum í Ytri-Hlíð. Una Guðrún Einarsdóttir. Guðrún Arnbjargardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.