Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201932 Góður árangur hefur náðst í baráttunni gegn riðu: Skjálfandahólf gæti orðið riðufrítt um áramótin Ef ekki kemur upp riðutilfelli í Skjálfandahólfi til áramóta mun það verða skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, enda hefur þá ekki komið upp tilfelli þar í tuttugu ár þegar riða greindist á bænum Lóni í Kelduhverfi. Matvælastofnun greindi frá þessu á dögunum. Fé má þá flytja frjálst innan hólfsins sem er skilgreint sem svæðisskipt varnarhólf, þar sem svæðin Skútustaðahreppur, Engidalur og Lundarbrekka – og bæir þar fyrir sunnan – teljast ósýkt svæði í annars sýktu hólfi. Gangi þetta eftir verða enn sjö varnarhólf skilgreind sýkt svæði; Landnámshólf, Vatnsneshólf, Húna- og Skagahólf, Tröllaskagahólf, Suðurfjarahólf, Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf auk Biskupstungnahólfs. Matvælastofnun hvetur til þess að sauðfjáreigendur haldi áfram vöku sinni fyrir einkennum riðuveikinnar og hafi samband við héraðsdýralækni ef kind sýnir grunsamleg einkenni. „Einnig ef kindur drepast heima við eða þeim slátrað vegna sjúkdóma eða slysa. Þá skal hafa samband við Matvælastofnun og séð verður til þess að sýni séu tekin, bændum að kostnaðarlausu,“ segir í umfjöllun Matvælastofnunar. /smh Ef það gengur eftir að Skjálfandahólf verði riðufrítt um áramótin verða enn sjö varnarhólf skilgreind sem sýkt svæði. Myndir / Matvælastofnun Staðfest riðutilfelli frá 1987. LANDBÚNAÐUR&HEILBRIGÐI 2020 Alþjóðlegt ár plöntuheilbrigðis: Verndum plöntur – Verndum líf Matvæla og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur lýst árið 2020 Alþjóðlegt ár plöntuheilbrigðis í heiminum. Á heimasíðu FAO segir að með til- nefningunni sé ætlunin að auka meðvitund jarðarbúa á nauðsyn þess að gæta að plöntuheilbrigði til að vinna gegn hungri og draga úr fátækt, vernda umhverfið og auka hagsæld. Í yfirlýsingu FAO vegna til- nefningarinnar segir að þrátt fyrir að plöntur séu uppspretta súrefnis í heiminum og stórs hluta þess matar sem við neytum sé lítið gert til að huga að heilbrigði þeirra. Samkvæmt áætlun FAO tapast um 40% af upp- skeru nytjaplantna í heiminum vegna plöntusjúkdóma og meindýra sem leggjast á plöntur. Afleiðing þessa er matvælaskortur hjá milljónum manna í fátækustu ríkjum heims og mikið tekjutap þeirra sem leggja stund á ræktun matjurta. Fyrirbyggjandi aðgerðir vænlegastar Samkvæmt FAO er mun betra að beita fyrirbyggjandi aðferðum til að draga úr matarsóun vegna plöntu- sjúkdóma og afáti meindýra heldur en að berjast við vandann eftir að hann er kominn. Erfitt og nánast ómögulegt er að útrýma plöntusjúk- dómum eða rándýrum í ræktun ef þau ná fótfestu. Hvað er hægt að gera? Samkvæmt FAO geta allir lagt sitt af mörkum til að stuðla að eflingu plöntuheilbrigðis í heiminum. Eitt það sem allir geta gert er að bera ekki með sér plöntur eða plöntu- hluta eða panta þær milli landa nema að heilbrigðisvottorð fyrir gróður- inn liggi fyrir. Plöntusjúkdómar geta hæglega borist þannig milli landa og valdið gríðarlegu tjóni. Í yfirlýsingu FAO er skorað á stjórnvöld að auka fræðslu um plöntuheilbrigði og á mikilvægi plantna fyrir mannkynið. Auk þess sem stjórnvöld eru hvött til að efla eftirlit með innflutningi plantna og tryggja heilbrigði þeirra. /VH Vinnuplan Evrópuráðsins „Horizon 2020“: Markmiðið er að tryggja fæðuöryggi og sjálfbærni Í vinnuplani Evrópuráðsins frá því í október „Horizon 2020“ varðandi lífhagfræði fyrir kom- andi ár, er áhersla lögð á fæðu- öryggi, sjálfbæran landbúnað og skógrækt samhliða auknum sjáv- ar- og ferskvatnsrannsóknum. Er þetta í takt við samfélagsáskorun (Societal Challenge 2) með fjár- festingu upp á 1,3 milljarða evra á árunum 2018 til 2020. Bent er á að þetta sé hluti af áskorunum sem plánetan okkar stendur frammi fyrir um ókomin ár að laga sig að og draga úr lofts- lagsbreytingum. Það verði gert með því að tryggja fæðuöryggi, vernda náttúruauðlindagrunninn, stuðla að sjálfbærum valkostum í stað jarðefnaeldsneytisknúins hagkerf- is. Sjálfbærri nýtingu á auðlind- um hafsins og verndun hafanna. Landbúnaður og matvælafram- leiðslukerfin, skógrækt, útgerð sem byggja á nýtingu lífríkisins eru að mati Evrópuráðsins kjarninn í þeim áskorunum sem takast þarf á við. Vinnuáætlun SC2 leggur áherslu á sjálfbæra stjórnun lands og hafs til að tryggja hollan mat sem og líf- fræðilegan fjölbreytileika og hreint vatn. Enn fremur á það að styðja nýstárlegan matvæla- og sjávar- útveg, lífhagkerfið og kraftmikla landsbyggð. Um þessar mundir stendur heims- byggðin einmitt frammi fyrir mikilli áskorun vegna afrísku svínapestar- innar sem fór að breiðast hratt um helstu svínaræktarlönd heims á árinu 2018 og 2019. Viðskipti með tugi milljóna tonna af kjöti eru að falla út og eitthvað þarf í staðinn og það með hraði. Þetta bætist við áhyggjur sem menn telja að muni stafa af hlýnandi loftslagi. Það er því engin tilviljun að þjóðir Evrópu sem og Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á að ríki heims leggi ríka áherslu á fæðuör- yggi til handa þegnum sínum. Gert er ráð fyrir að lausnirn- ar sem verða til af starfsemi SC2, muni skila umtalsverðum efnahags- legum, umhverfislegum og félags- legum ávinningi. Til dæmis er fjár- festingunni ætlað að beina sjónum að eflingu fjölbreytilegs landbún- aðar og heilbrigðs og öruggs matar, auka dýravelferð, sjálfbæra stjórnun jarðvegs og þróun örverufræðilegra umsókna. Styðja brautryðjendastarf, stafræna byltingu og nýjar verð- mætakeðjur í landsbyggðinni. Gert er ráð fyrir að nýjar hug- myndir, vörur, tækni, og nýjar sam- félagslegar lausnir muni vinna í takt við að skapa stuðningsramma fyrir raunverulegar endurbætur. Það varðar hvernig við framleiðum og neytum matar. Þetta er sagt vera í takt við væntingar samfélagsins um áhrifadrifnar rannsóknir. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.