Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 20196 Hamfaraveður eru ekki nýlunda hér á norð- urhjara veraldar. Í gegnum aldirnar hafa ýmis áföll dunið yfir landsmenn, bæði stór og smá. Stórhríðin sem gekk yfir landið í síðustu viku var eitt af þessum veðrum sem setja allt úr skorðum. Ólíkt því sem var hér áður fyrr kom óveðrið mönnum ekki á óvart því búið var að spá fyrir um illviðri. Vel var staðið að viðvörunum og fólk var með- vitað um að vont veður væri væntanlegt. Skólahaldi var aflýst og landsmönnum bent á að halda sem mest kyrru fyrir. Lokanir á vegum höfðu sín áhrif, færri voru á ferðinni og margir vinnustaðir sendu starfsfólk snemma heim á óveðursdaginn. Þegar veðurspáin er slæm gera bændur við- eigandi ráðstafanir. Í þetta sinn undirbjuggu menn sig eins og hægt var, gengu frá lausa- munum og hugðu að útigangi. Það gjörninga- veður sem síðan skall á er nær fordæmalaust í seinni tíð og sýnir hvað við erum smá gagn- vart náttúruöflunum. Hörmulegt banaslys í Eyjafirði fékk á alla þjóðina og erfiðar aðstæð- ur til leitar voru öllum ljósar. Bændur senda þakkir til viðbragðsaðila Fjöldinn allur af viðbragðsaðilum um allt land sinntu björgunaraðgerðum úti í óveðrinu. Mörg vandamál þurfti að takast á við og tilkynningar um tjón og óskir um aðstoð hrönnuðust upp. Rafmagns- og fjarskiptaleysi var viðvarandi á stórum landsvæðum og enn hefur ekki tekist að tengja rafmagn alls staðar með fullnægj- andi hætti. Stjórn Bændasamtakanna kom saman í vik- unni og ræddi áhrif óveðursins á sína félags- menn. Í ályktun sem gefin var út eftir fundinn komu fram þakkir til björgunarsveita landsins og annarra viðbragðsaðila fyrir ómetanlegt framlag við erfiðar aðstæður. Þær þakkir eru endurteknar hér. Nauðsynlegar aðgerðir í kjölfarið Stjórn Bændasamtakanna harmar það tjón sem bændur urðu fyrir í óveðrinu. Hún leggur áherslu á að í framhaldinu verði afleiðingarnar metnar og gerðar viðeigandi ráðstafanir. Huga verður að þeim sem hafa orðið fyrir andlegu áfalli og veita viðeigandi aðstoð til að vinna úr því. Aðstæður sem þessar reyna verulega á, bæði andlega og líkamlega. Það tekur á að missa skepnur og að vera innilokaður jafnvel sólarhringum saman, án rafmagns, hita eða nokkurra fjarskipta. Það er ekki auðvelt að átta sig á eða setja sig í spor þeirra sem lenda í ámóta lífsreynslu. Það er líka erfitt að setja sig í spor bænda sem stóðu frammi fyrir kúnum sínum, fullum af mjólk, en höfðu enga leið til að mjólka. Það hefur heldur ekki verið auðvelt að vita af hrossum úti í óveðrinu. Fara þarf yfir hvort Bjargráðasjóður eða aðrar opinberar áfallatryggingar bæti tjón vegna afurðamissis, gripatjóns eða tjóna á húsakosti og girðingum. Ljóst er að á einstaka bæjum er gríðarlegt tjón af þessum sökum sem almennar tryggingar bæta ekki. Fordæmi eru fyrir því að Bjargráðasjóður hefur fengið fjár- magn til að mæta sambærilegum aðstæðum. Bændasamtökin munu fylgja þessum málum eftir fyrir sína félagsmenn. Bæta þarf verulega afhendingaröryggi á rafmagni og hraða eins og kostur er að koma dreifilínum rafmagns í jörð. Endurmeta þarf hvar er nauðsynlegt að varaaflsstöðvar séu fyrir hendi og tryggja eldsneytisbirgðir fyrir þær í skilgreindan tíma. Fjarskipti eru hluti af grunnöryggi Það þarf ekki að fjölyrða um þá hröðu þróun sem hefur orðið í fjarskiptum síðustu ára- tugi. Fjarskiptin eru hluti af grunnöryggi sem verður að vera til staðar. Fjöldi fólks náði engu sambandi við umheiminn og enginn möguleiki var á að ná í það. Fjarskiptakerfin þurfa að þola tímabundið rafmagnsleysi og styrkja þarf GSM-símkerfið sem er mikil- vægt öryggistæki. Það er óásættanlegt að öll fjarskipti falli niður í svo langan tíma eins og gerðist nú. Rafmagnsskortur setur allt í uppnám Tækninni hefur fleygt fram í landbúnaði ekki síður en annars staðar. Við erum mjög háð rafmagni og stærstur hluti tækja sem við notum eru rafmagnstæki. Þegar þessi búnaður bregst er svo margt sem við höfum ekki, sumir missa allan hita og neysluvatn. Mjaltaþjónar sinna nú mjöltum í ríflega 37% fjósa á Íslandi. Mjaltaþjónarnir þola einungis stutt rafmagnleysi ef þeir eiga að geta haldið eðlilegum mjöltum. Hvort sem mjaltatækni í öðrum fjósum er mjaltabás eða rörmjaltakerfi er hún engu síður háð rafmagni. Mörg kúabú urðu rafmagnslaus í óveðrinu og höfðu ekki yfir að ráða varaafli. Mislangan tíma tók að koma rafmagni til þessara aðila. Bændur þurfa í kjölfar óveðursins að meta hver og einn hvernig þeir eru í stakk búnir til að mæta erfiðum aðstæðum eins og sköpuð- ust í síðustu viku. Það er öllum ljóst að það eiga eftir að koma fleiri slík veður og einnig getur ýmislegt annað komið upp á sem truflar afhendingu á rafmagni. Aldrei verður hægt að koma í veg fyrir það en innviði samfélagsins verður að styrkja svo að þeir þoli ágjöf eins og hægt er. Jól og áramót Bændum og öllum lesendum Bændablaðsins eru sendar kærar hátíðarkveðjur og óskir um að árið 2020 verði farsælt og gjöfult. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 5.450 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Enn einu sinni hafa náttúruöflin minnt okkur mannfólkið á hvaða kraftar það eru sem ráða raunverulega ríkjum á jörðinni. Ofsaveður sem skall á landinu í síðustu viku sýndi að nýjasta tækni má sín harla lítils þegar innviðir í orkukerf- inu bresta og samgöngur stöðvast. Það vekur óneitanlega athygli að árang- ur af pólitískri regluverkakerfissmíði sé að festa stjórnsýsluna í sífellt flóknara og óskilvirkara net sem virkar æ fjandsamlegra fyrir búsetu venjulegs fólks í landinu. Allt er það réttlætt með því að eitt eða annað verði að fá að njóta vafans, allt nema fólkið sjálft sem á svo að dansa í takti við reglurnar. Flækjustigið og tímasóun mann- afls sem fer í að snúast í kringum þennan vanskapnað er himinhrópandi. Allt er það svo á kostnað almennings sem látinn er borga kerfið í gegnum sífellt aukna skatta. Þetta hefur komið berlega í ljós í umræð- um um gríðarlegan vandræðagang sem uppi hefur verið við uppbyggingu og viðhald raforku- og vegakerfisins í landinu. Þar virðist vera búið að skapa sérlega verndað umhverfi fyrir bómullarvafða einstaklinga sem í krafti reglna og peninga geta leyft sér að troða á hagsmunum samfélags- heildarinnar nánast út í það óendanlega. Að sama skapi hefur verið þverskallast við að innleiða þekkingu og tækni eins og í jarðstrengjum sem hæglega hefðu getað komið í veg fyrir deilur um afmarkaða sérhagsmuni. Það er hvorki verjandi að raforkufyrir- tæki geti komist upp með að leggja ekki raflínur í jörð sé þess nokkur kostur, né að einstakir jarðeigendur geti í það endalausa komið í veg fyrir innviðauppbyggingu í þágu samfélagsins. Þarna verður löggjöf- in og regluverkskerfið að vera með þeim hætti að flækjustigið sé í lágmarki og að almannahagsmunir gangi alltaf framar sér- hagsmunum. Það er til tækni sem gerir mönnum kleift að leggja rafstrengi í jörðu þrátt fyrir að lengst af hafi hagsmunaaðilar í orkuflutn- ingi hér á landi barist gegn slíkum hug- myndum. Vissulega þarf þar að skoða mis- munandi kosti fyrir mismunandi aðstæður, en slíka jarðstrengi er vel hægt að nota þar sem helst þykir eftirsóknarvert að forðast sjónmengun af staurasamstæðum. Þetta verða menn einfaldlega að skoða með opnum huga. Annar angi þessa máls er að við inn- leiðingu á regluverki ESB um orkupakka 1 og 2 var skilið á milli framleiðslu og dreifingar á raforku. Engin kýjandi þörf var fyrir slíku á Íslandi. Það leiddi hins vegar til þess að nú er arðsemi virkjana og orkudreifingarkerfis í algjörum forgangi þegar rætt er um innviðauppbyggingu. Almannahagsmunir skipta viðskipta- kerfi ESB með raforku nær engu máli. Orkupakki 3 styrkir enn frekar þessa markaðsþróun kerfisins sem er oft þvert á hagsmuni almennings. Þetta má berlega sjá í nýlegri skýrslu um jarðstrengi í flutnings- kerfi raforku. Þar er bent á þá ofuráherslu sem lögð er í að verja eignastofn og tekju- möguleika lagnakerfisins. Ástæðan er ein- föld. Við aðskilnað raforkuframleiðslu og flutnings á raforku er ekki lengur mögulegt að nota arð af framleiðslunni til að byggja upp orkuflutningskerfið. Slíkt er túlkað sem styrkur sem raskar samkeppni á markaði. Þar af leiðir verður dreifikerfið vart byggt frekar upp á Íslandi nema það skili ásætt- anlegri arðsemi lagnafyrirtækja. Það þýðir hækkun á gjaldskrá fyrir flutning raforku og þar með hækkun á orkureikingum lands- manna. Á sama tíma er Landsvirkjun, sem er í eigu almennra orkugreiðenda, að skila hátt í anna tug milljarða í arð. – Er virkilega einhver glóra í þessu fyrirkomulagi? Með bestu óskum um gleðileg jól. /HKr. Náttúruöflin minntu á sig með hvelli Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun:Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Guðrún S. Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands gst@bondi.is Þvottárskriður undir Mælifelli sunnan Álftafjarðar á Austfjörðum. Fjær er vegurinn um Hvalnesskriður sem liggur undir Krossanesfjalli á sam- nefndu nesi. Sunnan við Krossanes kemur Hvaldalur og síðan Hvalnes og Hvalnesfjall með sitt tignarlega Eystrahorn sem blasir við þegar ekið er veginn um Lón. Vegurinn um skriðurnar lokast oft vegna skriðufalla og snjóflóða. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar til að auka örygggi vegfarenda, m.a. að byggja vegskála á hættulegustu köflunum líkt og gert var á Óshlíðarvegi milli Hnífsdals og Bolungarvíkur við Ísafjarðardjúp, áður en þar var ráðist í gerð jarðganga sem opnuð voru árið 2010. Mynd / Hörður Kristjánsson Kerfisvandi Óveður. Mynd / Guðrún Lárusdóttir í Keldudal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.