Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 55
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 55 Hafinn er undirbúningur að útgáfu markaskráa um land allt en þær eru gefnar út á átta ára fresti í samræmi við ákvæði afréttalaga og reglugerðar um búfjármörk. Nýjum marka- skrám verður dreift fyrir haustið 2020. Nú er starfandi 21 markavörð- ur í landinu og er reiknað með að markaskrárnar verði 17 að tölu eins og 2012. Skylt er að eyrnamarka allt sauðfé og geitfé og skulu öll þau mörk vera í markaskránum. Þá eru folöld víða eyrnamörkuð þar sem samgangur er mikill, svo sem í afréttum, og eru flest þau mörk sérmerkt í skránum. Brennimörkin koma með svo og öll skráð frost- mörk hrossa. Bæjarnúmerin fylgja með að venju enda prentuð á öll plötumerki sauðfjár og geitfjár í viðeignandi litum eftir svæðum. Sauðfjáreigendum í landinu hefur farið fækkandi, frostmörkum hefur lítið fjölgað og er því reiknað með nokkurri fækkun marka þegar á heildina er litið. Með skráningu marka í markaskrárnar er jafnhliða verið að mynda grunn undir endur- nýjaða Landsmarkaskrá á netinu (www.landsmarkaskra.is). Söfnun marka hafin Markaverðir um land allt hafa fengið send öll þau gögn sem þeir þurfa frá Bændasamtökum Íslands til að geta hafið söfnun marka og er hún nú þegar hafin í sumum markaumdæm- unum. Allir skráðir markaeigendur fá send bréf með markablöðum og leiðbeiningum og er reiknað með að flestar skráningarnar skili sér til markavarða í desember og jan- úar. Berist ekki bréf af einhverjum ástæðum þarf að hafa samband við viðkomandi markaverði. Þeir veita nánari upplýsingar eftir því sem þörf krefur og aðstoða við upptöku nýrra marka og bæjarnúmera. Í meðfylgj- andi skrá eru póstföng og símanúmer þeirra allra og netföng flestra. Búfjármörk eru lögvarin eign Þess ber að geta að búfjármörk eru lögvarin eign sem getur gengið að erfðum, verið seld eða gefin. Þá er markaeign ekki bundin við búfjár- eign þannig að sumir fyrrvarandi búfjáreigendur halda tryggð við mörkin sín og senda þau inn til birtingar. Markaverðirnir sjálfir skrá á sig nokkurn fjölda marka sem eru á lausu og úthluta þeim til nýrra eigenda, eftir þörfum, á milli skráa. Þá er alltaf nokkuð um að ný mörk og bæjarnúmer séu tekin upp. Æskilegt er að mikil særinga- mörk (soramörk) verði aflögð eftir föngum og ný ekki skráð. Þá er mælst til þess að þeim góða sið verði við haldið að birta fjallskila- samþykktir í öllum markaskránum. Guðlaug Eyþórsdóttir (landsmarkavörður) og Ólafur R. Dýrmundsson (fv. landsmarkavörður) aflhlutir.is | s. 544 2045 | aflhlutir@aflhlutir.is Mikið úrval af hágæða rafstöðum MATVÆLI&MARKAÐSMÁL Á FAGLEGUM NÓTUM Markaverðir 2019 13.12.2019 Markaverðir á Íslandi 2020 Markaskrá Nafn Heimili Póstnr. Staður Sími Gsm Netfang Landnám Ingólfs Arnarsonar Ólafur R Dýrmundsson Jóruseli 12 109 Reykjavík 841-1346 oldyrm@gmail.com Borgarfjarðarsýsla Ingimundur Jónsson Deildartungu 1A 320 Reykholt í Borgarfirði 861-5171 zetorinn@visir.is Mýrasýsla Þórir Finnsson Hóli 311 Borgarnes 435-0041 Snæfellsness- og Hnappadalssýsla Jónas Jóhannesson Jörfa 311 Borgarnes 435-6782 869-4584 Dalasýsla Arndís Erla Ólafsdóttir Ásgarðslandi 371 Búðardalur 434-1261 erla22@simnet.is Vestfirðir - A.-Barð. Arnór Grímsson Arnórshúsi 381 Reykhólahreppur 434-7763 896-7763 soleygv@simnet.is Vestfirðir - V.-Barð. Barði Sveinsson Innri-Múla 451 Patreksfjörður 456-2019 innrimuli@simnet.is Vestfirðir - Ís. Aðalsteinn L Valdimarsson Strandseljum 401 Ísafjörður 456-4812 alvald@snerpa.is Vestfirðir - Str.s. Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir Lækjartúni 15 510 Hólmavík 451-3196 696-3196 hrafnh@snerpa.is Húnavatnssýslur - V.-Hún.* Húnavatnssýslur - A.-Hún. Jóhann Guðmundsson Holti 541 Blönduós 452-7127 861-5592 holtsvinadal@emax.is Skagafjarðarsýsla Lilja Björg Ólafsdóttir Kárastöðum 551 Sauðárkrókur 453-6531 Eyjafjarðarsýsla Ólafur Geir Vagnsson Hlébergi 601 Akureyri 894-3230 hleberg@simnet.is S-Þingeyjarsýsla og Kelduneshreppur Sveinbjörn Þór Sigurðsson Búvöllum 641 Húsavík 464-3546 898-8306 buvellir@simnet.is N-Þingeyjarsýsla austan Jökulsár Árni Davíð Haraldsson Gunnarsstöðum 2 lóð 681 Þórshöfn 863-1265 arnihar@hotmail.com Austurland - N.-Múl. Jón Víðir Einarsson Hvanná lóð 1 701 Egilsstaðir 471-1052 Austurland - S.-Múl. Björn Björgvinsson Sólbakka 4 760 Breiðdalsvík 475-6643 893-1824 breiddal@simnet.is A-Skaftafellssýsla Guðfinna Benediktsdóttir Volaseli 781 Höfn í Hornafirði 478-1713 895-0026 V-Skaftafellssýsla Jón Jónsson Prestsbakka 881 Kirkjubæjarklaustur 487-4754 891-6009 prestsb@talnet.is Rangárvallasýsla Sigríður Helga Heiðmundsdóttir Kaldbak 851 Hella 487-5133 869-2042 kaldbakur@uppsveitir.is Árnessýsla* Vestmannaeyjar Jónatan Guðni Jónsson Smáragötu 13 900 Vestmannaeyjar 869-5074 jonatanjons@gmail.com * Bráðlega verður skipað í stöður markavarða Árnessýslu austan vatna og Vestur-Húnavatnssýslu. Nýjar m rkaskrár gefnar út 2020 Mynd / Jon Eiriksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.