Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201954 LESENDABÁS Hugleiðing frá skrifstofu Alþjóðlega bahá´í samfélagsins í tilefni af leiðtogafundi um loftslagsmál sem haldinn var í New York 23. september sl. Til að takast á við loftslagsbreytingar þarf að tryggja samhengi milli meginreglna og aðgerða Nú þegar þúsundir safnast saman vegna loftslagsfundar Sameinuðu þjóðanna stöndum við frammi fyrir þeirri grundvallarspurn- ingu hvað þurfi til að varanlegar framfarir í loftslagsmálum eigi sér stað. Skoðanir á þessu kunna að vera skiptar en eitt virðist ljóst, samhengi milli meginreglna og aðgerða er nauðsynlegt til að auka réttlæti þegar kemur að loftslagsmálum og umhverfis- vernd. Málskrúð um þakklæti fyrir umhverfið, umhyggju fyrir komandi kynslóðum og velferð allra, verður innantómt þegar aðgerðir og stefnumörkun fylgja ekki sama siðferðisstaðli. Til að ná slíkri samfellu þarf meira en vísindi og rökfræði – til þess þarf hugrekki og fórnir. Ef ekki verða stigin skref í þessa átt er auðvelt að falla aftur inn á troðnar slóðir sem hafa leitt okkur á þann stað, þar sem við erum nú. Vegna málamiðlana líðst að viðhalda óréttlátu og ósjálfbæru kerfi, án til­ lits til þeirra sem verst standa og tilhneiging til að viðhalda óbreyttu ástandi hrekur mannkynið að ystu mörkum hvað varðar nýtingu auð­ linda jarðarinnar. Í ljósi þess hve mikilla umbreytinga er þörf, megum við ekki bíða frekari hörmunga áður en nauðsynleg skref verða tekin af djörfung. Fjölþjóðlegar pallborðsumræður stjórnvalda um loftslagsbreytingar bentu á að til að beina mannkyn­ inu inn á sjálfbæra vegferð þyrfti „skjótar, víðtækar og áður óþekktar breytingar á öllum þáttum samfé­ lagsins.“ Þetta felur í sér kerfislægar breytingar á sviðum tækni, iðnaðar, landbúnaðar og vísinda, sem aftur krefst fordæmalausra breytinga á gildum, forsendum, stöðlum, hugs­ anamynstri og hegðun. Núverandi skipan efnahagsmála hefur stuðlað að ósjálfbæru neyslu­ mynstri í sókn eftir fjárhagslegum ávinningi. Skilaboðin eru að sama­ sem merki hefur verið sett milli stöðu og gildis mannsins annars vegar og uppsöfnunar auðs og óhófs hinsvegar. Rökin fyrir ótakmarkaðri auðsöfnun einstaklingsins hafa leitt af sér auð og forréttindi fárra sam­ hliða því að náttúrunni hefur verið spillt og stór hluti mannkynsins lagður í fjötra fátæktar. Langt frá því að upphefja okkar æðstu gildi hefur það kerfi sem við blasir með ýmsum hætti verðlaunað óheiðar­ leika, hvatt til spillingar og farið með sannleikann eins og umsemjanlega verslunarvöru. Skapa má heimsskipan sem byggist á annars konar skilningi á mannlegu eðli. Sú staðhæfing að menn þrífist best í samstarfi, finni lífsfyllingu í samstilltum og vingjarnlegum samskiptum og hafi andlegar þarfir sem engin ofgnótt eigna getur fullnægt – þetta getur verið undirstaða mikilvægra og árangursríkra samfélagskerfa. En viðleitnin í þessa átt þarf að taka mið af þeim eiginleikum sem leitast er við að ná fram. Göfugra markmiða verður að leita eftir göfugum leiðum. Að breyta venjum sem við erum gagntekin af krefst margra eiginleika sem lúta að skaperð, sérstaklega fyrir þá sem hafa mestan ávinning af ríkjandi skipulagi. Meðal þessara eiginleika eru hæfileikinn að geta fórnað eigin forréttindum til velferð­ ar fyrir aðra, auðmýkt til að viður­ kenna mistök, hugrekki til að taka erfiðar en mikilvægar ákvarðanir, agi til að sigrast á hefðbundnu en eyðileggjandi hegðunarmynstri og að meta hvert mannslíf sem heilagt. Loftslagskreppan – eitt mest áberandi sjúkdómseinkenni okkar óheilbrigðu heimsskipunar – kallar á gagngerar og heilshugar breytingar. Hinar ýmsuefnislegu birtingar­ myndir tjá villu okkar og vanhæfni í viðhorfum okkar til okkar sjálfra og til heimsins í heild. Við verðum að finna einingu, samstöðu og jafnvel tækifæri í þeirri sameiginlegu baráttu sem við í auknum mæli stöndum frammi fyrir í öllum heimshornum. Við verðum að nýta okkur innsýn vís­ indanna og altæk gildi stærstu trúar­ bragða heimsins til að móta okkar næstu skref og lýsa vegferð okkar á þeirri braut sem við þræðum nú. Því trúarbrögð án vísinda leiða til hindurvitna, og vísindi án trúar og fylgni við lífsgildi verða verkfæri efnishyggju. Umbreyting verður vegna innsæis þegar bæði þessi kerfi þekkingar eru nýtt af visku gagnvart því hættuástandi sem mannkynið horfist í augu við – þar sem lofts­ lagsvandinn vegur þyngst. Alþjóðlega bahá´í samfélagið Af tollum og tollvernd Fyrir atvinnuveganefnd hefur legið frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingu á búvöru- og tolla- lögum. Í frumvarpinu eru gerðar umfangsmiklar breytingar, hörfað frá núverndi fyrirkomulagi við úthlutun tollkvóta og horft til svokallaðra hollenskra útboða. Lagt er til að ráðgjafar- nefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara verði lög niður samhliða þeim breytingum sem verða á út hlutun toll kvóta. Þetta byggist á niðurstöðu starfshóps sem ráðherra skipaði um endurskoðun á núverandi fyrirkomulagi. Auk þess var lagt upp með að binda í lögin auka tollkvóta á svínasíðum um 400 tonn árlega og binda úthlutunartímabil tollkvóta fyrir árstíðarbundnar vörur fast árlega. Með því yrði tollverndin bundin í tímabil og verða því sumar vörur allt árið á opnum tollum en aðrar og þá t.a.m. nokkrar tegundir eins og kartöflur og gulrófur fá aðeins fulla tollvernd hluta út ári. Miklar breytingar Undirrituð var skipuð framsögu­ maður málsins. Þingflokkur Framsóknarflokksins lagði mikla áherslu á að breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu og að hlustað yrði á þær gagnrýniraddir sem risu upp í kjölfar flutnings málsins. Hef ég lagt mig fram um að vinna að þeim breytingum sem við getum verið sátt við að fylgja en auðvitað er mörgum spurningum enn ósvarað. Nýsköpun og vöruþróun Tollvernd er íslenskri framleiðslu mikilvæg og er henni stuðningur til að standast samkeppni við inn­ flutning frá löndum sem fá jafnvel mikinn stuðning í öðru formi við sína framleiðslu. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Í stjórnarsáttmála ríkistjórnar­ innar segir: „Ísland á að vera leið­ andi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum. Lögð verður áhersla á nýsköpun og vöruþróun til að stuðla að byggðafestu, auka verð­ mætasköpun og nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðar­ ljósi.“ Með þetta að leiðarljósi tók frumvarpið breytingum sem nú liggja fyrir. Aukin tollvernd Meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu má nefna að hætt var við aukinn magntoll á svínasíðum. Kartöflur og gul­ rófur fá fulla tollvernd allt árið og er það eðlilegt skref þar sem kart­ öflu­ og rófubændur hafa nýtt sér nýjungar í tækni og fjárfest í betri kæligeymslum sem tryggja gæði vörunnar allt árið. Það var líka sett inn aukin tollvernd á hvítkál, gul­ rætur, næpur, rauðkál og kínakál. Frumvarpið gerði ekki ráð fyrir að blómkál, spergilkál og selja nyti tollverndar en með breytingunum eru þær með tollvernd hluta úr ári. Þessar breytingar eru framleiðslu­ hvetjandi fyrir garðyrkjubændur og styðja samkeppnisstöðu þeirra gagnvart innfluttum vörum. Endurskoðun á tímabilum og magni Í breytingaferlinu lagði nefndin til að ráðherra skuli á tveggja ára fresti endurmeta vörur og tímabil sem frumvarpið nær yfir og verði þá m.a. litið til þróunar á innlendri framleiðslu og innanlandsneyslu. Þetta skapar meiri sveigjanleika fyrir framleiðendur og jafnframt innflytj­ endur en saman eru þeir ábyrgir fyrir að bjóða upp á sem mest úrval af gæðahráefni allt árið. Þróun tollverndar Þær umfangsmiklu breytingar sem gerðar verða á núverandi fyrir­ komulagi við úthlutun tolla kalla á nokkra óvissu. Það birtist svo ber­ sýnilega í yfirlýsingu sem nokkur ólík hagsmunasamtök sendu frá sér um ósk um að frumvarpinu yrði frestað. Við breytingar á frum­ varpinu lagði atvinnuveganefndin áherslu á mikilvægi þess að fylgst verði náið með áhrifum breyting­ anna á tollvernd sem ætlað er að vernda innlenda framleiðslu og jafna aðstöðumun innlendra framleiðenda gagnvart erlendum framleiðendum. Nefndin lagði því til að ráðherra skipi starfshóp sem falið verði að fylgjast með þróun tollverndar vegna framangreindra breytinga. Starfshópurinn skili af sér skýrslu í ársbyrjun 2022. Barinn biskup Nú hefur frumvarpið orðið að lögum og öðlast sjálfstætt líf. Enginn verður óbarinn biskup er sagt en kannski djúpt tekið í árinni þegar leitað er í þennan málshátt um tilurð ofan­ greindrar breytingar en undirrituð fullyrðir að þær gagnrýniraddir sem bárust frá ólíkum hagsmuna­ samtökum bænda, Félagi atvinnu­ rekenda og Neytendasamtökunum fengu framsögumann málsins til að taka í handbremsuna og með góðri samvinnu nefndarinnar og ráðherra náðist að koma þeim í höfn. Við tekur þroskaferill nýs fyrirkomulags sem þarf að fylgjast náið með. Halla Signý Kristjánsdóttir Þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi Halla Signý Kristjánsdóttir. Bændablaðið er mest lesna blaðið á landsbyggðinni Hvar auglýsir þú? Lestur prentmiðla á landsbyggðinni Viðskiptablaðið H eim ild: Prentm iðlakönnun G allup. K önnunartím i okt.-des. 2 0 1 8 . 50% 40% 30% 20% 10% DV Stundin Morgunblaðið Fréttablaðið Bændablaðið Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.isBÆNDAHÖLLIN VIÐ HAGATORG Lestur Bændablaðsins: 45,6% 24,6% 22,1% 9,1%10,8% 5,1% 45,6% 20,4% 29,5% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu landsmanna lesa Bændablaðið BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.