Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 70

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 70
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201970 Mitsubishi L200 kom fyrst fram á sjónarsviðið 1978 og þá með 92 hestafla vél, 2015 kom svo fimmta kynslóð L200 og var þá með 181 hestafla vél, það sem gerði fimmtu kynslóðina af bílnum sérstaka að mínu mati var skriðvörnin í bíln- um. Ekki hef ég prófað enn pallbíl með eins góða og fullkomna skriðvörn eins og er í Mitsubishi L200. Í síðasta mánuði frumsýndi Hekla sjöttu kynslóð af þessum vinsæla pallbíl og tók ég bílinn til prufu í tvo daga. Minni vél í hestöflum sem eyðir svipað, en er umhverfisvænni Nýjasti bíllinn er með 2268 rúmsentímetra dísilvél sem skilar 150 hestöflum (31 hestafli minni vél en í fimmtu kynslóð L200), maður finnur vel muninn á færri hestöflum í snerpu bílsins, sérstaklega í inn- anbæjarakstri, en í langkeyrslu er munurinn ekki eins afgerandi. Dráttargetan er sú sama á öllum þrem útgáfunum sem er á bilinu 3000 til 3100 kg miðað við kerru með bremsubúnað. Eyðslan er mjög sviðuð og á síðasta bíl sem var 9,9 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri. Þess má geta að 2015 bíllinn var beinskiptur, en nú var ég á sjálfskiptum bíl og almennt er aðeins meiri eyðsla á sjálfskiptum bílum. Nú var ég að eyða 10,0 lítrum í blönduðum akstri. Í boði þrjár útgáfur af Mitsubishi L200 Í boði eru þrjár mismunandi útgáfur af bílnum, allir með sömu vél, en í boði er val á milli beinskiptingar eða sjálfskiptingar. Verðið er á ódýrasta Mitsubishi L200 Invite beinskiptum sem er 5.490.000 og upp í dýrasta bílinn sem ég prófaði og heitir Mitsubishi L200 Instyle og er sjálfskiptur og kostar 6.990.000. Verðið í dag er töluvert lægra í desember 2015 þegar ég prófaði L200 þá. Aukalega á bílnum sem prófaður var nú er pallhýsi sem kostar um 500.000. Nýi bíllinn er ennþá með þessari frábæru skriðvörn sem kom fyrst í 2015 bílnum og á sér enga líka í pallbílum. Hún vinnur þannig að ef bíllinn byrjar að renna til að aftan í hálku eða lausamöl bremsar bíllinn sjálfkrafa á öðru framhjólinu til að rétta bílinn af, samfara því að taka hluta af kraftinum úr vélinni meðan bíllinn er að rétta sig af. Útlitið nýtt og margar smáar breytingar Það fyrsta sem ég tók eftir voru að bílstjórasætin eru þægilegri, með hita sem hitar ekki bara sitjandann heldur upp á mitt bak líka. Hiti er í stýrinu (að hluta, ekki allur hringurinn sem ég hefði viljað). Pallurinn hefur lengst um 5 cm. Er nú 152x147 (var 147x147), hægt er að fá pallhýsi sem aukabúnað á bílinn á verðbilinu 300–550.000. Framendi bílsins er töluvert breyttur og það fyrsta sem ég tók eftir er að mér fannst framljósin vera lítil og ræfilsleg og þar af leiðandi myndi ekki vera mikil ljós af þeim. Þessi hugsun mín var alröng, lýsingin frá þessum litlu ljósum er hreint frábær og engin ástæða að hafa áhyggjur af. Góður bíll fyrir krefjandi aðstæður Í Mitsubishi L200 er hátt og lágt drif og milligírkassi sem hægt er að læsa. Gott fyrir þá sem vinna og nota bíla við erfiðar aðstæður. Að hafa möguleika á að læsa öllum hjólum er mikill kostur, sérstaklega þegar ekið er í miklum snjó eða í lausum sandi. Margir bílar koma þannig að ljóstírur eru að framan, en engin ljós að aftan, en með því að kveikja ljósin og hafa þau alltaf kveikt. Eins segir mælaborðið manni að slökkva ljósin þegar maður drepur á bílnum, en sú viðvörun er óþörf. Það má alveg hunsa þessi skilaboð því ljósin slokkna þegar maður lokar bílstjórahurðinni og kvikna aftur þegar maður setur í gang. Allavega var ég sáttur við allar breytingar nema þessi rúmu 30 hestöfl sem voru í 2015 bílnum aukalega. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Lengd 5.225 mm Hæð 1.780 mm Breidd 1.815 mm Helstu mál og upplýsingar Sjötta kynslóð af Mitsubishi L200 Mitsubishi L200 Instyle. Myndir / HLJ Fannst þessi ljós ekki líkleg til að lýsa vel, en hafði rangt fyrir mér. Pallurinn aðeins lengri en á 2015 bílnum. Svolítið magnað að ekki kom snjór fyrir linsuna á bakkmyndavélinni. Gott pláss í aftursætum og sætin góð. Ánægður með hljóðeinangrun, ekki nema 68db. á 90. Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi Sími 544-4656 | www.mhg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.