Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201934 SKÓGRÆKT &SKIPULAG Garðabær skipuleggur golfvöll á 15 hektara skóglendi Skógræktarfélag Garðabæjar fékk við stofnun þess úthlutaða 53 hektara, svokallað Smalaholt, til skógræktar frá Ríkisspítölum árið 1988. Gangi áform um nýtt skipulag Vífilsstaðalands í Garðabæ eftir mun um 15 hektarar, eða 1/3 af skóginum í Smalaholti, víkja fyrir golfvelli. Kristrún Sigurðardóttir, formaður Skógræktarfélags Garðabæjar, segir að lítið samstarf hafi verið haft við félagið vegna áformanna og að stjórnin hafi fyrst heyrt um þau í fjölmiðlum. Kynning á skipulaginu var þann 11. desember síðastliðinn og rennur frestur til að gera athugasemdir við það út 6. janúar 2020. Fréttum fyrst af tillögunni í fjölmiðlum „Aðdragandi málsins er að Garða­ bær keypti Vífilsstaðalandið af ríkinu 2017 og í framhaldi af því var haldin samkeppni um skipulag svæðisins og vinningstillagan notuð sem útgangspunktur varðandi framtíðarskipulag svæðisins sem gildir til 2030. Við hjá Skógræktarfélaginu vorum að mestu sátt við vinnings­ tillöguna enda ekki verið að skerða skógræktarsvæðið í Smala holti nema að takmörkuðu leyti. Félagsmenn í Golfklúbbi Garða­ bæjar voru aftur á móti mjög ósáttir við vinningstillöguna á legu golf­ vallarins, samkvæmt ummælum í frétt í Morgunblaðinu vorið 2018. Með þeirri frétt var birt mynd af nýjum 9 holu golfvelli. Helmingur af golfbrautunum voru teiknaðar inn í skóginn í Smalaholti samkvæmt tillögunni sem fylgdi fréttinni. Tillagan var kynnt á fjölmennum fundi hjá golfklúbbnum og fréttum við fyrst þá af málinu í fjölmiðlum. Í framhaldinu höfðum við sam­ band við yfirvöld í Garðabæ og báðum um fund með bæjarstjóra, þar mættu einnig skipulagsstjóri Garðabæjar og formaður skipulags­ nefndar. Við spurðum meðal annars hvort hugmynd golfara sem birtist í Morgunblaðinu hefði verið unnin í samvinnu við bæjaryfirvöld, en fátt var þá um svör.“ Meðferðarheimili Barnastofu í Smalaholti „Það næsta sem gerðist var í des­ ember 2018 þegar við fréttum fyrst af því í fjölmiðlum að búið var að gefa vilyrði fyrir byggingu með­ ferðarheimilis Barnastofu í skóg­ inum í Smalaholti. Ferlið hafði staðið í nokkra mánuði og á þeim tíma var aldrei haft samband við Skógræktarfélagið eða farið fram á samráð af nokkru tagi. Gert er ráð fyrir einum hektara af landi undir heimilið auk veglagningar að því. Skógræktarfélagið var jákvætt að meðferðarheimili risi á Smalaholti, en óskað var eftir við bæinn að hafa eitthvað um það að segja hvar það væri staðsett. Samkvæmt tillögu skipulagsins var lóð heimilisins fyrst staðsett í landgræðsluskóg­ inum. Félagið hafði gert samning við Skógræktarfélag Íslands um landgræðsluskóg, sem hófst með landsátaki á Smalaholti þann 10. maí 1990 er frú Vigdís Finnbogadóttir forseti gróðursetti fyrstu plönturnar ásamt þingmönnum kjördæmisins, bæjarfulltrúum og félagsmönnum Skógræktarfélagsins. Sumarið 1990 gróðursettu íbúar, nemendur skóla og leikskóla bæjarins á Smalaholti um 70 þúsund trjáplöntur. Eftir að við leituðum eftir sam­ starfi varðandi staðsetningu á meðferðar heimilinu kom í ljós að það var vilji til þess og komið til móts við okkar sjónarmið,“ segir Kristrún. Golfvöllurinn skal koma og skógurinn víkja „Á fundi síðastliðið vor vorum við beðin um að merkja inn á loft­ mynd af Smalaholti hvaða svæði Skógræktarfélagið væri tilbúið að gefa eftir undir golfvöllinn og von­ aðist stjórnin að þarna væri kom­ inn grundvöllur fyrir samstarfi milli aðila. Í ágúst síðastliðinn erum við kölluð til fundar þar sem skipulags­ yfirvöld leggja fram tillögu um golf­ völl í Smalaholti sem var keimlík tillögu Golfklúbbi Garðabæjar frá 2018. Á sama fundi leggjum við fram loftmyndina með hugmyndum félagsins varðandi hvaða svæði við værum tilbúin að gefa eftir undir golfvöllinn. Í nóvember síðastliðinn var annar kynningarfundur þar sem lögð var fram svipuð tillaga varðandi golf­ völlinn og á fyrri fundi. Við létum í ljós mikla óánægju á fundinum með skipulagstillöguna þar sem ekkert tillit hafði verið tekið til sjónarmiða Skógræktarfélagsins. Í lok fundar lagði Gunnar Einars son bæjarstjóri til við Snorra Vilhjálmsson golfvalla hönnuð að hann þétti golfbrautir þannig að ekki væri farið inn á félags reiti sem Lions klúbbur Garðabæjar, Lionsklúbburinn Eik, Kiwanis­ klúbburinn, Rótarý klúbburinn Görðum og Kvenfélag Garðabæjar hafa ræktað skóg í 30 ár og útbúið áningarstaði þar sem félagsmenn njóta samveru og útivistar,“ segir Kristrún. Golfvöllurinn meira virði en skógurinn Að sögn Kristrúnar kom greinilega fram á fundinum að um lokatillögu væri að ræða og að ekki yrði tekið frekara tillit til okkar sjónarmiða. „Sagt var að falleg tré skyldu fá að standa. Okkur jafnvel boðið að flytja tré, eins gáfulega og það hljómar úr hávöxnum skógi. Þrátt fyrir að bæjaryfirvöld í Garðabæ telji sig hafa haft samráð við Skógræktarfélagið hefur það samráð einungis verið á einn veg. Golfvöllur er greinilega meira virði en útivistarskógurinn í Smala­ holti, segir Kristrún Sigurðardóttir, formaður Skógræktarfélags Garða­ bæjar. /VH Kristrún Sigurðardóttir, formað- ur Skógræktarfélags Garðabæjar, segir að þrátt fyrir að bæjaryfirvöld í Garðabæ telji sig hafa haft sam- ráð við Skógræktarfélagið hafi það samráð einungis verið á einn veg. Golfvöllur er greinilega meira virði en útivistarskógurinn í Smalaholti. Núverandi golfvöllur Golfklúbbs Garðabæjar að hluta og hluti skógarins í Smalaholti. Guli ramminn afmarkar það svæði sem lagt er til að tekið verði undir golfvöll samkvæmt nýja skipulaginu. Fjólubláar línur eru stígar og slóð- ar um skóginn. Stígarnir eru um einn og hálfur kílómetri innan gula rammans. Skógurinn nær að landamerkjum Kópavogs, það er að segja íbúðarhúsunum sem sjást á kortinu. Smalaholt. Sjö ára nemendur Hofsstaðaskóla gróðursetja tré í landi Skóg- ræktarfélags Garðabæjar árið 1989. Í dag er þar gróinn skógur sem til stendur að fella fyrir golfvöll. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, gróðursetur fyrsta tréð í Smalaholti 10. maí 1990. Hluti af því greni sem verður fellt ef stækkun golfvallarins verður. 40% af bæjarlandinu er friðlýst eða undir skógrækt Þegar gerður var samningur við Skógræktarfélag Garðabæjar á sínum tíma var tekið fram að skógræktin ætti ekki að binda nýtingu landsins til framtíðar. Hugmyndin er að það fari þrjár brautir inn á skógræktarlandið og því verður mikill hluti skógar- ins enn til staðar. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar, segir að búið sé að halda nokkra fundi með bæði Skógræktarfélagi Garðabæjar og Golfklúbbi Garðabæjar vegna málsins og gera nokkrar breytingar á tillögunni um völlinn. „Breytingarnar sem gerða hafa verið eru allar í þá átt að minnka áhrif vallarins á skógræktina. Við erum enn að vinna í málinu sem aðalskipulagsbreytingu og því enn verið að horfa á stóru línurnar og ekki enn farið að teikna upp fínni myndina. Tillagan sem lögð hefur verið fram er til þess gerð að þeir sem hafa hagsmuna á gæta vegna breytinganna geti komið með athugasemdir.“ Golfvöllur undir íþróttasvæði og skógræktarsvæði undir golfvöll Arinbjörn segir að tillagan að því að gera nýjan golfvöll í skógræktina komi frá bæjarstjórninni. „Í aðal­ skipulagi Garðabæjar, sem var stað­ fest fyrir tveimur árum, er gert ráð fyrir breytingum í Vetrarmýrinni þar sem gamli golfvöllurinn er og hluti hans tekinn undir framtíðar íþróttasvæði Garðabæjar.“ Skógræktarsvæði sem reikn­ að er með að fari undir níu holu golfvöll eru 15 hektarar og segir Arinbjörn að það þyki ekki mikið. Gamli golfvöllurinn í Garðabæ var 18 holur á 40 hekturum. Þannig að nýi völlurinn þykir frekar þröngur. Hugmyndin er að það fari þrjár brautir inn á skógræktarlandið og því verður mikill hluti skógarins enn til staðar.“ Að sögn Arinbjarnar er ekki enn búið að áætla hversu mikið af skóginum þurfi að fella vegna golfbrautanna enda sé ekki byrjað að vinna að deiliskipulaginu. Gróðursetja milli brauta Arinbjörn segir að einn annar möguleikinn fyrir golfvöll á þessu svæði væri með því að fara út í friðland Garðabæjar í Vífilsstaðahrauninu og ef það hefði verið gert er mun lengra á milli þess hluta gamla vallarins sem stendur áfram og nýja vallarins. Arinbjörn er spurður hvort gerð golfvallarins á skógræktarsvæðinu sé ekki í andstöðu við þá hug­ mynd að nú eigi að efla skógrækt í landinu, meðal annars til að auka kolefnisbindingu. „Við höfum bent á þetta sjálfir og það gæti allt eins orðið ákvæði í deiliskipulaginu um að gróðursetja tré milli brauta og auka þannig fjölda trjáa á svæðinu.“ Skógræktarsvæðið sem eftir verður breytt í útivistarsvæði „Það er alveg ljóst að þegar gerður var samningur við Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulags- stjóri Garðabæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.