Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 51 Aðalfundur Hvanneyrarbúsins ehf. var haldinn þann 27. ágúst sl. Í stjórn félagsins á síðasta starfsári voru Baldur Helgi Benjamínsson, búfjárerfðafræðingur og bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, formað- ur, Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, námsbrautarstjóri búfræðibraut- ar skólans og Pétur Diðriksson, bóndi á Helgavatni í Þverárhlíð. Bústjóri er Egill Gunnarsson og fjósameistari er Hafþór Finnbogason. Fundargerðir stjórnarfunda, árs­ reikningar og skýrslur stjórnar eru birtar á heimasíðu Landbúnaðar­ háskólans, lbhi.is. Afurðir og mjólkurgæði í fremstu röð Tilgangur félagsins er að reka á hag­ kvæman hátt kúabú á Hvanneyri í þágu kennslu og rannsóknastarfs Landbúnaðarháskóla Íslands. Innlögð mjólk árið 2018 var 544.883 lítrar með 4,01% fitu og 3,26% próteini, mfm líftölu var 14 og mfm frumutölu 123. Hlutfall fitu og próteins hækkaði nokkuð frá fyrra ári, en líftala og frumutala lækkuðu frá árinu á undan, þannig að heilt yfir er þróun mjólkurgæða mjög jákvæð. Árskýr á búinu voru 72,2 (73,1) sem að meðaltali skiluðu 8.289 (8.180) kg mjólkur, með 4,06% fitu (3,79%) og 3,32% próteini (3,23%). Búið er hið 4. afurðahæsta á landinu, mælt í kg mjólkur/árskú. Tún, engjar og grænfóðurakrar eru um 170 ha. Stöðugur rekstur Rekstur félagsins gekk með ágætum á árinu 2018 og var hann í samræmi við þær áætlanir sem stjórnendur fé­ lagsins lögðu upp með. Heildartekur félagsins voru 87,1 m.kr og hagn­ aður félagsins á árinu eftir fjár­ magnsliði var 5 m.kr. Áætlun yfir­ standandi árs gerir ráð fyrir tekjuaf­ gangi þannig að halda megi áfram að byggja upp eigið fé félagsins, búa í haginn fyrir nauðsynlega endur­ nýjun á tækjum, búnaði og ræktun, ásamt því að efla fjárhagslegan styrk Hvanneyrarbúsins. Eigið fé félagsins jókst um rúmlega 5 milljónir kr á árinu og nemur það nú 26,6 m.kr. Eiginfjárstaða félagsins hefur rúm­ lega tvöfaldast frá því að rekstur fé­ lagsins var færður í núverandi horf árið 2015, eins og sjá má á mynd­ unum hér að neðan. Helstu fjárfestingar félagsins á liðnu ári voru nýjar sláttuvélar, bæði fram­ og afturvél og frambúnaður á aðaldráttarvél búsins, MF5613. Auk þess var keypt notuð hliðar­ rakstrarvél. Eldri vélar voru ýmist seldar eða settar upp í þær nýju. Þá var umtalsverðum fjármunum varið til viðhalds á ræktun og framræslu. Óplægður rannsóknaakur Frá síðasta aðalfundi hafa orðið þau þáttaskil í rekstrinum að uppgjöri við fyrrverandi bústjóra er að fullu lokið. Stjórn leggur áherslu á að nýta það fjárhagslega svigrúm sem myndast við það í þágu áframhaldandi upp­ byggingar á aðstöðu og búnaði. Fyrir liggur að nauðsynlegt er að gera ýmsar breytingar á Hvanneyrarfjósinu ef í því á að vera mögulegt að framkvæma einstak­ lingsfóðrunartilraunir á nautgripum. Þegar er farið að huga að því með hvaða hætti sú endurnýjun skuli gerð. Til að mynda þrengdi einföld rannsókn á fóðrun ungkálfa mjög að núverandi búrekstri. Þá er mjög stór rannsóknaakur varðandi umhverfis­ áhrif nautgriparæktar óplægður. Í nýrri skýrslu RML um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt kemur fram að handbær gögn um launakostnað í mjólkurframleiðslu eru mjög takmörkuð. Með skipulegri og handhægri skráningu vinnutíma starfsmanna Hvanneyrarbúsins, væri mögulegt að gera þar nokkra bragarbót á. Horft til framtíðar Í nýútkominni stefnu Landbúnaðar­ háskólans 2019­2024 er lögð áhersla á að „tryggja fyrirmyndar búrekstur sem er leiðandi í sjálfbærni, umhverfisvernd og tækniþróun“. Að mati stjórnar Hvanneyrar­ búsins er núverandi búrekstur til mikillar fyrirmyndar á flesta mælikvarða. Til að hann verði leiðandi á landsvísu varðandi fyrrnefnd atriði þarf að ráðast í ýmsar framkvæmdir og fjár­ festingar; plastnotkun er t.d. hægt að minnka gríðarlega. Öflugri rannsóknir í jarðrækt með bættri aðstöðu og auknum mannafla væru vel til þess fallnar að auka sjálfbærni í fóðuröflun búsins. Nýr mykjutankur hefur stór­ bætt nýtingu næringarefna í búfjár­ áburði, svo dæmi séu tekin. Sú fjárfesting er mikilvægt framlag til umhverfismála. Aukin sjálfbærni í orkuöflun búsins er einnig atriði sem vert er að gefa gaum. Stjórn Hvanneyrarbúsins ehf. þakkar starfsmönnum fyrir sam­ starfið á árinu og óskar þeim til hamingju með góðan árangur í búrekstrinum. Starfsmönnum skólans er jafnframt þakkað fyrir samstarfið. Á aðalfundi 2019 urðu þær breytingar að Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor tók við stjórnarformennsku í félaginu en Baldur og Pétur sitja áfram með henni í stjórn þess. /BHB 2.870.000 kr. VIVARO VAN Listaverð 3.890.000 kr. Tilboðsverð án vsk. 3.742.000 kr. VIVARO COMBI - 9 manna Listaverð 4.990.000 kr. Tilboðsverð án vsk. ÁRAMÓTATILBOÐ* - OPEL ATVINNUBÍLAR Frábær vinnukraftur! Nýttu þér skattalegt hagræði ársins sem er að líða Birt m eð fyrirvara um verð- og textabrengl. *Tilboðið gildir til 31. des. 2019. 2.145.000 kr. COMBO CARGO Listaverð 2.990.000 kr. Tilboðsverð án vsk. benni.is ReykjavíkKrókhálsi 9 590 2000 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur Á FAGLEGUM NÓTUM Hvanneyrarbúið styrkir stöðu sína skógarhögg Er dauðans alvara grisjun og skógarhögg er orðinn ríkur þáttur í störfum skógarbænda en er síður en svo hættulaus. Slys verða helst þegar menn eru að flýta sér eða misreikna öryggissvæðið í kringum skógarhöggið. Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.