Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201926 Samkvæmt greiningu Meat Market á skýrslum og gögnum var kjötmarkaður á heimsvísu metinn á 10,10 milljarða dala árið 2018. Er búist við að hann muni ná 30,92 milljörðum dala fyrir árið 2026 og vaxi því um 14,8% á ári. Stöðugt er verið að leita leiða til að framleiða „gervikjöt“ úr jurta­ afurðum til að mæta aukinni eftir­ spurn. Þar hefur verið reynt að líkja sem mest eftir eiginleikum dýrakjöts, útliti, lykt og bragði. Samt sem áður hefur reynst erfitt að framleiða slík­ ar eftirlíkingar af kjöti vegna ólíkra sameinda í uppbyggingu kjöts af dýrum, að því fram kemur í umfjöllun á vefsíðu Meat Market. Leið til að draga úr offitu Þrátt fyrir erfiðleika við að framleiða áhugaverðar matvörur til að leysa kjöt af hólmi, þá telur áhugafólk um jurtafæði að slíkar eftirlíkingar séu mikilvægar. Þær geti gegnt lykil­ hlutverki við að draga úr vandamáli vegna offitu fólks í þéttbýli. Á móti hafa læknar og vísindamenn fært rök fyrir því að jurtafæði sé ekki nógu næringarríkt fyrir erfiðisfólk. Vegna aukinna ráðstöfunartekna og bættra lífskjara er mikil tilhneig­ ing hjá fólki að grípa til skyndibita sem þýðir um leið að heilsufar almennings versnar. Dýrakjöt er mjög orkuríkt og samanstendur af fitu, kol­ vetnum, próteinum, kólesteróli og ýmsum próteinum. Óhófleg neysla á dýrakjöti getur gert það að verkum að erfitt er að viðhalda kjörþyngd og leiðir það oft til ofþyngdar eða offitu. Offita tekur sinn toll Samkvæmt Alþjóða heilbrigðis­ stofnuninni, er áætlað að 300.000 dauðs föll verði á hverju ári í heiminum vegna of þyngdar og offitu. Of­ fita getur leitt til ýmissa heilsufarslegra vanda­ mála eins og aukinnar hættu á hjartasjúkdómum og sykursýki. Þá eykst líka hættan á krabbameini og sýkingum úr mat. Að auki er sagt að aukin neysla á kjöti valdi ójafnvægi í vistkerfinu þar sem meiri fjöldi dýra drepist til manneldis. Samkvæmt skýrslunni eru 56 milljarðar landdýra drepin á hverju ári til að mæta eftirspurn eftir kjöti en yfir 9 milljörðum dýra er slátrað á hverju ári í Bandaríkjunum einum. Tölur landbúnaðar ráðu­ neytis Banda­ ríkjanna leiddu í ljós að um 9,59 milljörðum land­ dýra var slátrað til manneldis á árinu 2018. Í löndum Evrópu og Norður­ Ameríku er kjötneysla mun meiri en þróunarríkjum eins og Indland, Kína og Brasilíu. Vegna trúarástæðna eru 31% af íbúum Indlands taldir vera grænmetisætur, en í Evrópu eru þær aðeins taldar vera um 10%. Óspennandi eftirlíkingar af fæðu úr dýraríkinu Með aukinni eftir­ spurn eftir heilbrigðum og umhverfis vænum afurðum er gert ráð fyrir því að vöxtur verði í greinum sem framleiða jurtafæði. Hins vegar eru vörur sem reyna að líkja eftir eiginleikum á kjötvörum oft mjög óaðlaðandi, eru mikið unnar og innihalda margvísleg aukefni. /HKr. VATN, HÚSASKJÓL OG BETRI HEILSA MEÐ ÞINNI HJÁLP! • Valgreiðsla í heimabanka: 2.500 krónur • Söfnunarsími 907 2003: 2.500 krónur • Framlag að eigin vali á framlag.is • Söfnunarreikningur 0334-26-50886 kennitala 450670-0499 HJÁLP TIL SJÁLFSHJÁLPAR Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna – Action by Churches Together UTAN ÚR HEIMI Spáð er að velta á kjötmarkaði í heiminum aukist árlega um 14,8% fram til 2026 – Framleiðsla á eftirlíkingum af dýraafurðum ekki talin sérlega aðlaðandi Matvælaframleiðendur í Noregi: Skylt að skrá matarsóun Frá og með 2020 verður mat- vælaframleiðendum í Noregi skylt að skrá matarsóun og verður það á höndum landbún- aðarstofnunar þar í landi að halda utan um skráningar og tölfræðina. Fyrst um sinn verða framleiðendur í garðyrkju að skrá til hagstofunnar þar í landi á meðan sölufélög og pökkunar- aðilar skrá til landbúnaðarstofn- unarinnar. „Nú þegar höfum við skráningar úr matvælageiranum og sem snýr að sóun á korni. Við reynum að framkvæma þetta á eins einfald­ an hátt og mögulegt er en það er mikilvægt að líta á skráningarn­ ar sem sjálfboðavinnu því það er allra hagur að kortleggja sóunina. Markmiðið er jú að minnka matar­ sóun sem lið í því að ná sjálfbærn­ ismarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en einnig fyrir norskan landbúnað til að ná loftslagsmarkmiðunum,“ útskýrir Harald Weie, deildarstjóri hjá norsku landbúnaðarstofnuninni. Framleiðendurnir munu fá leið­ beiningar við skráninguna sem síðan finna sínar eigin aðferðir við fram­ kvæmdina. Ráðgjafarmiðstöðin þar í landi mun jafnframt útbúa leið­ beiningar eftir þörfum. „Það eru margir sem hafa yfir­ sýn yfir sóunina í dag en nú þarf að skrá þetta allt. Tölurnar eiga að gefa okkur grunn til að minnka sóun og það er hagur fyrir alla aðila. Við reiknum með að þegar líður á árið 2020 getum við gefið út fyrstu tölfræðina til að sjá betur af hverju sóun á sér stað. Með þeim upplýsingum væri síðan hægt að gera betrumbætur,“ segir Harald og bætir við: „Í heildina eru allir aðilar sam­ mála um að þetta sé nauðsynlegt og skynsamlegt en síðan er hægt að hafa skoðanir á því hvernig þetta er útfært. Búið er að ákveða að byrjað verði á framleiðend­ um með agúrkur, gulrætur, lauk, ísbergsalati, eplum, jarðarberjum og kartöflum. Þetta er allt liður í samstarfi innan landbúnaðar um að helminga matarsóun fyrir 2030 eftir sjálfbærnismarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.“ /Bondebladet - ehg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.