Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 47 til varðveislu og þótti safinn einstak- lega bakteríu- og sveppadrepandi og hún kölluð planta eilífðarinnar. Einnig var til siðs í Egyptalandi til forna að hafa með sér aloe-plöntu í jarðarfarir sem tákn um eilíft líf. Þegar plantan blómstraði var það merki um að hinn látni hefði lokið hættulegri siglingu gegnum undir- heima og náð að ströndum Duat eða handan heimsins. Á papírus frá borginni Eber og 1550 árum fyrir kristburð er talað um að aloe sé bólgu- og kvalastill- andi. Súmverskar leirtöflur frá borginni Akkad frá því milli 2100 og 2200 fyrir Krist benda til notkun- ar á aloe til lækninga. Heimildir frá svipuðum tíma frá borginni Nippur í Mesapótamíu benda til svipaðra nytja auk þess sem þar segir að hin guðlega planta aloe sé góð til að hrekja út illa anda og djöfla sem tekið hafa sér bólfestu í líkama manna. Plöntunnar er getið á Athar- vaveda-ritum Hindúa frá um 1200 fyrir upphaf okkar tímatals og hún kölluð þögli græðarinn. Alexander mikli, uppi 356 til 323 fyrir Krist, þekkti til græðandi eig- inleka plöntunnar og flutti með sér aloe-plöntur í pottum á vögnum í landvinningaferðum sínum. Sagt er að Alexander hafi særst illa af ör og sárið gróið illa þar til það var smurt með aloe-safa. Aristóteles, kennari Alexanders, sannfærði hann í fram- haldinu um að hernema Socotra- eyjar í Indlandshafi og tryggja sér þannig nógan aðgang að aloe og freskum safa plöntunnar til að græða sár hermanna sinna. Rómverjar þekktu græðandi mátt plöntunnar og rómverski grasafræðingurinn og læknirinn Pedanius Dioscorides sem var uppi á tíma Nerós keisara ferðaðist um Austurlönd til að kynna sér plöntu- lækningar. Í lækningabók sinni De Materia Medica segir hann aloe vera eina af sínum uppáhalds lækningaplönt- um og ráðlegg- ur hana við margs konar mannameinum eins og sárum, iðraverkjum, bólgum í gómi, liðverkjum, húð- kláða, sólbruna og hárlosi. Pliny eldri, 23 til 79 fyrir Krist, segir í nátt- úrufræði sinni að besta leiðin til að lægja blæðandi niðurgang sé að sprauta aloe- smyrsli upp í enda- þarminn. Talið er að plantan hafi borist til Kína og annarra Austurlanda fjær með kaupmönn- um eftir Silkileiðinni. Kínverski stjörnufræðingurinn Shi-Shen, sem meðal annars rannsakaði loftsteina og var uppi á fjórðu öld fyrir Krist, þekkti til plöntunnar. Hann sagði að aloe-plantan væri hluti af dag- legu lífi Kínverja og að hún skap- aði samhljóm í tilverunni. Markó Póló sagði frá plöntunni í ferðabók sinni og sagði hana mikið notaða til lækninga í Austurlöndum fjær. Plantan er einnig í hávegum höfð í Japan og kölluð konunglega jurtin og samúræjar notuðu safa hennar sem græðandi krem. Aloe er getið nokkrum sinn- um í Gamla testamentinu. Í Ljóðaljóðunum 4:14 „nardus og saffran, ilmreyr og kanel, myrru og alóe og allar dýrustu ilmjurtir“, Orðskviðunum 7:17 „Myrru, alóe og kanel hef ég stökkt á hvílu mína.“ og Sálmunum 7:9 „Allur skrúði þinn angar af myrru, alóe og kassíu, þú gleðst af strengleik úr fílabeinshöll- um.“ Grasafræðingar telja að þar sé þó um nafnarugling að ræða og að viðkomandi planta sé ekki aloe- tegund heldur tré sem á latínu kall- ast Aquilaruia malaccens is eða A. agall- ocha en þær plöntur virð- ast ekki hafa íslenskt heiti. Á ensku kall- ast A. malac- ceensis eaglewood tree, aloes wood og paradísar tré í íslenskri þýðingu. Samkvæmt mið-austurlenskri þjóðsögu er aloe-tréð upprunnið í aldingarðinum Eden og eina tréð sem enn er til úr þeim garði. Sagan segir að Adam hafi haft með sér græðling af trénu og gróðursett hann þar sem hann og Eva settust að eftir brott- reksturinn úr Paradís. Nunnan, sjáandinn, tónskáldið og rithöfundurinn Hildigerður frá Bingen, sem var uppi í kringum 1100 eftir Krist, sagði að aloe læknaði margs konar sýkingar, mígreni og græddi sár. Sagt er að Kristófer Kólumbus og fleiri kapteinar hafi haft aloe-plöntur í pottum í löngum siglingum til að græða sár skipverja og vitað er að spænskir Jesúítamunkar á sextándu öld voru duglegir að dreifa plönt- unni á svæði sem hún fannst ekki fyrir. Eftir að Maya-indíánar í Mið- Ameríku kynntust plöntunni í gegn- um kristniboða kenndu þeir hana við æskubrunninn. Nafnaspeki Aloe vera-plantan á sér nokkur sam- heiti á latínu og þar á meðal heiti eins og A. barbadensis, Aloe indica Royle, Aloe perfoliata var. vera og A. vulgaris. Auk þess sem hún gengur undir fjölda alþýðuheita eins og kín- verskt aloe, Indíána eða Barbados aloe, eld aloe og skyndihjálpar plantan. Auk þess sem plantan hefur verið kölluð þögli græðarinn og læknirinn í blómapottinum. Latneska ættkvíslarheitið Aloe er komið úr arabísku alloeh eða hebr- esku halal og þýðir bitur og glans- andi safi eða efni. Tegundarheitið vera þýðir sannleikur. Á íslensku þekkjast heitin blaðlilja, biturblöðungur, remmulilja og er hún líka kölluð alóa. Nytjar Í dag eru unnar margs konar húð- og snyrtivörur og græðandi smyrsl úr plöntunni og úr henni er unnið gel sem er notað í jógúrt, drykkjarvörur og ýmiss konar eftirrétti. Áður fyrr var gel úr plöntunni selt sem hægða- losandi en í dag er það bannað þar sem mikil inntaka á aloe getur verið hættuleg og haft slæmar aukaverk- anir. Reyndar eru fáar ef nokkrar rannsóknir sem sýna að neysla á aloe í gegnum munninn sé holl. Ræktun og umhirða A.vera er vinsæl pottaplanta hér á landi og ætti raunar að vera til á öllum heimilum vegna græðandi eiginleika sinna. Planta er auðveld í ræktun og fátt sem drepur hana nema þá helst ofvökvun. Hún kýs sandblendna og fremur rýra mold, sem má þorna á milli á milli vökvanna, og bjartan stað en ekki endi- lega beina sól og kjörhiti hennar er 15°C plús. Auðvelt er að fjölga plöntunni með hliðarsprotum. Aloe á Íslandi Í öðru bindi Tíðinda um stjórnarmál- efni Íslands 1870 er ská yfir lækn- isdóma, sem lyfsölumenn mega ekki selja með „meiri ávinningi, þegar þeir eru keyptir fyrir borgin útí hönd, og keyptir er eins mikið að vikt, og tiltekið er við hverja vörutegundum sig, og þaðan meira, en 331/3 af hundrað fram yfir það verð, sem þeir fengist fyrir ef þeir væru pantaðir frá kaupmönnum þeim í Hamborg eða Kýbekk, sem selja ótilbúna læknisdóma.“ Í framhaldinu fylgir listi yfir slíka læknisdóma þar sem má finna Aloe eða alóe. Í Búnaðar- ritinu 1894 er grein eftir Stefán Sigfússon sem nefnist Um hina helztu sjúkdóma og kvilla búpen- ings vors, sjer i lagi innvortis, og nokkur ráð og lyf við þeim. Í greininni segir að aloe-tiktúra sé góð við þurr- um og sprungn- um júgrum og spenum. „Sprung ur þær sem skepn- ur títt fá í þurrum og heitum sumr- um, er einkar gott að bera fótafeiti á sem fáeinir dropar af karbólolíu hafa verið látn- ir drjúpa í; svo er og glycerin got til hins sama; en sjeu sprungurnar djúpar, er ráðlagt að „pensla“ þær með „aloe-tinktúri eða fínsteyttu álúni hrærðu í eggjahvítu. Annars er gamalt og gott ráð við öllum sprungum og sárum á spenum vall- humalssmyrsl, er vænta má að allir kunni að búa til.“ Á árunum milli 2000 og 2009 er mikið fjallað um hollustu aloe-af- urða í íslenskum fjölmiðlum, bæði í umfjöllunum og í auglýsingum. Afurðir plöntunnar eru mærðar sem allra meina bót en minna fer fyrir umfjöllun um plöntuna sjálfa enda lítill hagnaður í að selja grunnefnið þegar hægt er að þynna það út og selja dýrara þannig. Ungplöntur af A. ferox sem ætlaðar eru til framleiðslu á húðvörum. Rósetta með hliðarkrönsum. Upp af rósettunni miðri vex blómstöngull eða stönglar sem stundum eru greinóttir og mislangir eftir tegundum. Óþekkt aloe-tegund í Suður-Afríku. Blóm A. ferox eru mörg saman á stöngulendunum, pípulaga, gul, app- elsínugul, bleik eða rauð. Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 GRAFAGRINDUR GOTT ÚRVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.