Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201958 Síðustu ár hefur umræða um sótspor matvælaframleiðslu í heiminum verið töluverð og farið vaxandi. Samhliða hefur verið varið miklum fjármunum til að bæta þekkinguna á raunveruleg- um umhverfisáhrifum af mat- vælaframleiðslunni og er raunar enn í dag mörgum spurningum ósvarað um áhrifin. Ein af áhugaverðari staðreyndum um umhverfisáhrifin er samhengið við sóunina sem verður á þeim mat- vælum sem eru framleidd í heimin- um en samkvæmt skýrslu frá FAO, Landbúnaðar- og Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, þá tapast nærri þriðjungur allrar matvælafram- leiðslu heimsins árlega! Umhverfisáhrif matvælafram- leiðslu heimsins ná með öðrum orðum vissulega til frumfram- leiðslunnar, en þau ná svo sannnar- lega langt út fyrir frumframleiðsl- una einnig og nýverið var haldin áhugaverð ráðstefna í Peking um þessi áhrif, þar sem horft var til sóunarinnar í heildarferlinu, þ.e. frá sjómanninum eða bóndanum og til neytandans, sem og hvað hægt væri að gera til að auka nýtingu almennt séð. Á ráðstefnunni, sem haldin var sem samstarfsverkefni danska umhverfisráðuneytisins og hins kín- verska, voru haldin fjölmörg erindi af fulltrúum umhverfisstofnana, fyr- irtækja og hins opinbera. 122 þúsund milljarðar í súginn árlega! Á ráðstefnunni kom m.a. fram að þegar horft sé til nýtingar þeirra mat- væla sem eru framleidd árlega þá fari einfaldlega allt of mikið af þeim til spillis og hefur FAO reiknað út að líklega megi ætla að verðmætið sem tapist á hverju ári vegna þessa nemi um 990 milljörðum bandaríkjadala eða hvorki meira né minna en 122 þúsund milljörðum íslenskra króna! Þessi gríðarlegu verðmæti felast í því að það verður margs konar sóun á leið matvæla heimsins af landi, vötnum eða sjó og til neytenda. Þessi sóun er þó misjöfn eftir löndum og á meðal hinna þróuðu landa verður mun meiri spilling á matvælum en meðal þró- unarlanda og hjá sumum löndum er sóun matvæla nánast hverfandi! 1,3 milljarðar tonna Samkvæmt FAO reiknast hin árlega sóun á matvælum heimsins vera 1,3 milljarðar tonna en afar misjafnt er eftir flokkum hve mikið er talið spillast árlega. Mest eru það ávextir og grænmeti sem oftast fer til spillis en talið er að 45% framleiðslunnar endi ekki sem matur á borði íbúa heimsins og var nefnt sem dæmi um þessa geigvænlegu sóun að talið er að á hverju ári fari 3,7 trilljónir ætra epla til spillis! Þá er talið að 35% af fiskafurð- um og öðrum sjávarafurðum fari til spillis á hverju ári og þannig er t.d. talið að 8% af öllum veiddum fiski í heiminum sé hent aftur í sjóinn, m.a. vegna einhverra takmarkana á veiðum, en í erindi fulltrúa FAO kom fram að talið er að meirihluti þessara fiska séu annaðhvort dauð- ir, að drepast eða illa særðir og því væri eina vitið að koma með þá að landi og nýta. Fiskveiðikerfi sumra landa komi hins vegar í veg fyrir að sjómenn geti gert það án þess að lenda í vanda. Þegar horft er til kjötsins þá telur FAO að um 20% af öllu framleiddu kjöti í heiminum fari til spillis og að sama hlutfall af olíufræjum, ólífum og belgbaunum fari einnig til spillis árlega. 95–115 kíló á mann Þegar horft er til þess hve mikið spillist af matvælum í heiminum er umhugsunarefni hve mikið fer til spillis á heimilum hinna efnameiri íbúa heimsins. Þannig telur FAO að magnið nemi 95–115 kílóum árlega Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com 0 50 100 150 200 250 300 350 Evrópa Norður-Ameríka og Eyjaálfa Þróuð lönd Asíu Afríka sunnan Sahara Norðurhluti Afríku, Vestur- og Mið Asía Suður og Suðaustur Asía Mið- og Suður Ameríka Matarsóun á íbúa, kg/ári - hlutur framleiðenda og neytenda Framleiðendur, vinnslu-, dreifingar- og söluaðilar Neytendur Þriðjungur matvæla fer árlega til spillis! Nærri þriðjungur allrar matvælaframleiðslu heimsins tapast árlega. Mynd / Vadican News Krafa neytenda um fallegt útlit matvæla leiðir oft til mikillar sóunar. Indónesía: Svínapestin farin að herja á Súmötru – Kallað eftir aðstoð FAO um gerð viðbragðsáætlunar Ekkert lát er á útbreiðslu svína- pestarinnar um heiminn og nú hefur verið staðfest að veikin hafi borist til Indónesíu. Ljóst er að milljónir tonna af svínakjöti munu hverfa af heimsmarkaði á kom- andi misserum vegna veikinnar. Sjúkdómafaraldurseft i r l i t Matvæla- og landbúnaðarstofnunar (FAO) gaf út tilkynningu 12. des- ember ásamt landbúnaðarráðherra Indónesíu að faraldur svínapestar hafi brotist út á Norður-Súmötru. Í tilkynningu FAO kom fram að tilkynnt hafi verið um óeðlilega mikinn fjölda dauðra svína á Norður- Súmötru í september. Yfirmaður dýraeftirlits, sem og yfirstjórn dýraheilbrigðismála í Indónesíu, óskuðu þá eftir ráðleggingum frá FAO um hvernig ætti að hafa hemil á útbreiðslu afrísku svínapestarinnar ASF. Er nú unnið að gerð viðbragðs- áætlunar fyrir Indónesíu. Um 100% dauðatíðni Frá því fyrst varð vart við útbreiðslu afrísku svínapestarinnar í Kína í ágúst 2018, hefur veirusmit borist til allra héraða Kína. Hafa milljónir svína verið drepin til að reyna að hefta útbreiðslu veikinnar sem engin lækning er til við, né bóluefni. Allt hefur komið fyrir ekki og heldur veikin áfram að breiðast út um Asíu. Dauðatíðni smitaðra dýra af ASF veirunni er um 100% samkvæmt gögnum FAO. Kjötskortur leiðir til verðhækkana Vegna skorts á svínakjöti í Kína hafa kínverskir kjötkaupmenn leitað fanga um allan heim til að reyna að tryggja sér heilbrigt svínakjöt. Hefur það þegar leitt til mikilla hækkana á svínakjöti og þar sem fyrirsjáanlega stórt hlutfall af kjöti er að detta út af markaði er verðhækkana líka farið að gæta í öðrum kjöttegundum. Í frétt Global Meat um málið er vísað til Rabobank í Sviss en sér- fræðingar bankans um markað fyrir dýraprótein segja vel fylgst með áhrifum af útbreiðslu svínapestar- innar á fjármálakerfið. Þar er talað um að þótt verð á mörkuðum sé að „batna“ séu enn miklir óvissuþættir, m.a. vegna girðinga sem ríki kunni að setja varðandi innflutning á kjöti til að forðast smit. FAO hefur birt langan lista yfir héruð í Asíu þar sem ASF-smit hefur þegar greinst. /HKr. Kort FAO yfir tilkynningar sem borist hafa um útbreiðslu afrísku svínapest- arinnar (ASF) í Asíu. Risaeðlur og lýs: Fiðraðar og lúsugar Nýlegur fornleifafundur bendir til þess að risaeðlur eða vissar tegundir af þeim hafi verið með fjaðrir og að lýs hafi lifað góðu lífi í og undir fjöðrunum. Vísindamenn hafa verið að rann- saka nýlega fundinn amber-klump frá Búrma, sem talinn er vera að minnsta kosti 99 milljón ára gam- all, og í klumpinum er að finna risaeðlufjaðrir og tíu smádýr sem líkjast lúsum. Við smásjárskoðun má svo sjá að lúsin eða lýs hafa nartað í fjaðrirnar. Fundurinn er meðal annars áhugaverður fyrir það að þetta er elsta þekkta dæmið um lýs eða lúsalík kvikindi sem éta fjaðrir og færir tilkomu þeirra aftur um 55 milljón ár. Tegundin, sem hefur verið óþekkt fram til þessa, hefur fengið latneska heitið Mesophthirus engeli og eru kvikindin sem fundust 0,14 til 0,23 millimetrar á lengd en áætlað er að fullvaxin ættu þau að ná um 0,5 millimetrum að lengd. Þau eru vængjalaus, kjaftur þeirra er sagð- ur sterkbyggður og með að minnsta kosti fjórum tönnum. /VH Lúsin Mesophthirus engeli sem lifði á risaeðlum fyrir um 99 milljónum ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.