Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201936 SAGA&MENNING slegið í gegn hjá ferðamönnum Manngerðir hellar eru víða á Suðurlandi en þeir hellar sem eru mest í umræðunni um þessar mundir eru hellarnir við Ægissíðu við bæinn Ægissíðu sem stendur við Ytri-Rangá rétt áður en komið er að Hellu. Hellarnir hafa verið opnaðir almenningi þar sem hægt er að fá skemmtilega og fróðlega leiðsögn um þá. Einnig eru stundum óvæntar uppákomur í hellunum, t.d. tónleik- ar, sögulestur og fleira í þeim dúr. Ægissíða hefur um aldir verið vinsæll áningarstaður en staðurinn var m.a. miðstöð vöru- og póstflutn- inga fyrir sveitina, auk þess sem fyrsta símstöðin á svæðinu var reist á bænum árið 1909. Margrét Blöndal fjölmiðla- kona er markaðsstjóri hellanna við Ægissíðu og Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur ólst upp á bænum. Þau svöruðu nokkrum spurningum um hellana og allt það sem þeir hafa upp á að bjóða. Dularfull og spennandi saga „Saga hellanna er bæði dularfull og spennandi, ekki síst vegna þess að enginn veit með vissu hver gerði þá og hvenær. En sé vitnað í sunn- lenskar munnmælasögur, sem sumir rekja til Einars Benediktssonar, þá eru hellarnir verk Kelta sem voru hér fyrir þegar norrænir menn námu land. Okkur finnst spennandi að velta þeim möguleika fyrir okkur því það er margt í hellunum sem bendir til þess að þeir hafi verið bústaðir kristinna manna fyrir langa, langa löngu. Má þar nefna sem dæmi að í Fjóshelli er að finna einstaka krossa, höggna í bergið, sérstakar ristur sem enginn kann skil á og fagurlega höggvin sæti sem augljóslega hafa verið ætluð höfðingjum,“ segir Margrét. 12 hellar á jörðinni Þegar Margrét er spurð hvernig hellar þetta séu og hvað þeir eru margir kemur fram hjá henni að þetta séu manngerðir móbergs- hellar og alls er vitað um 200 slíka frá Ölfusi að Vík í Mýrdal. Þeir eru misstórir og flestir á milli Þjórsár og Ytri-Rangár. Elstu heimildir um manngerða hella á Íslandi eru í Jarteinabók Þorláks helga frá 1199 og fyrstu skráðu heimildir um hellana á Ægissíðu eru í þulu sem Guðlaug Stefánsdóttir í Selkoti á að hafa farið með fyrir Vigfús Þórarinsson sýslumann í lok 18. aldar þar sem hún nefnir átján hella á Ægissíðu. „Nú er vitað um 12 hella á jörðinni og þar af 10 rétt við bæjarhólinn. Þeir bera nöfn eins og Hlöðuhellir, Fjárhellir og Lambahellir, svo ein- hverjir séu nefndir, og heiti þeirra vísa til þess hvernig þeir voru nýtt- ir á síðari öldum. Fjóshellir var þó ekki fjós heldur hlaða og úr honum voru göng upp í fjósið sem stóð uppi á bæjarhólnum. Einn hellanna, Kirkjuhellir, dregur nafn sitt af því að í honum er fagurlega höggvin hvelfing sem minnir helst á kirkju- hvelfingu. Því miður er ekki óhætt að fara inn í hann í dag en það stend- ur til bóta,“ segir Margrét. Geymslur fyrir saft, sultur og jarðávexti Baldur segir að hellarnir hafi að- allega verið notaðir fyrir búfénað, hey og matvæli og einn þeirra, Skagahellir, var notaður sem íshús eða frystigeymsla á þriðja áratug 20. aldar. „Þá var refabú á Ægissíðu og hellirinn notaður til að geyma fóður fyrir refina, aðallega kjöt og svo að það skemmdist ekki var hafður ís í hellinum. Og það var þekkt víðar að nota hella sem íshús, þá var snjó mokað ofan í þá að vetri og mat- vælin geymd í snjónum. Allt þar til nýlega voru hellarnir geymslur fyrir saft og sultur og jarðávexti sem voru ræktaðir á bænum. Hellarnir voru öldum saman nýttir af bændum á Suðurlandi og gríðarleg búbót og spöruðu bændum kostnaðarsamar húsbyggingar,“ segir Baldur. Gamall draumur að rætast Baldur er spurður að því hvað varð til þess að fólkið á Ægissíðu fór að grafa hellana út og koma þeim í „umferð“ aftur? „Já, það hefur lengi verið draumur minn að standsetja hellana og gera þá aðgengilega á ný. „Það vill svo skemmtilega til að það var einmitt Margrét sem kom að máli við mig og spurði hvort við ættum ekki að fjalla um hell- ana þegar hún var að vinna að sjón- varpsþáttunum Að sunnan á N4.“ Margrét kemur þá hér inn í spjallið: „Baldur fór með mig og Sighvat Jónsson, sem vann þessa þætti með mér, í Fjóshelli og það má segja að ég hafi heillast upp úr skónum á svipstundu. Það er magnað að koma þarna inn og það fyrsta sem mér datt í hug var að við yrðum að fá manninn minn til að búa til ein- hvers konar tónleika í þessum helli. Annaðhvort með kór eða hljóm- sveit eða bara bæði. Hellirinn minn- ir mest á samkomusal eða einhvers konar félagsheimili og hrifningin minnkaði ekki þegar Baldur fór svo að segja sögu hellanna, enda er hún ævintýralega spennandi og beið þess að verða sögð sem flestum.“ Afi Baldurs sýndi gestum hellana Baldur ólst upp við hellana og skottaðist þar um með afa sínum. Hvaða minningar koma fyrst upp í hugann þegar hellarnir eru nefndir í hans eyru? „Já, þetta er rétt, ég var mikið með afa í hellunum því mikill fjöldi ferðamanna kom að skoða hellana á hverju sumri meðan afi gat haldið hellunum við. Hann var iðinn við að sýna gestum hellana og ég var oft með enda drakk ég í mig sögur hans um landnámið fyrir landnám þegar Keltar byggðu Suðurland áður en norrænir menn numu land. Afi fór gjarnan með ferðamenn í alla hellana við bæjarhólinn og gaf sér góðan tíma til að sannfæra alla gesti um sannleiksgildi sögunnar. Það var ekki efi í nokkru hjarta um tilburð hellanna þegar hann kvaddi á bæjarhlaðinu,“ segir Baldur. Útlenskt góðgæti í laun Þegar Baldur var beðinn um að rifja upp einhverja skemmtilega sögu – Margrét Blöndal markaðs- og verkefnisstjóri og Baldur Þórhallsson, sveitastrákur frá Ægissíðu, segja frá Hellunum Baldur Þórhallsson og Margrét Blöndal, sem hafa yfirumsjón með markaðssetningu á hellunum við Ægissíðu við Hellu. Skemmtilegt verkefni sem þau halda vel utan um með sínu fólki. Mynd / Hellarnir við Hellu. Fólk að skoða sig um í Hlöðuhelli en hann er tengdur Fjárhelli með göngum. Framan af 20. öld voru hellarnir tveir notaðir, eins og nöfnin benda til, sem hlaða og fjárhús. Árið 1927 voru grafin 10 metra göng milli Hlöðuhellis og Fjárhellis. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, er heillaður af hellunum við Ægissíðu enda notar hann hvert tækifæri þegar hann er með gesti að fara og skoða hellana. Í sumar mætti hann m.a. með samstarfsráðherra Norðurlanda og þeirra embættismenn í skoðunarferð um hellana. Hér er hann með Ólöfu Þórhallsdóttur, systur Baldurs. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.