Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201924 GLÍMT VIÐ NÁTTÚRUÖFLIN Ábúendur á Vöðlum í Önundarfirði eru vel settir með varaafl þegar óveður dynja yfir: Lítið mál að skella inn varaafli ef eitthvað bjátar á – „Ég á í raun tvær varadísilstöðvar,” segir Árni Brynjólfsson bóndi og hrósar um leið fyrirhyggju Orkubús Vestfjarða Árni Brynjólfsson og Erna Rún Thorlacius búa á Vöðlum í Önundarfirði með um 50 mjólk- andi kýr. Óveðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku olli þeim þó engum teljandi vandræðum. Árni sagði að óveðrið í síðustu viku hafi ekki verið að plaga þau neitt að ráði miðað við það sem heyrð­ ist af vanda bænda á Norðurlandi. Hann segir að ekki hafi heldur borið á truflunum í afhendingu rafmagns frá Orkubúi Vestfjarða. Hrósar Orkubúinu fyrir fyrirhyggju „Hjá Orkubúinu ákváðu þeir að ræsa tímanlega varaaflsstöðina í Bolungarvík til að hafa allt til reiðu ef bilanir yrðu á línum. Þeir eiga hrós skilið fyrir að sýna þá fyrirhyggju. Það datt því ekkert út rafmagnið hér hjá okkur þótt einhverjar trufl­ anir hafi verið á Þingeyri og víðar í Dýrafirði.“ Vel sett með varaafl Árni segist reyndar búa vel hvað varaafl varðar, bæði hvað varðar raforku fyrir mjaltaþjón og aðra starfsemi. Við bæinn er lítil vatns­ aflsvirkjun sem búin er að þjóna bændum á Vöðlum síðan 1952. Hún hentar samt ekki til að knýja mjaltaþjón. „Hún dugar ekki nema fyrir gamla bæinn, en hann var aldrei tengdur við veitukerfið. Virkjunin dugði hins vegar ekki fyrir þau hús sem ég hef byggt og þau eru tengd við veiturafmagn frá Orkubúinu. Þá keypti ég nýja varaaflsstöð um leið og ég keypti róbótinn.“ Segir Árni að ekki hafi verið verjandi annað en að vera með öruggt varaafl á staðnum, enda hafi það nánast verið fastur liður í Önundarfirði og víðar á Vestfjörðum á hverjum einasta vetri á árum áður að rafmagnið dytti út. Jafnvel oft yfir veturinn. Mikilvægt að missa kýrnar ekki út úr rútínu „Það vita það allir sem þekkja inn á kýr að ef menn missa þær niður í nyt vegna þess að ekki er hægt að mjólka, þá eru menn búnir að tapa tekjunum af þeim kúm þar til eftir næsta burð. Einhverjar kunna að jafna sig að hluta eftir slík áföll en obbinn af kúnum missir nyt. Það er allavega mín reynsla,“ segir Árni. „Það er búin að vera varaafls­ stöð hér allan minn tíma í búskap. Reyndar var komin varaaflsstöð hér fyrir gamla fjósið áður en róbótinn kom. Þannig að ég á í raun tvær vara­ dísilstöðvar. Ég hef alltaf getað snúið lykli og sett í gang varaaflið ef rafmagnið hefur farið eitthvað úr skorðum í veitukerfinu. Svo er rofi við raf­ magnstöfluna þar sem ég skipti á milli. Þannig hafa slíkar truflanir engin áhrif á okkur.“ Margt búið að gera til úrbóta í flutningskerfinu „Þeir mega samt eiga það hjá Orkubúinu að það hefur verið margt gert til úrbóta á þeim 30 árum sem ég hef stunda hér búskap. Það er búið að leggja jarðstrengi á verstu köfl­ unum þar sem línur voru gjarnar á að gefa sig og staurastæður að fara í snjóflóðum.“ Byggja nýtt haughús og aðstöðu fyrir nauta- og kvígauppeldi Þau hjón hafa verið að byggja nýtt haughús við fjósið á Vöðlum. Ofan á því er hugmyndin að vera með uppeldisfjós fyrir naut og kvígur sem ekki hefur verið mögulegt að ala hingað til. Þannig munu þau hjón væntanlega styrkja tekjugrunn bús­ ins. Árni segist að öðru leyti ekki ætla að bæta við sig mjólkurkúm nema það sem núverandi fjós býður upp á. Þau hjón eru líka vel sett hvað moksturstæki varðar þótt hressi­ lega snjói. Er Árni með snjóblásara til taks sem mikið var nýttur fyrir Vegagerðina meðan hann stundaði þar verktöku á vetrum. Öll mjólkin frá Vöðlum fer nú beint til vinnslu hjá Örnu í Bolungarvík. Hefur sú mjólkur­ vinnsla mjög verið að sækja í sig veðrið og nýtir hún nú meiri mjólk en framleidd er á Vestfjörðum. Þar vonast menn líka til að við tilkomu Dýrarfjarðarganga opnist leið til að liðka fyrir flutningum og stytta leið með mjólk af Barðaströndinni. /HKr. Árni Brynjólfsson, bóndi á Vöðlum, algallaður að sinna útiverkum. Árni er líka vel tækjavæddur til snjó- moksturs. Víða fennti hressilega í óveðrinuná dögunum. Þessa mynd tók Guðrún Lárusdóttir, bóndi í Keldudal í Skagafirði. Við sérhæfum okkur í þinni starfsemi Óskum bændum, búaliði og landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum kærlega fyrir viðskiptin á liðnu ári og hlökkum til áframhaldandi samstarfs. Stjórn og starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins Gunnhildur Gylfadóttir á Steindyrum og mæðgurnar á Klaufabrekkum, þær Jóna Heiða Gunnlaugsdóttir og Soffía Hreinsdóttir, sóttu geitur upp í Urða- björg, en þær höfðu sökum óþægðar ekki skilað sér til byggða í haust. Myndir / Hjálmar Herbertsson Nokkrar geitur á tveimur bæjum í Svarfaðardal, Steindyrum og Klaufabrekkum, ganga saman í fjalli ofan þeirra á sumrin. Þær höfðu ekki náðst heim í haust sökum óþægðar og staðsetningar í klettum. Eftir að óveðrinu sem skall á í síðustu viku slotaði fóru þau fjögur af stað að sækja þær, Gunnhildur Gylfadóttir á Steindyrum og mæðg­ urnar á Klaufabrekkum, þær Jóna Heiða Gunnlaugsdóttir og Soffía Hreinsdóttir. Með í för var Hjálmar Herbertsson. Geiturnar voru upp við Urðabjörg og náðust þar. „Þær óþægustu tvær voru bundnar saman svo þær gerðu nú ekkert af sér á heimleiðinni. Steindyrageiturnar eru með bjöllur sem hljómuðu jólalega á leiðinni niður en við bættist hljómurinn í snjókleprunum á þessum greyjum,“ segir Gunnhildur. Geiturnar eru nú allar komnar á hús og hinar spræk­ ustu. /MÞÞ Sóttu geitur upp í fjall eftir að óveðri slotaði Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 9. janúar 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.