Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 37 Heyþyrla? Við hjá Ergo erum engir sérfræðingar í heyverkun en við fjármögnum hins vegar heyþyrlur. Við fjármögnum flest milli himins og jarðar. Kynntu þér möguleikana á ergo.is eða sögur úr hellunum, sem hann er til í að deila með lesendum blaðsins, kom hann með þessa sögu: „Við krakkarnir á bænum hófum snemma að sýna gestum hellana þegar afi komst ekki frá vegna anna við búskapinn. Ég held að ég hafi ekki verið nema um 5 eða 6 ára þegar ég hóf að sýna Íslendingum sem og útlendingum hellana. Ég fór einfaldlega sama rúntinn og afi, sagði sömu sögurnar á íslensku að sjálfsögðu eins og hann og allir skildu. Þetta var þónokkur útgerð hjá okkur krökkunum á sumrin og oft viku útlendingar að okkur aur og nokkru magni af útlensku góðgæti.“ Fjölbreyttir viðburðir í hellunum Ýmsar skemmtilegar uppákomur hafa verið haldnar í hellunum, sem vekja alltaf mikla athygli, og góð aðsókn. „Já, okkur langar til að miðla sögu hellanna á margvíslegan hátt. Bæði með hefðbundnum skoðunarferðum og líka með því að efna til alls konar viðburða, fyrir börn og fullorðna. Við fögnuðum vetri fyrsta vetrardag og fengum Karlakór Hreppamanna, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Aðalheiði Þorsteinsdóttur og Bjarna Harðar­ son til liðs við okkur það kvöld og það gekk allt ljómandi vel,“ segir Margrét og bætir við: „Hlöðuhellir hefur meiri hljóm en Fjóshellir en báðir henta vel fyrir alls konar uppákomur. Við höfum líka verið með rannsóknar­ leiðangra og jólaævintýraferðir fyrir börn og á nýja árinu verða alls kyns tónleikar, draugasögukvöld og svo mætti lengi telja. Við verð­ um líka með jólaferðir í hellana um hátíðirnar og sú leiðsögn verður á ensku og einkum ætluð erlendum gestum sem ekki þekkja Grýlu og hennar lið.“ Fjölskylduverkefni númer eitt, tvö og þrjú – En hvað með kostnaðinn við að gera hellana upp, er það ekki dýrt dæmi? „Hellaverkefnið er fjölskyldu­ verkefni, þar sem allir leggjast á eitt að standsetja og gera hell­ ana aðgengilega. Öll þessi vinna er unnin í nánu samstarfi við Minjavernd og ekki síst Ugga Ævarsson, Minjavörð Suðurlands, sem hefur reynst okkur einstak­ lega vel. Og jú þetta er dýrt og við höfum fengið styrki bæði frá Minjavernd og Samtökum sunn­ lenskra sveitarfélaga. „Svo megum við til með að nefna heimafólkið okkar, íbúa á Hellu og nærsveit­ unga. Það er alveg sama við hvern við tölum, allir eru boðnir og búnir að leggja okkur lið með ýmsum hætti og það er ómetanlegt,“ skýtur Margrét inn í. Allir heillast af hellunum – Þá er tilvalið að spyrja út í upplifun fólks sem fer í hellana, hvernig er hún? „Við höfum ekki enn hitt þann ferðamann, íslenskan eða útlend­ an, sem ekki heillast af hellunum. Þeir eru svo óvenjulegir og það er ekki hægt að ímynda sér hvað bíður þegar maður fer inn í fyrsta hellinn, og svo þegar sögurnar bætast við verður þetta einstök upplifun og ólíkt öllu öðru,“ segir Margrét. Hafa staðist alla jarðskjálfta – Jarðskjálftar af ýmsum stærðum og gerðum hafa verið á Suðurlandi í gegnum aldirnar. Hvernig hafa þeir farið með hellana við Ægissíðu? „Það er stórmerkilegt að allir þessir tólf hellar á Ægissíðu hafa staðið af sér Suðurlandsskjálfta í gegnum aldirnar. Móbergið gefur sig ekki svo glatt. Það er helst að hlaðna forskála og strompa þurfi að endurbæta eftir jarðhræringar og veðrun. Sunnlenska rigningin bítur meira á hleðslurnar en skjálftarnir,“ segir Baldur og hlær. Fjölmörg ævintýri fram undan – Að lokum eru Margrét og Baldur spurð út í framtíð hellaverkefnisins, hvert þau stefna með verkefnið. „Já, þú segir nokkuð, það eru ýmis ævintýri fram undan og margar hugmyndir á lofti og nú erum við að vinna að því að kynna hellana. Við viljum vanda okkur í hverju skrefi og vonum að sem flestir eigi eftir að koma og uppgötva þessa leyndardóma. Við höfum þegar gert fjóra hella aðgengilega fyrir gesti og gangandi og meðal þeirra eru tveir stærstu og glæsilegustu hellarnir. Sé litið til lengri tíma þá liggur fyrir að sækja um fjármagn til að endurbæta þrjá hella til viðbótar; Kirkjuhelli, Brunnhelli og Hrútshelli, sem allir hafa sína sögu að segja. Þar þarf að endurhlaða forskála og byggja upp strompa,“ segir Baldur og Margrét biður um lokaorðin: „Við tökum fagnandi á móti hópum sem vilja koma í heimsókn og það er hægt að hafa samband við okkur t.d á síðunni „Hellarnir við Hellu“ á Facebook og panta ferð þar með leiðsögn og einnig með því að fara á heimasíðuna okkar, www.cavesof­ hella.is. /MHH Séð inn í Fjóshelli, sem er ásamt Hlöðuhelli meðal stærstu manngerðu hella sem vitað er um á Íslandi. Hellirinn var ekki notaður sem fjós eins og nafn hans bendir til heldur var hann notaður sem hlaða fyrir fjósið á Ægissíðu fram til ársins 1975. Mynd / Hellarnir við Hellu. Sönghópurinn Öðlingar í Rangár- vallasýslu hefur margoft sungið í hellunum við ýmis tækifæri, undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarsson- ar. Strákarnir segja hljóminn góðan í hellunum og alltaf jafn gaman að syngja þar. Mynd / MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.