Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201916 Fiskur gegnir mikilvægu og vax- andi hlutverki í fæðuöflun jarðar- búa. Heimsaflinn hefur verið nokkuð stöðugur um langt árabil en hlutur fiskeldis eykst jafnt og þétt. Eldið var komið í 47% af heildarframboði í fyrra og stefnir í tæp 49% í ár. Alþjóðamatvælastofnunin (FAO) heldur utan um tölur um heims- framboð á fiski. Í skýrslu frá FAO sem út kom fyrr á þessu ári segir að heimurinn hafi haft til ráðstöf- unar 178 milljónir tonna af fiski á árinu 2018. Er það um 2,2% aukning frá árinu 2017. Svona til að setja þessar tölur í samhengi þá veiddu Íslendingar tæpar 1,3 milljónir tonna af fiski árið 2018. Heimsframboðið árið 2018 skiptist þannig að 94,5 milljónir tonna koma frá hefðbundn- um fiskveiðum og 83,2 milljónir tonna frá fiskeldi. Í þessari grein verður gluggað í nokkrar tölur FAO um fiskveiðar og fiskeldi, svo sem heildarmagn og hverning skipting er milli landa og einstakra tegunda o.fl. Nýjar tölur liggja ekki fyrir í öllum tilvikum og því er ýmist verið að fjalla um árin 2018, 2017 eða 2016. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að orðið „fiskur“ í skýr- slu FAO er til einföldunar gjarnan notað sem safnheiti yfir ýmsar aðrar tegundir en fisk, svo sem rækjur, krabba, skeljar o.fl. Veiðar á sjáv- arspendýrum eru ekki inni í þessum tölum. Hátt verð og mikil verðmæti Samkvæmt tölum FAO var afla- verðmæti veiða og verðmæti eldis í heiminum metið á um 362 milljarða dollara árið 2016, eða tæpa 45 þús- und milljarða íslenskra króna. Þar af var verðmæti eldis 232 milljarðar dollara, tæpir 29 þúsund íslenskir milljarðar. Vegna mikillar eftirspurnar var verð á fiskafurðum hátt árin 2017 og 2018. Í skýrslu FAO er birt þróun vísitölu fiskverðs síðustu áratuga. Hún fór í hæstu hæðir frá upphafi mælinga í mars í fyrra en lækkaði lítillega þegar leið á árið. Verðþróunin á síðasta ári var þó ekki öll á einn veg, verð á eldisfiski lækk- aði að meðaltali en verð á villtum fiski hækkaði. Verð í byrjun árs 2019 var enn hátt í sögulegu samhengi. Viðskiptastríð milli Kína og Bandaríkjanna og Brexit hafa skapað óvissu um við- skipti með fisk í heiminum á þessu ári. Eldisfiskur 53% Megnið af heimsframboði á fiski fór til manneldis, eða um 88% af heild árið 2018. Restin fór í framleiðslu á fiskimjöli eða var ráðstafað á annan veg. Fiskneysla í heiminum hefur aukist gríðarlega. Árið 1961 sporð- renndi hver maður einungis 9 kílóum að meðaltali en neyslan er nú komin í 20,4 kíló á mann á ári. Neyslan hefur því meira en tvöfaldast á þessu tímabili. Fiskneysla á mann skiptist þannig að 9,5 kíló koma frá veiðum en 10,9 kíló koma frá eldi. Eldisfiskur er þannig kominn í 53% af fiskneyslu jarðarbúa. Ráðstöfun á fiski til mjöl- framleiðslu minnkar hlutdeild veið- anna í fiskneyslunni. Ekki liggja fyrir nýlegar tölur um fiskneyslu Íslendinga. Oft er vitnað til könnunar sem gerð var fyrir allnokkrum árum sem sýndi að neyslan væri 46 grömm á dag sem gera tæp 17 kíló á mann á ári. Samkvæmt því er fiskneysla hjá fiskveiðiþjóðinni Íslandi undir meðaltali í heiminum. Ansjósur oftast í fyrsta sæti Þótt FAO hafi birt gögn um áætl- aðan heildarafla á árinu 2018 þá þarf að fara til ársins 2016 til að fá nánari upplýsingar um skiptingu afla á einstakar tegundir og veiði- þjóðir. Ansjósa við Perú hefur um langt árabil verið mest veidda fisktegund í heiminum. Hún lenti þó í öðru sæti á heimslistanum 2016, með tæp 3,2 milljónir tonna, vegna slæms ástands stofnsins af völdum veðurfyrirbærisins El Nino. Það ár var alaskaufsi í fyrsta sæti með tæp 3,5 milljónir tonna. Í þriðja sæti var randatúnfiskur með rúm 2,8 milljónir tonna. Þetta er sá túnfiskur sem við kaupum aðallega í dósum. Ansjósustofninn rétti úr kútnum, að minnsta kosti um stundarsakir. Samkvæmt opinberum tölum í Perú nam veiðin 6 milljónum tonna árið 2018, sú mesta á sex árum. Ef við horfum á tegundir sem Íslendingar þekkja best þá veiddust rúmar 1,6 milljónir tonna af síld í heiminum, þar af tæpar 1,5 milljónir tonna í Norðaustur- Atlantshafi. Þorskur skilaði rúmum 1,3 milljónum tonna. Kínverjar veiða mest Kína ber höfuð og herðar yfir aðrar fiskveiðiþjóðir. Kínverjar veiddu um 15,5 milljónir tonna af fiski árið 2016, eða tæp 17% af heildinni. Indónesía er í öðru sæti með tæp 6,2 milljónir tonna. Bandaríkin verma þriðja sætið með um 4,9 milljónir tonna. Perú er ekki í þrem efstu sætum þetta árið vegna ansjósubrests, eins og fyrr er sagt. Þess má geta að Ísland var í 18. sæti á heimslistanum árið 2016, með tæp 1,1 milljón tonna eða um 1,2% af heimsaflanum. Gríðarlegt magn af vatnakarpa Kína er einnig langstærsta landið í eldi á fiski, með yfir helming framleiðslunnar. Ljúkum þessari yfirferð um heimsframboð á fiski með því að líta á framleiðslu á helstu tegundum í fiskeldi á árinu 2017. Í nokkrum efstu sætunum eru tegundir sem Íslendingar þekkja vart nema af afspurn. Vatnakarpi og skyldar tegundir skipa efsta sætið. Framleiðsla á vatnakarpa, sem er ferskvatnsfiskur, nam samanlagt um 28,3 milljónum tonna sem er gríðarlegt magn. Tilapia er í öðru sæti með 5,9 milljónir tonna. Ostrur eru í þriðja sæti með 5,7 milljónir tonna. Rækjur eru í 8. sæti með 5,5 millj- ónir tonna og lax og silungur koma næst á eftir með alls 3,5 milljónir tonna. Um er að ræða hlýsjávar- rækjur sem Íslendingar þekkja sem risarækjur. Spáð er aukinni eftirspurn eftir fiski í framtíðinni og til að anna þeirri eftirspurn þarf að efla fiskeldið enn frekar. Helmingur af fiskneyslu heims kemur frá fiskeldi Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Ef marka má þjóðháttalýs- ingu Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili var aldrei keppst eins mikið við vinnu eins og fyrir jólin. Einkum var lagt kapp á að ljúka við ullarvinnu og prjónaskap á jólaföstunni. Síðasta vikan fyrir jól var kölluð staurvika vegna þess að þá notaði fólk vökustaura til að halda sér vakandi. Staurarnir eða augnteprurnar voru gerðar úr smáprikum ámóta stórum og eldspýtur en stundum var notað svokallað baulubein úr þorskhöfði eða eyruggabein úr fiski. Skorið var inn í beinið til hálfs en það haft heilt hinum megin og á það gerð lítil brota- löm og skinninu á augnlokinu smeygt inn í hana. Stóðu þá endarnir í skinnið og mjög sárt að loka augunum. Jónas segir að húsbændur hafi stundum sett vökustaura á þá sem áttu erfitt með að halda sér vakandi við vinnu síðustu vik- una fyrir jól. Víða þótti til siðs að þrífa allt hátt og lágt fyrir jólin. Menn skiptu um nærföt og stundum var meira að segja skipt á rúmunum og mestu sóðar brutu jafnvel venjur sínar og voru hreinir og vel til hafðir um jólin. Samkvæmt gamalli þjóð- trú lét guð alltaf vera þíðviðri rétt fyrir jólin, til þess að fólk gæti þurrkað plöggin sín fyrir hátíðina og var þessi þurrkur kallaður fátækrar þerri. Til siðs var á mörgum býlum að fara í kaupstað fyrir jólin. Sumir fóru eingöngu til að sækja jólabrennivínskútinn til að eiga til hressingar. Stundum var lagt út í mikla óvissu til að ná í jólaölið og kom fyrir að menn urðu úti í slíkum nauðsynjaferðum. Á flestum bæjum var til siðs að slátra kind fyrir jólin til að eiga nýtt kjöt yfir jólin og mun kindin sú hafa verið kölluð jólaærin. Jónas segir að siður- inn hafi að mestu verið aflagður á Norðurlandi í sinni tíð en í fullu gildi á Vestfjörðum langt fram á hans daga. Að sögn Jónasar voru jólin helgust og mest allra hátíða enda má rekja þau aftur til hinnar elstu og römmustu heiðni á Norðurlöndum og til Germana. Um jólaleyti eru allar ófreskjur og illþýði á ferð og gera allt illt sem þau geta. Tröll og óvættir gengu um og voru Grýla gamla og jólasveinarnir hennar þar fremstir í flokki. Ekki mátti leika sér á jóla- nóttina, hvorki spila né dansa. Til er saga sem segir að einu sinni hafi tvö börn farið að spila spil á jólanótt. Kom þá til þeirra ókunnugur maður og fór að spila við þau, hann hvatti þau til að spila við sig fram eftir nóttu eða þar til eitt barnið fór að raula sálmavers en þá hvarf maðurinn. Þar mun andskotinn sjálfur hafa verið á ferð. Víða mun hafa verið til siðs að kveikja ljós um allan bæinn á jólanótt svo að hvergi bæri á skugga. Þegar búið var að sópa húsið gekk húsfreyjan í kringum og bauð álfunum heim með orðun- um: „Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem veri vilja, fari þeir sem fara vilja mér og mínum að meinalausu.“ Gleðileg jól. /VH STEKKUR NYTJAR HAFSINS Ansjósur við Perú eru alla jafna mest veidda tegundin í heiminum. Samkvæmt opinberum tölum í Perú nam veiðin 6 milljónum tonna árið 2018. Kínversk skip. Kína ber höfuð og herðar yfir aðrar fiskveiðiþjóðir. Kínverjar veiddu um 15,5 milljónir tonna af fiski árið 2016, eða tæp 17% af heildinni. Vatnakarpi og skyldar tegundir skipa efsta sætið í fiskeldi. Framleiðslan nam samanlagt um 28,3 milljónum tonna 2017 sem er gríðarlegt magn. Bænda 9. janúar 2020 Vökustaurar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.