Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 66

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 66
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201966 Kryddaður hörpuskelfiskur með graskersmauki Hér er hátíðlegur forréttur, heil­ næmur með djörfu bragði – hörpuskel með graskersmauki er frábær áramótaforréttur. Hráefni › 8 stórar frystar hörpuskeljar, sem hafa verið affrystar og þerraðar vel › Klípa af uppáhalds sterka kryddinu ykkar; til dæmis chili, cayanne pipar eða sítrónupipar › Sítrónusafi eftir smekk › 1 msk. smjör › 1 msk. ólífuolía Hráefni fyrir graskersmauk › 450 g grasker skorið í teninga › 1/4 tsk. engiferduft eða smá biti ferskur engifer › sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk Hráefni fyrir kínóasalat › 150 g – hægt að nota blöndu af hvítu og rauðu kínóa › 1 msk. ólífuolía › 1/2 tsk. gott edik eða safi og börkur af 1/2 lime › fullt af ferskum kryddjurtum og steinselju eða ferskt salat Aðferð Sjóðið eða bakið graskerið í 15 mínútur eða þar til það er mjúkt. Kryddið með salti, pipar og engifer eftir smekk. Færið yfir í matvinnsluvél og blandið þar til það er slétt. Setjið til hliðar. Sjóðið kínóa í stórum potti í léttsöltuðu vatni í níu mínútur. Tappið af, sigtið og kælið. Blandið kínóa með ólífuolíu, limesafa eða ediki og kryddjurtum. Geymið sem meðlæti og skraut. Kryddið eftir smekk. Undirbúið næst hörpuskelina. Klappið hörpuskelina með eld­ húspappír þar til hún er orðin þurr. Kryddið með sjávarsalti, pipar eða chili­kryddi. Hitið stóra pönnu með ólífuolíu og smjöri, steikið síðan hörpuskelina á hvorri hlið í eina mínútu eða þar til þær eru stökkar og gullnar, en ekki soðnar í gegn. Takið af pönnunni og hvílið á volgum stað í tvær mínútur. Þá klárast þær að eldast í gegn. Berið hörpuskelina fram á graskers­ mauki með kínóasalati til hliðar. Ricotta- og spínatkúlur í tómat-passata sósu › 250 g ricotta ef ekki fæst má blanda saman kotasælu og rjómaost › 2 egg › 1/2 rauðlaukur › 75 g rifinn bragðgóður ostur › 30 g rifinn parmesanostur › 75 g frosið spínat, afþítt › 75 g hveiti › 1/2 tsk. lyftiduft Fyrir sósu › 700 ml passata-sósa (marnir tómatar) › 1/2 bolli sólþurrkaðir tómatar › 4 msk. tómatur mauk › 2 tsk chilisósa (valfrjálst) › 1/2 rauðlaukur, fínt saxaður › 3 negulnaglar › 1/4 bolli saxaður graslaukur, parmesanostur, salt og pipar eftir smekk Aðferð Hitið ofninn í 180 gráður og takið stórt bökunarfat eða eldfasta pönnu með háum hliðum. Blandið saman sósuinnihaldinu í fatið og leggið til hliðar. Blandið saman ricotta, (eða kota­ sælu og rjómaosti) eggjum, lauk, osti og spínati í matvinnsluvél. Tæmið í stóra skál og blandið síðan hveitinu saman við (ekki blanda of mikið saman). Notið síðan litla ísskeið eða matskeið, gerið kúlur og setjið þær í sósuna. Bakið í 35 mínútur. Skreytið með graslauk, parmesan­ osti, salti og pipar. Nautasteik með svepp- aragú Rósrauð steik með sveppum, sem eru ilmandi af jarðsveppaolíu. Hráefni › 3 msk. smjör › 1 hvítlauksrif, saxað › 1/2 tsk. þurrkað majóran › 2 box blandaðir villi- eða íslenskir sveppir skornir í fjórðung › 1/3 bolli kjúklingasoð (vatn og kraftur) › 1/3 bolli þurrt rauðvín › 3 msk. rjómi › 1 1/2 tsk. hnetuolía › Nautasteik eftir smekk hvers og eins › 1/2 tsk. truffluolía (jarðsveppaolía) Aðferð Bræðið smjör á steikarpönnu á miðlungshita. Bætið söxuðum hvít­ lauk og majóran við, léttsteikið í um 30 sekúndur. Bætið sveppum við og ausið yfir með smjörinu. Stráið salti yfir. Hyljið og eldið þar til sveppirnir hafa mallað í um það bil 13 mínútur. Bætið kjúklingasoði, víni og rjóma við og látið sjóða í um fimm mínútur. Kryddið svepp­ ina eftir smekk, með salti og pipar. Hitið þunga miðlungsstóra pönnu á miklum hita þar til hún er orðin vel heit. Bættu hnetuolíu og brúnið kjötið á pönnunni, jafnt á öllum hliðum. Stráið yfir með salti og pipar. Lækkið hitann og eldið eftir smekk í um það bil fjórar mínútur á hlið fyrir miðlungs­ steikt kjöt. Færið steikurnar yfir á diska. Hitaðu sveppina og færið upp á disk með 1/4 teskeið af jarð­ sveppolíu yfir. Margir kjósa að nota ekki hvítan, hreinsaðan sykur, laktósa eða glút­ en. Þetta endurspeglar líka jóla­ borðið hjá sumum sem fara ekki út af braut í desember þótt þeir vilji leyfa sér eitthvað gott. Það er verra að hafa góða samvisku og hugsa um hollari kost í undirbún­ ing jólahátíðarinnar. Trönuberjakaka Þessir sæta og súra terta er fullkomin með kaffi eða te eða sem eftirréttur. Hráefni fyrir hafrabotn › 1 1/4 bolli hveiti › 1 1/4 bolli gamaldags haframjöl › 3/4 bolli púðursykur › 1/4 tsk. salt › 1/2 tsk. matarsódi › 1/2 tsk. kanilduft › 8 msk. saltað smjör, brætt › 2 msk. sítrónusafi Hráefni fyrir toppinn › 1 bolli sýrður rjómi eða grísk jógúrt › 2 tsk. vanilluþykkni › 1/2 tsk. sítrónubörkur og safi › 3 msk. hveiti › 1/2 bolli pakkaður púðursykri › 2 bollar fersk trönuber › 3/4 bolli saxaðar pecan eða valhnetur Hitið ofninn í 180 og smyrjið bök­ unarpönnu. Fyrir haframjölsskorpu: Búið til skorpu með því að þeyta saman hveiti, hafra, púðursykri, salti, matar­ sóda og kanil. Hrærið bræddu smjöri og sítrónusafa saman þar til þetta er vel blandað saman. Dreifið blöndunni jafnt í botninn á bökunarpönnunni. Fyrir toppinn: Blandið saman sýrðum rjóma, vanillu­ þykkni, sítrónusafa og fínt rifnum berki, hveiti og púðursykur. Dreifðu blöndunni yfir skorpuna og því næst ferskum trönuberjum jafnt yfir blönduna og þrýstið létt á blönduna. Dreifið jafnt yfir með söxuðum hnet­ um. Bakið við 170 gráður í 45–50 mínútur, þar til hann er ljósbrúnn. Látið kólna alveg áður en hún er skorin. M atreiðslumeistari Bændablaðsins gefur lesendum hér nokkrar úrvals hugmyndir að veisluréttum um jól og áramót. HÁTÍÐARMATURINN Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Hörpuskel, nautasteik og trönuberjakaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.