Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 20198 FRÉTTIR Afleiðingar svínapestarinnar í Kína hefur áhrif á kjötmarkað um allan heim: „Schnitzel“-viðvörun gefin út í Þýskalandi – Búist við stórhækkunum á beikoni, pylsum og snitsel vegna vaxandi útflutnings til Kína Mikill samdráttur í kínverskri svínakjötsframleiðslu hefur orðið til þess að kjötiðnaðurinn í Þýskalandi varaði á dögunum við hugsanlegum skorti heima fyrir samfara verðhækkunum. Hafa Landssamtök kjötiðnaðar- ins (BVDF) því gefið út það sem nefnt er „Schnitzel-viðvörun“ vegna útbreiðslu afrísku svína- pestarinnar. Þetta er þegar farið að hafa áhrif meðal annars á pylsugerð í þessu landi mestu pysluaðdáenda í heimi. Um helmingi svína hefur verið slátrað í Kína og hefur það hrundið af stað stríði í kjötviðskiptum um allan heim, samkvæmt fréttum þýska blaðsins Bild. BVDF segir að kínversk fyrir- tæki kaupi nú mikið af kjöti erlendis frá til að bæta upp skort á framboði í Kína. Er því orðin umtalsverð umframeftirspurn á svínakjötsmark- aði heimsins. Kína segir að gengið verði á varabirgðir svínakjöts til að halda aftur af verðhækkunum í verslun- um. Hins vegar segja Landssamtök kjötiðnaðarins að þýskir neytendur verði ekki eins heppnir. Pylsuverð fer hækkandi Forseti BVDF-samtakanna, Sarah Dhem, segir að pylsur séu farnar að hækka í verði og atvinnugreinin hafi staðið gegn verðstýringu vegna þess að markaðsaðstæður hafi verið mjög samkeppnishæfar. Það sé nú ekki lengur raunhæft þar sem hart hafi verið lagt að framleiðendum að fara út í dýrar fjárfestingar vegna krafna um aukna dýravelferð og sjálfbærni í búskap. Þetta sé nú allt í hættu. Kínverjar reyna nú að kaupa svínakjöt hvar sem í það næst í heiminum til að mæta niðurskurði í framleiðslu heima fyrir. Þótt verð á svínakjöti í Kína hafi aldrei verið hærra en nú er samt búist við enn frekari verðhækkun vegna aukinn- ar kjötneyslu þegar Kínverjar fagna nýju tungli í janúar. Kjötneysla Kínverja hefur gríðarleg áhrif Kínverjar voru langöflugustu fram- leiðendur á svínakjöti í heiminum á árinu 2018. Þá framleiddu þeir rúmlega 54 milljónir tonna af 120,7 milljóna tonna heildarframleiðslu. Bara við það að þeirra framleiðsla dragist saman á næstu misserum um 45%, eins og spáð hefur verið, vegna svínapestarinnar, þá þýðir það að 24 milljónir tonna hverfa af markaðnum í Kína. Svínpestin er síðan farin að hafa áhrif víða um lönd svo áhrifin geta hæglega orðið mun meiri. Er þetta þegar farið að hafa áhrif til hækkunar á öðrum kjöt- tegundum, eins og á kindakjöti frá Nýja-Sjálandi. Heildarframleiðslan á kindakjöti í heiminum var tæp- lega 14,9 milljónir tonna á síðasta ári og búist er við að hún verði um 15 milljónir tonna í ár. Þá voru nærri 72 milljónir tonna af nauta- og kálfa- kjöti framleidd í fyrra og rúmlega 128 milljón tonna af alifuglakjöti. – Sjá líka frétt á bls 58 /HKr. Ástralir stórefla varnir gegn svínapestinni – Landbúnaðarráðherrann segir gríðarlega mikið í húfi fyrir þjóðarhag Áströlsk yfirvöld hafa lofað að leggja 66 milljónir dollara í varnir til að koma í veg fyrir að afríska svínapestin (African Swine Fever – ASF) berist til landsins. Fjármunirnir munu verða notaðir til að fjölga mannskap í sjúkdómavörnum, taka í notkun sex nýja hunda til að leita uppi smit og taka í notkun tvo nýja þrívíddar röntgenskanna sem verða staðsettir í Sidney og í Melbourne. Þannig hyggjast yfirvöld m.a. reyna að finna vörur sem verið er að flytja inn og geta borið með sér veirusmit, en eru ranglega skráðar. Fjölmargar aðrar ráðstafanir eru fyrirhugaðar til að koma í veg fyrir að smit berist til landsins. Felst það m.a. í auknum kröfum um upplýsingagjöf þeirra sem stunda innflutning til Ástralíu. Milljarða dollara tekjur bænda í húfi Bridget McKenzie, landbúnaðar- ráherra Ástralíu sagði í frétt Global Meat News, að ef smit bærist í svínastofninn í landinu þá myndi það setja 5,2 milljarða tekjur bænda í landinu í uppnám og gæti valdið miklum skaða bæði á einstökum svæðum sem og á landsvísu. Mega ekki við fleiri áföllum Sagði ráðherrann að landbúnaðurinn í Ástralíu hafi verið að berjast við erfiðleika vegna þurrka og mætti alls ekki við áföllum af þeirri stærðargráðu sem svínapestin gæti skapað. „Við flytjum út 70% af öllum landbúnaðarvörum sem við framleiðum og það eru gerðar miklar kröfur til okkar á alþjóðavísu þar sem við höfum gott orðspor vegna hreinnar og öruggrar framleiðslu. Það orðspor byggir á okkar stefnu að halda landinu lausu við faraldra og sjúkdóma. Eins og er er ekki til nein lækning eða lyf við ASF veikinni og um fjórðungur af svínastofni heimsins hefur þegar þurrkast út.“ Tugir tonna af svínakjöti gert upptækt hjá ferðamönnum Engin vitneskja er um að ASF veiran hafi borist til Ástralíu. Hins vegar breiðist svínapestin nú hratt um lönd Asíu og yfirvöld hafa af því miklar áhyggjur. Landbúnaðarráðuneyti Ástralíu gaf út tilkynningu fyrir skömmu að frá 5. nóvember 2018 til 31. ágúst 2019 hafi 27 tonn af svínakjöti verið gerð upptæk sem ferðamenn reyndu að koma með til landsins. Þetta gerðist þrátt fyrir gríðarlega hörð viðurlög við innflutningi ferðamanna á hvers konar matvælum til landsins. Patrick Hutchinson, forstjóri Samtaka ástralskra kjötframleiðenda, fagnaði þeim ráðstöfunum sem áströlsk yfirvöld ætla að grípa til. Þar sé sérstaklega horft til þess að tryggja áfram velvild á erlendum mörkuðum. Hann hefur þó áhyggjur af úrvinnslufyrirtækjum sem eru að framleiða matvörur sem geta verið úr blöndu af bæði innlendu og erlendu hráefni. /HKr. Svínapestarveiran getur lifað árum saman í frosnu og þurrkuðu kjöti: Engar sérstakar ráðstafanir á Íslandi gegn ASF – Innflutningur á hráu kjöti verður heimill um áramót – fólki bent á bann við fóðrun dýra með matarafgöngum Víða um lönd er nú verið að herða varnir gegn útbreiðslu afrísku svínapestarinnar (ASF) sem breiðist nú óðfluga út um heiminn. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er ekki sérstakur viðbúnaður í gangi hér á landi vegna ASF fyrir utan þær ströngu innflutningsreglur sem gilda hér á landi. Þó er búist við auknu eftirliti og upplýsingagjöf samhliða því að breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti taka gildi um áramótin. Matvælastofnun hefur verið að brýna það fyrir svínabændum að gæta fyllstu varúðar til að koma í veg fyrir að smit afrísku svínapestarinnar berist með varningi eða fólki inn á íslensk svínabú. Þá birti MAST í síðasta Bændablaði ábendingu til veiðimanna sem verið hafa erlendis við dýraveiðar að huga vel að sótthreinsun á öllum veiðibúnaði sem komið er með til landsins. Áhyggjur í Evrópu út af villisvínum T h e l m a D ö g g R ó b e r t s d ó t t i r , sérgreinadýralæknir hjá MAST, segir að áhyggjur manna úti í Evrópu og víðar séu mestar vegna hættu á að villisvín dreifi veirunni. Reynslan hafi sýnt að veiran berist gjarnan með kjöti af smituðum dýrum. Oft hafi fólk verið að gefa svínum afganga af slíku kjöti og smitað dýr á þann hátt. Hafa því verið settar upp sér- stakar girðingar á landamærum Danmerkur og Þýskalands til að hefta för villisvína. Þá segir hún að Norðmenn hafi verið að íhuga mögulega útrýmingu villisvína í landinu. ASF-veiran getur lifað árum saman í frosnu kjöti „Vandinn er að veiran getur lifað í mörg ár í frosnu kjöti og einnig í þurrkuðu kjöti. Hér höfum við verið með mjög strangar reglur á innflutningi. Trúlega er tollvarningur þó ekki skoðaður eins gaumgæfilega og æskilegt væri.“ Mikil varúð viðhöfð á íslenskum svínabúum Thelma Dögg segir að miklar varúðarráðstafanir séu viðhafðar á íslenskum svínabúum gagnvart smiti af öllu tagi. Þau eru um 20 talsins og þar eru að hennar sögn líklega einar bestu smitvarnir sem þekkjast í landbúnaði hérlendis. – Hvað með ferðamenn sem koma með skipum eins og ferjunni Norrænu? „Við höfum lagt áherslu á það við fólk að fóðra ekki svín eða önnur dýr með matarafgöngum. Slíkt er bannað. Við munum síðan halda áfram að upplýsa fólk um hættuna þótt hér séu ekki uppi sérstakar ráðstafanir vegna svínapestarinnar,“ sagði Thelma Dögg Róbertsdóttir. /HKr. Afríska svínapestin hefur verið að breiðast hratt út og mun draga úr kjötframleiðslu í heiminum sem nemur tugum milljóna tonna. Mikill ótti er víða um lönd vegna útbreiðslu afrísku svínapestarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.