Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201956 Sváfnir Sveinbjarnarson, fyrrver- andi prófastur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, sendir nú fyrir jólin frá sér endurminningabókina Undir suðurhlíðum sem myndar sjálfstætt framhald bókarinnar Á meðan straumarnir sungu sem út kom 2016. Hér segir frá prestsstörfum í Rangárþingi, félagsmálastarfi og ferðum heima og erlendis. Stærsti hluti bókarinnar eru þó frásagnir bóndans af búsmala og fjallaaferð- um. Séra Sváfnir var samhliða prests- störfum bóndi bæði í Suðursveit og í Fljótshlíð. Hann segir hér hugljúfar sögur af kúm, kindum, hestum og hundum. Við kynnumst undrum málleysingjanna og næmi bóndans og náttúrubarnsins sem hér heldur á penna. Hér er gripið ofan í tvo kafla bók- arinnar, sá fyrri segir frá ævintýrum heima á Breiðabólstað, hinn inni á afrétti Fljótshlíðinga. Hrekkjóttur og ekki gangspor í honum! En ég ætlaði að segja frá Lýsingi með kostum og göllum. Strax sem folald var þessi ljósi fákur eignaður Sveinbirni syni mínum. Og fola- ldið varð að fallegum hesti. Fjögurra vetra var hann settur á tamningar- stöð í tvo mánuði. Einkunnin sem fylgdi honum þaðan var ekki glæsi- leg: Hrekkjóttur, hreinn brokkari, ekki gangspor til í honum. Ekki var á að lítast. Ég tók við honum og reyndi að hreyfa hann daglega. Rétt var það, tveggja mánaða tamning hafði ekki skilað miklu. Raunar frétti ég að tamningin hefði byrjað illa, með byltu knapans, og það líklega oftar en einu sinni. Og eitt- hvað hefði Lýsingur orðið útundan á tamningartímanum, enda mörg hross sem sinna þurfti á stöðinni. Heldur var ég því kvíðinn þegar ég steig fyrst á bak honum. Valdi ég mér stað á stórum bug niðri í gilinu í Vesturengjum, þar sem ekki sást til frá næstu bæjum. Um leið og ég var að komast í hnakkinn byrjaði dansinn, dýfur tvær eða þrjár, með kryppu á hryggnum og hausinn milli fótanna. Mér tókst þó að sitja þetta af mér og festa mig í sessi. Lét Lýsingur þá af þessum kúnstum og reyndi ekki frekari hrekkjabrögð eftir að riðið var af stað. Sagan endurtók sig svo, þó með vægari tilburðum, í hvert sinn er ég steig á bak. En ég var þessu viðbúinn, vandist þessum töktum og réði ferðinni þegar þessi forleikur var afstaðinn. Fáum vikum síðar falaði Magnús Sigurðsson læknir af mér hest til láns í langferð norður um Kjöl og aftur til baka. Féllst hann á að taka Lýsing í þessa ferð og töldum við að þá mundi von til þess að hann léti af kenjum sínum við svo stranga brúkun. Þegar hann kom aftur að norð- an reið ég út að Árbæjarhjáleigu til að sækja hann. Þar hitti ég fyrir Benedikt Árnason leikstjóra, sem löngu síðar varð vinur minn og félagi í Rótarýklúbbi Rang æinga. Vísaði hann mér á Lýsing í hesthúsi þar á hlaðinu. Var hann grannur og renni- legur eftir langferðina og teymdist vel á heimleiðinni. En þegar ég á næstu dögum fór á bak honum brá hann fyrir sig sömu töktum og áður. Ekki bar Magnús honum vel söguna úr ferðinni. Hefði hann verið heldur óþjáll og brokkgengur allan tímann. Eitthvað hélt ég áfram að fást við Lýsing þetta sumar, en lítið virtist um framfarir. Þó komst ég að því að töltspor ætti hann til, þó ekki fengist hann til að flíka því að neinu ráði enn sem komið var. Marga góða stund átti prestur með Lýsingi Þegar leið á næsta vetur fór ég aftur að reyna við Lýsing og hélt því áfram næsta vor og sumar. Og nú bar nýrra við. Þótt hann héldi fyrri sið og væri til alls líklegur þegar stigið var á bak, tók hann að gefa sig til gangs og eflast að vilja eftir því sem á leið. Eftir sumarið fór nærri því að telja mætti hann í flokki gæðinga. Og árið eftir hélt hann áfram að bæta við sig. Hann var næstu árin kominn í hóp úrvals góðhesta sem sýndir voru á mótum á Gaddstaðaflötum. Jón Þórðarson á Eyvindarmúla sat hann þar með sóma, þótt ekki næði hann efstu verðlaunasætum. Sveinbjörn sonur minn var á unglingsárum nokkuð laginn við Lýsing sinn og virtist fara vel á með þeim, en vegna skólagöngu og síðar sumarvinnu utan heimilis strjáluðust þær stundir sem Sveinbjörn fékk notið þess félagsskapar. En dýrmætar hafa þær verið honum og ofarlega í huga, jafnan þegar hann hugsar heim, eftir áratuga búsetu í Danmörku. Eins og áður er fram komið átti ég marga góða stund með Lýsingi. Stóð svo allan áttunda áratuginn og nokkuð fram á þann níunda. Mörg voru sumarkvöldin sem lagt var á Lýsing og riðið niður á Aura, inn á Mýrbug eða yfir ána fram í Aurasel. Þá oftast einn á ferð, en stundum með tvo eða þrjá til reiðar. Kom þá fyrir að ég mætti nágranna mínum, Jóni á Uppsölum, sem einnig var að viðra sína ljósu gæðinga í kvöldkyrrðinni. Nokkru yngri en Lýsingur var jarpblesóttur foli sem ég tamdi á þessum árum. Hann var undan jarpblesóttri hryssu og er mér minnisstætt vorið sem Jarpblesi fæddist, að dag einn renndi bifreið í hlaðið og út steig stór og vörpulegur maður. Kynnti hann sig og spurði um eiganda að jarpblesóttu hryssunni og folaldinu sem hann hefði séð í túninu niður undir þjóðveginum. Þegar ég kvaðst eiga, sagðist hann hafa verið að dáðst að þessum samlitu mæðginum og spurði hvort folaldið yrði falt í haust. Ég neitaði því, enda leist mér líka mæta vel á það – og ekki síður eftir að hafa fengið álit gestsins. En þessi maður var Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur á Laugarvatni. Jarpblesi stóð líka undir væntingum, en ólíkt Lýsingi var hann næstum eins og sjálftaminn. Þurfti eiginlega aldrei neitt fyrir honum að hafa. Samt varð hann léttur og frískur reiðhestur. Þóttist ég vel ríðandi, ekki síst í fjallferðum á haustin, með þessa tvo til reiðar. Vissara að vanda sig Með tímanum myndaðist alveg sérstakt samband á milli okkar Lýsings. Hann fylgdi mér svo vel þegar ég leiddi hann við hlið mér að aldrei tók í taum. Það var sama hvort ég leiddi hann með mér um túnin við að raða böggum, til að geta svo skroppið á bak að verki loknu – eða teymdi hann í torfærum inn á Grænafjalli, þar sem ekki var reitt í brekkum og klungrum. Fyrri smaladaginn á Innfjallinu reið ég honum einhesta. Það var eins og hann treysti mér fullkomlega. Hann fór hiklaust á hvað sem ég beindi honum að og taldi fært án þess að fara af baki, og þar sem færan reiðveg þraut, fylgdi hann mér í taumi „eins og hugur manns“, jafnvel um torleiði sem áður hafði ekki verið talið hestum fært. Þannig fór ég með hann bæði yfir Vondagil inn með Fljóti og eitt sinn eftir kindagötu hátt í hlíð, þar sem sums staðar var slútandi berg yfir, svo lágt að Lýsingur varð að smjúga undir, hokinn í fótum. Áður var ég búinn að leiða hann í svipaðar aðstæður á hættulausum stað og vissi því hvað mátti bjóða honum. Þrátt fyrir það traust sem skapast hafði á milli okkar, gat Lýsingur aldrei stillt sig um að taka létta dýfu um leið og stigið var á bak honum. Var því vissara að vanda sig og vera við öllu búinn, því nokkur sundurgerð var í þessum fyrirgangi hans og skrautsporum í upphafi ferðar. Lýsingur sýndi oft að hann var skynugri, að ég segi ekki skynsamari, en aðrir hestar sem ég hafði kynni af. Hann virtist öðrum hrossum næmari á veðurbreytingar, var fyrstur að hesthúsdyrum þegar illviðri var í aðsigi og jafnan við dyrnar þegar út var hleypt úr húsi. Svo var einnig þegar hleypt var út úr hestagirðingunni í annað haglendi. En ekki þegar komið var til að beisla hann. Þá hélt hann sér til hlés. Hefur kannski séð hvort beisli var í hendi eða ekki. Prestur í launsátri Eitt sinn að vori til byrgði ég hann með öðrum hesti í gömlu fjósi vestan við bæinn. Þar hagaði svo til að dyrnar voru í suðausturhorni, svo sem fet frá austurvegg. Ekki var þar hurð á hjörum, heldur lagði ég allþykkan og þungan tréhlera fyrir dyrnar að innan og lét hann halla vel að dyrakarmi. En að morgni stóðu dyrnar opnar og hestarnir horfnir, en hlerinn stóð upp við austurvegginn, rétt eins og ég hefði sjálfur stillt honum þar – nú eða einhver annar. Ekki var hægt að koma honum fyrir Opið: Mán. til fimmtudaga kl. 9 -18 Föstudaga kl. 9 - 17 Laugardagar kl. 11-15 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is GASELDAVÉLAR HÁGÆðA Við höfum mörg járn í eldinum þegar það kemur að úrvali á gaseldavélum því við vitum að ekki elda allir kokkar eins. Hvort sem þú ert ástríðukokkur eða ekki, þá höfum við réttu græjurnar fyrir þig. Ofnarnir okkar eru með fjölda stillinga sem henta ástríðukokkum sem og áhugafólki um matargerð. ELBA - 106 PX ELBA - 126 EX 3ja ára ábyrgð ELBA Í YFiR 60 ÁR BÆKUR& MENNING Undir suðurhlíðum: Prestur í launsátri og spakvitrar skepnur Sváfnir Sveinbjarnarson. Sváfnir við forláta Scout II jeppa frá International Harvester með númerinu L 131.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.