Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 59

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 59
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 59 Vélar, bátar, bílar, gámar eða vörur í lausu Það skiptir ekki máli hvað þú þarft að flytja, við getum flutt það fyrir þig landshorna á milli. Reglulegar ferðir á flesta staði á landinu. Hafðu samband og við finnum lausnina með þér. fraktlausnir@fraktlausnir.is Sími 519-2150 eða 773-1630 DRÖG AÐ TILLÖGU AÐ MATSÁÆTLUN Vegagerðin auglýsir hér drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Strandavegi (653) um Veiðileysuháls á kafla sem nær frá Kráku í Veiðileysufirði að Kjósará í Kjósarvík. Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Árneshreppi. Núverandi Strandavegur er 11,6 km langur en gert er ráð fyrir að nýr vegur verði 11,8 km langur. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif einnar veglínu, þ.e. veglínu 708. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Vestfjörðum og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið. Með nýjum vegi um Veiðileysuháls verða samgöngur í Strandasýslu áreiðanlegri og öruggari. Að loknum framkvæmdum verður mögulegt að halda veginum á milli Bjarnarfjarðar og Djúpuvíkur opnum allan ársins hring sé á annað borð ferðaveður. Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á heimasíðu Vegagerðarinnar, http://www.vegagerdin.is/framkvaemdir/umhverfismat/matsaetlun/ samkvæmt reglugerð 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athugasemdafrestur til 20. janúar 2020. Athugasemdir skal senda með tölvupósti til helga.adalgeirsdottir@vegagerdin.is eða til Vegagerðarinnar, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri. STRANDAVEGUR (643) UM VEIÐILEYSUHÁLS KRÁKA - KJÓSARÁ Í ÁRNESHREPPI á hvern íbúa í Evrópu, Eyjaálfu og Norður-Ameríku en ekki nema 6–11 kílóum á hvern íbúa í Suður- og Suðaustur-Asíu og í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinnar. Sé hins vegar tekið með í reikninginn hve mikið magn matvæla fer til spillis, að teknu tilliti til heildarferlisins, þ.e. frá frumframleiðandanum og til og með neytandans, bætist mikið magn við. Þannig er talið að í Evrópu fari um 250 kíló til spillis á hvern íbúa og í Eyjaálfu og Norður-Ameríku er talið að þetta magn nemi tæplega 300 kílóum á hvern íbúa. Minnst heildarsóun matvæla er hins vegar talin vera í Suður og Suðaustur-Asíu, eða um 125 kíló á hvern íbúa, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Af hverju gerist þetta? Að mati FAO þá eru skýringarnar á mikilli spillingu matvæla marg- víslegar og ekki alltaf vegna þess að matvælin renni út eða skemmist hjá neytendum. Heldur er oft tölu- verðu magni af matarafgöngum hent þar sem fólk telji sig ekki geta nýtt þá almennilega. Þá er það svo að oft gerist það sérstaklega meðal þróaðri landa að stóran hluta spillingar á matvælum megi finna í mikilli samkeppni á milli aðila, sem gerir það að verkum að oft lenda framleiðendur, sölu- eða dreifingaraðilar í því að sitja uppi með matvörur sínar vegna lægri boða samkeppnisaðilanna. Þá fer nokkuð einnig til spillis af tæknilegum eða veðurfarslegum orsökum þegar verið að er uppskera eða heimta matvælin, auk þess sem rof í kælikeðjum frá frumframleið- anda til neytenda brestur eins og gerðist einmitt hér á landi í síð- ustu viku þegar t.d. margir bændur þurftu að hella niður mjólk vegna straumleysis. 8% gróðurhúsalofttegunda Þó svo að það sé í raun nógu mikið áhyggjuefni að það mætti metta hundruð milljóna íbúa heimsins með þeim matvælum sem fara ár- lega til spillis, þá er þetta einnig alvarlegt vegna þess að þegar mat- vælin eru framleidd verður óþarfa umhverfis álag vegna framleiðslu sem engum nýtist. Stofnunin World Resources Institute hefur t.d. reiknað út að um það bil 8% af ár- legri losun gróðurhúsalofttegunda heimsins megi rekja til framleiðslu á matvælum sem enginn borðar! Er til lausn? Í framsöguerindum á ráðstefnunni komu fram margvíslegar ábend- ingar og reynslusögur um hvernig megi snarminnka matarsóunina. Augljósu leiðirnar væru að bæta samgöngur svo hægt sé að koma matvælunum betur á milli staða, efla bæði frumframleiðsluna og vinnsluaðilana svo fagmennskan aukist, tryggja góða kælingu frá frumframleiðanda til neytenda og vinna að auknu geymsluþoli á matvælum. Þá eru alltaf að koma á markað betri og betri umbúðir sem verja matvælin betur auk þess sem fram kom að gera þurfi gangskör í lagaumhverfi margra landa svo hægt sé að nýta betur matvælin eins og dæmið um brottkast á fiski sýnir. En fleira má gera og tók fulltrúi stofnunarinnar World Resource Institute dæmi frá Bandaríkjunum þar sem sum fyrirtæki hafa, í samstarfi við samtökin, sett matarsóun á dagskrá og náð undraverðum árangri. Í þessu verkefni hafa fyrirtækin tekið upp á því að fylgjast nákvæmlega með sóuninni með mælingum og eftirfylgni, þjálfað starfsfólk sitt í atriðum er varða matarsóun og auk þess fjárfest í bættri lagerstjórn og sum hver einnig breytt umbúðum. Athyglisvert var að heyra að fyrir hvern einn dollara sem fyrirtækin hafa fjárfest í verkefninu, hafa þau uppskorið 14 dollara í aukna veltu vegna aukinnar sölu, sölu á matvælum sem e.t.v. þóttu ekki söluvænleg áður t.d. vegna útlits eða áferðar, vegna þróunar á nýjum vörum sem nýttu það sem áður fór til spillis og með því að draga úr sóun með betra utanumhaldi. Þá telur stofnunin World Resource Institute að stór hluti af því að draga úr sóun sé að auka upplýsingagjöf til allra aðila sem koma að virðiskeðjunni og auka almenna vitund á því mikla vandamáli sem matarsóun er. Frekara lesefni: www.fao.org Að mati FAO þá eru skýringarnar á mikilli spillingu matvæla margvíslegar og ekki alltaf vegna þess að matvælin renni út eða skemmist hjá neytendum. Heldur er oft töluverðu magni af matarafgöngum hent þar sem fólk telji sig ekki geta nýtt þá almennilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.