Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 28
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201928 LÍF&STARF „Fólk með forystufé elskar að tala við forystufé og um forystufé“ – segir Gulla á Gróustöðum í Gilsfirði sem skrifaði BA-ritgerð um forystufé og hefur stofnað vinsæla Facbook-síðu um forystufé Gulla á Gróustöðum, eins og hún er alltaf kölluð, er mögnuð kona sem elskar að heyra sögur og umgangast forystufé. Hún stofn- aði nýlega síðu á Facebook sem heitir „Forystufé“, sem hefur sleg- ið í gegn því þar eru meðlimirnir orðnir tæplega 500 talsins. Á Gróustöðum hefur verið for- ystufé í um 20 ár, auk þess sem forystuhrútar af bænum hafa verið á sæðingarstöð. Vorið 2015 útskrif- aðist Gróa sem þjóðfræðingur eftir að hafa skrifað BA-ritgerð um for- ystufé, þar sem hún tók saman ritaða sögu forystufjár og viðhorf til þess síðustu 100 árin eða svo. Áhugi hennar á þessum stofni er því ansi víðtækur. En byrjum á byrjuninni, hver er Gulla á Gróustöðum? Skjalavörður fyrir utanríkisráðuneytið „Ég heiti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir, þekkt sem Gulla, uppalin á Gróustöðum í Gilsfirði, og er fjórða kynslóð í beinan kvenlegg sem býr þar. Ég útskrifaðist sem þjóðfræðingur frá Háskóla Íslands vorið 2015 en í framhaldi af því vildi ég komast í einhverja verklega vinnu aftur, svo ég réði mig hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga og var þar í tvö ár, þar sem ég sá um heimatökuna í sláturvertíð. Eftir það fékk ég aðeins þjóðfræðilegri vinnu sem skjalavörður fyrir utan- ríkisráðuneytið, í starfsstöð þeirra á Sauðárkróki og var þar í ár.“ Sýning um íslenska haförninn Haustið 2017 létust amma Gullu og mamma heima á Gróustöðum, en hún hafði alltaf verið með annan fótinn heima, stundum báða, frá því að hún „flutti burt“ um 16 ára þegar hún byrjaði í framhaldsskóla á Akranesi. „Í lok febrúar 2019 var ég komin með allt of mikla heimþrá, fluttist frá Króknum og aftur heim og hef ekki séð eftir því. Ég tók við sem framkvæmdastjóri hjá litlu fyrirtæki sem foreldrar mínir stofnuðu árið 2012 og kallast „Össusetur Íslands“, en það er með sýningu um íslenska haförninn ásamt því að vera með hliðarverkefnið „GilsfjordurArts“. Það er „art residency“ og felst í því að taka á móti listamönnum hvaðanæva að úr heiminum, kynna þá fyrir Gilsfirði og sveitinni minni og veita þeim stað í nokkrar vikur til að skapa list sína í friði og kynna svo fyrir heimafólki,“ segir Gulla. Í síðasta mánuði réði hún sig í starf hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Stöndum við að rannsaka þjóðsögur um fugla, ásamt því að vera í heimilishjálp, þannig að hún sankar að sér hinum og þessum hlutastörfum. Ofan á þetta hjálpar hún aðeins til með sauðfjárbúskap- inn á Gróustöðum, en pabbi hennar tók við búskapnum eftir að mamma hennar féll frá. „Nema hvað ég sé um skemmti- lega hluti sem voru á hennar könnu, eins og að berjast við Fjárvís,“ segir Gulla og skellihlær. 20 forystukindur í 300 kinda hjörð Gulla segist vera alin upp í kringum sauðfé á Gróustöðum. Nágranni fjölskyldunnar í Gilsfirði, Halldór í Múla, gaf bróður Gullu for- ystugimbur kringum árið 1999, sem fékk nafnið Komma. Þegar Halldór hætti svo að búa í Múla nokkrum árum síðar fékk fjölskylda Gullu fleira forystufé frá honum og áður en þau vissu af voru þau komin með 20 forystukindur í 300 kinda hjörð. „Mamma ber mesta ábyrgð á sauðfjáráhuganum mínum. Við gátum talað endalaust um forystu- féð, hún hringdi í mig þegar ég var að heiman og í skóla og sagði mér hvað það var að gera af sér, við ræddum hvernig persónuleika það hefði, hvernig samskiptin við það væru og hvernig við héldum að for- ystulambgimbrarnar/gemlingarnir yrðu seinna meir. Hún var þrusugóð- ur sauðfjárbóndi því hún hugsaði svo mikið um féð sjálft, það gekk alltaf fyrir öllu,“ segir Gulla. BA-ritgerð um forystufé Þegar Gulla hóf nám í þjóðfræði gerði hún sér strax grein fyrir því að hún gæti fléttað saman þennan áhuga sinn á sveitinni, sauðfé og forystufé við námið. „Það þróaðist út í heila BA-ritgerð sem ég gerði með hjálp Forystufjársetursins, Ólafs R. Dýrmundssonar, foreldra minna og ýmissa fleiri. Í ritgerðinni fór ég bæði í gegnum ritaða sögu forystufjár, en elsta heimildin um það er síðan um aldamótin 1200 í „Íslensk hómilíubók“ og svo tók ég nokkur viðtöl, fjallaði um þau og greindi út frá þjóðfræðilegu sjón- arhorni. Ein af niðurstöðunum var einfaldlega sú að fólk með forystufé elskar að tala við forystufé og um forystufé,“ segir Gulla. Hún hvetur áhugasama að fara inn á Skemmuna, skemman.is, leita eftir „forystufé“ og lesa ritgerðina sér til ánægju og fróðleiks. Gulla í kindakjólnum sínum að tala við forystukindina Röskvu. Mynd / Úr einkasafni Kindin Kleó, barnabarn Kommu sem margir þekkja, ásamt hrútnum sínum í vor. Mynd / Úr einkasafni Gulla kallar þessar mynd „Mórautt merkikerti“ en þetta er hrútur undan Freyju sem var seldur. Mynd / Úr einkasafni Gulla með hrútnum Brúski og tíkinni Æsu. Mynd / Úr einkasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.