Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 64

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 64
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201964 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Landsseyðasýning 2019 Um miðjan nóvember sl. fór undirritaður til Færeyja til að vera dómari á landshrútasýn- ingunni þar. Færeyingar óskuðu eftir því að fá dómara frá Íslandi til að koma og dæma skv. íslensk- um reglum. Þarna ferðaðist ég sem aukamaður ásamt fimm sýnismönnum (dómnefnd) sem dæmdu skv. færeyskum reglum. Talsverður munur er á færeysk- um og íslenskum dómum enda áherslur og aðstæður breytilegar milli landanna. Færeyskt sauðfé Færeyski sauðfjárstofninn telur um 75.000 gripi og er af ætt norðurevrópsks stuttrófufjár líkt og íslenska féð. Færeyskir hrútar eru allir hyrndir en ærnar eru að 2/3 kollóttar og 1/3 hyrndar. Ullin á færeysku fé er svipuð og á fénu á Íslandi, þ.e. hefur bæði þel og tog en tíðni grunnlita er allt önnur. Þannig eru um 30% af ánum hvítar, 30% svartar eða með svartan grunnlit, 30% gráar eða með gráan grunnlit og 10% mórauðar eða með mórauðan grunnlit. Að jafnaði er féð aðeins rúið einu sinni á ári, þ.e. á sumrin enda þétt og góð ull nauðsynleg gripunum þar sem bæði er vinda- samt og rakt yfir vetrarmánuðina í Færeyjum. Hrútar eru hafðir inni en ærnar eru á beit og fá kjarn- fóður með – sérstaklega síðustu vikurnar fyrir burð. Þó færist í vöxt að ær séu einnig haldnar á húsi yfir vetrarmánuðina. Flestar ærnar eiga aðeins eitt lamb og afurðir sauðfjár hafa verið ríkur partur af menningu Færeyinga gegnum aldirnar. Landsseyðasýningin Á landshrútasýningunni eru skoð- aðir þeir hrútar sem hafa fyrr um haustið staðið efstir á héraðssýn- ingum á hverjum stað fyrir sig. Keppt er í þremur flokkum, flokki lambhrúta, flokki veturgamalla og flokki fullorðinna hrúta. Í ár voru á landssýningunni 54 hrútar og flokkur lambhrúta langstærstur. Í færeyskum dómum er gefin einkunn fyrir framfætur, afturfæt- ur, horn, ull og samræmi. Segja má að ræktunarmarkmiðið sé að gripirnir hafi sterka fætur og þétta ull vegna þess umhverfis sem þeir eru í allt árið um kring enda undir- lendi lítið og mikill bratti í öllum hlíðum. Af öllum hrútum sem keppa er tekið myndband og birt á heima- síðu Búnaðarstovunnar sem ann- ast sýningarhaldið. Vegna sjúk- dómavarna má ekki safna hrút- unum saman á einn stað til dóma heldur þarf að fara á milli bæja eða eyja og dæma á hverjum stað. Sýningahaldið spannar því þrjá daga með öllum ferðalögum. Fyrir undirritaðan var talsvert öðruvísi að mæta þarna með ómsjá og dæma hrútana skv. íslenskum reglum enda byggingarlag þeirra talsverð frábrugðið íslensku fé, þó uppruninn sé sá sami, enda hefur íslenska féð verið kynbætt sem holdsöfnunarfé meðan færeyska féð hefur ekki verið kynbætt fyrir aukinni holdsöfnun sérstaklega. Hins vegar sá ég þarna talsverðan breytileika og með sömu aðferð og við notum hér á landi við dóma væri hægt að auka holdfyllingu í færeysku fé. Lægsti fótleggur sem ég mældi var 124 mm á vet- urgömlum hrút og sá hæsti var 155 mm, einnig á veturgömlum hrút. Ómmælingu verður að taka með ákveðinni varúð á þessu árstíma enda hrútarnir búnir að vera inni í talsverðan tíma, komnir í aflögn og biðu spenntir eftir að fengitími hæfist sem er yfirleitt síðustu vik- una í nóvember. Verðlaunafhending Föstudagskvöldið 22. nóvember var síðan verðlaunaafhending þar sem mættu tæplega 100 manns. Verðlaunaafhendingin er talsverður viðburður og byrjaði samkoman á söng og því næst að horfa á myndabandsupptöku af öllum hrútum sem tóku þátt, síðan voru kaffiveitingar. Þá voru tvö fræðsluerindi og loks veitt verðlaun fyrir efstu þrjá hrúta í hverjum flokki. Undirritaður hélt annað fræðsluerindið sem var um íslenska sauðfjárrækt. Fyrir áhugasama er hægt að sjá myndir og upptökur af öllum hrútum sem tóku þátt, á heimasíðu Búnaðarstovunnar – www.bst.fo. Besta lambhrútinn átti Thorvald Lútzen í Syðradal, besta veturgamla hrútinn átti Sigtór Thorvaldson í Syðradal og besta eldri hrútinn átti Jóhannes Petersen í Syðrigötu. Röðun hrútanna var þó önnur eftir dómum undirritaðs, að teknu tillit til íslenskra dóma, en þá var besti hrúturinn yfir allt landið svartur hrútur í eigu Absalons Hansen í Þórshöfn en sá hrútur var í þriðja sæti veturgamalla í ár og var í öðru sæti lambhrúta á landsseyðasýningunni í fyrra. Miðað við íslenska dóma dæmdist hann núna með 79 stig, mældist með 124 mm fótlegg og ómmælingin var 29 mm vöðvi, fita 3,7 mm þykk og lögun bakvöðva 3,5. Samvinna/samstarf í sauðfjárrækt Í fræðsluerindi mínu fyrir færeyska sauðfjárbændur fór ég almennt yfir sauðfjárræktarstarfið á Íslandi og mikilvægi sauðfjárræktar fyrir dreifbýlið á Íslandi. Í því samhengi eru mikil líkindi milli landanna því margt sem tengist sauðfjárrækt byggist á félags- legum grunni í báðum löndunum. Í nýlegu viðtali við „Dagbladet Information“ orðar Ólafur Reinert í Norðurdal mikilvægi færeyskrar sauðfjárræktar á þennan hátt: „Á mínu svæði erum við hvert okkar í eigin húsi uns eitthvað þarf að gera með kindurnar, það eru þær sem fá okkur til að hittast og vinna saman.“ Norðurdalur er frekar af- skekkt byggð á færeyska vísu. Fyrir Færeyinga eru tækifæri í því að hagnýta sér ómmælingar líkt og gert er á Íslandi með það að markmiði að rækta þá gripi sem henta best þeirra framleiðsluhefð- um. Ég skynjaði áhuga þeirra á að fá kjötmeiri gripi og þá sérstaklega hvað varðar frampart og hrygg en samhliða því þarf líka að vera rétt magn af fitu, hvorki of lítil né of mikil. Þarna myndu ómmælingar með afkvæmarannsóknum nýtast Færeyingunum vel. Eins gætu þeir skoðað að lækka eitthvað fótlegg stofnsins, t.d. um 10–15 mm. Hins vegar lagði ég áherslu á það við þá að breyta ekki bara breytinganna vegna. Verðmyndun á kindakjöti í Færeyjum er allt önnur en á Íslandi og meðalverð á kíló af fersku kjöti er um 100 danskar krónur (1.880 kr./kg m. v. gengi í dag), en mikið af kjötinu er síðan þurrkað og verður ræst kjöt eða skerpukjöt. Á því kjöti er allt annað og hærra verð. Færeyskir sauðfjárbændur skapa sér líka sitt orðspor og þar ræður eftirspurnarmarkaður för. Færeyingar flytja ekki út kjöt en þar hafa verið innleiddar margar reglur ættaðar frá Brussel því eyj- arnar eru hluti af Danmörku, en þar er þó heimilt að slátra heima. Reglan er sú að kalla þarf til dýra- lækni til eftirlits við slátrun þegar kaupandi vörunnar ætlar að selja hana áfram til þriðja aðila en ekki þegar um viðskipti bænda og neyt- enda er að ræða. Mögulega gætu íslensk stjórnvöld leitað í smiðju Færeyinga hvað þetta snertir þegar kemur að regluverki varðandi slátrun til að auka verðmætasköp- un bænda sem vilja slátra sjálfir. Við Íslendingar gætum líka ýmislegt lært af Færeyingum varð- andi verkun og varðveislu kjöts. Þeir viðhalda enn verkþekkingu sem var eflaust við lýði á Íslandi við landnám en hefur á einhverjum tímapunkti fallið í gleymskunnar dá. Þar er held ég óplægður akur tækifæra fyrir þá sem hafa áhuga á slíkri verkun kjöts. Ferðin til Færeyja var mjög lærdómsrík fyrir mig og ég hef í störfum mínum undanfarin ár aðeins fengið að kynnast sauð- fjárrækt í löndunum í kringum okkur, bæði með því að flytja fyr- irlestra (í Grænlandi, Færeyjum og Englandi) en eins með því að taka á móti erlendum vísindamönnum á sviði sauðfjárræktar. Allir dást að því hversu vel við gerum hlutina þegar sagt er frá þeim, enda vita þeir sem hingað koma lítið hvað við erum að gera þegar meginþorri upplýsinga um starfið er aðeins á íslensku. Ég tel að við Íslendingar getum miðlað miklum fróðleik varðandi sauðfjárrækt erlendis með samstarfi – það krefst hins vegar bæði mannskapar og fjár- mögnunar. Hvort skilningur verður á því hjá þeim sem forgangsraða fjármunum varðandi landbúnað og alþjóðlegt samstarf verður tíminn að leiða í ljós. Eyjólfur Ingvi Bjarnason Ráðjöf í sauðfjárrækt eyjolfur@rml.is „Sýnismenn 2019“ talið frá vinstri: Jacob Vestergaard, Markus Í Norðnástovu, Eyðun Eliasen, Óli í Hjøllum, Poul Samuelsen og Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Í bakgrunni er Malínsfjall hjá Viðareiði, Viðey. Mynd / Jens Ivan í Gerðinum Svartur hrútur í eigu Absalon Han- sen, Þórshöfn sem ég taldi besta gripinn skv. íslenskum reglum. Mynd / Absalon Hansen Hrútar dæmdir í Porkeri, Suðurey. Mynd / Eyjólfur Ingvi Bjarnason Þrjár kynslóðir bænda í Syðradal með verðlaun fyrir góða hrúta. Mynd / Eyjólfur Ingvi Bjarnason Búnaðarstovan í Kollafirði. Á myndunum til hliðar má sjá hjallinn þeirra undir brúnni heim að stöðinni, þar sem kjöt er í þurrkun. Myndir / Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.