Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201930 Karólína í Hvammshlíð gefur út nýtt dagatal: Nú þarf að fjármagna vegarslóðagerð Í fyrrahaust vakti það talsverða athygli þegar af því fréttist að Karólína í Hvammshlíð hefði náð að safna peningum til kaupa á sinni fyrstu dráttarvél, með sölu á ljósmyndadagatali sem gaf innsýn inn í lífið á bænum allan ársins hring. Hún hefur nú gefið út nýtt dagatal fyrir árið 2020 og segir að nú þurfi að fjármagna vegarslóðagerð frá bænum hennar niður að þjóðvegi. Karólína býr ein í Hvammshlíð með sinn litla blandaða bústofn; rúmlega 50 kindur, fáein hross og tvo hunda. Dagatalið sem kom út í fyrra var eins konar búfjárdagatal með alþýðlegum fróðleik um sögu daganna og bæði með íslenskum og þýskum texta – enda er stór hluti viðskiptavina hennar þýskumæl- andi ferðamenn. Tvö upplög af því seldust upp. Hún segir að nýtt dagatal sýni meðal annars hvernig dráttarvélin, sem er af gerðinni Zetor 7245, árgerð 1990, hefur staðið sig á þessu ári. Hvammshlíð er í Skagabyggð í Austur-Húnavatnssýslu og var eyðijörð þegar Karólína keypti hana fyrir nokkrum árum. „Margir hvöttu mig til að búa til aðra útgáfu, en þar má finna úrvalsmyndir af litríku kindahjörðinni, hrossunum fjórum og hundunum Baugi og Kappa sem veita enn dýpri innsýn í hversdagslífið uppi í fjöllunum,“ segir Karólína. „Dagatalið er í stóru broti, 42 x 30 sentímetrar – eða jafnvel 42 x 60 sentímetrar ef maður hengir það upp á efra blaðinu til að sjá allar myndir og upplýsingar hvers mánað- ar í einu. Upplýsingar um gömlu mánuðina á borð við Þorra, Hörpu og Einmánuð er þarna að finna ásamt helstu merkisdögum Íslendinga. Svo fylgir viðauki í svart-hvítu með þeim upplýsingatexta sem var í fyrri útgáfu. Einnig gamlar íslenskar mælieiningar, smá bakgrunnur um sauðamjaltir og nokkur ómissandi orð í kringum sauðfé. Að þessu sinni prýðir líka ein gömul mynd hvert mánaðarblað sem spannar tímabilið frá 1874 til 1950,“ útskýrir Karólína. Dagatalið fæst að sögn Karólínu á nokkrum stöðum en best sé að hafa samband beint við sig í gegnum netfangið 14carom@web.de eða síma 8658107, en það kosti 3.000 krónur eins og á síðasta ári. /smh Ferðaþjónusta: Hey Iceland veitt hvatningar­ verð laun Ábyrgrar ferðaþjónustu Ferðaþjónustufyrirtækinu Hey Iceland, sem sérhæfir sig í ferða- lögum á landsbyggðinni, var veitt hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu þann 5. desember á Hótel Sögu Verðlaunin voru veitt á viðburði sem haldinn var í nafni verkefnisins Ábyrg ferðaþjónusta, en tilgangur þess er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð þar sem stutt er við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir verðlaununum segir meðal annars að fyrirtækið byggi á traustum grunni Ferðaþjónustu bænda og hafi starfað eftir sjálfbærnistefnu frá árinu 2002. Fyrirtækið hafi verið þátttakandi í Ábyrgri ferðaþjónustu frá upphafi, sett sér markmið og birt þau í tengsl- um við áherslur verkefnisins. Þá hafi það sett sér mælikvarða til að meta árangurinn. Stefnt að kolefnisjöfnun „Fyrirtækið er gæðavottað af Vakanum, með gull-umhverfis- merki og sýnilegt er að áhersla er lögð á sjálfbærni í starfsemi fyr- irtækisins. Þá hvetur Hey Iceland samstarfsfyrirtæki sín til þess að vera með vottun hjá Vakanum og hefur þannig jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag og ferðaþjónustu á Íslandi. Hey Iceland stefnir að kolefn- isjöfnun á öllu flugi Bændaferða árið 2020 og mun kolefnisjafna sína starfsemi samhliða því. Hey Iceland sýnir fordæmi fyrir aðra aðila í þessum skrefum og á starfs- fólk Hey Iceland hrós skilið fyrir metnaðarfull verkefni á sviði umhverfismála. Þá ber einnig að nefna verkefnið „Hleðsla í hlaði“ sem unnið hefur verið að í sam- starfi við fjölda aðila. Fyrirtækið er með sjálfbæra ferðaþjónustu að leiðarljósi og er í einstakri stöðu til að hvetja aðra til góðra verka og vinna saman að verk efnum heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Margar flottar tilnefningar bár- ust dómnefnd en var niðurstaðan sú að Hey Iceland væri vel að þessum hvatningarverðlaunum komin og þá sérstaklega vegna þess áhrifa- máttar sem fyrirtækið getur haft á aðra. Hey Iceland hefur mikið tækifæri til að vera innblástur og fyrirmynd í ábyrgri ferðaþjón- ustu fyrir samstarfsfélaga sína og ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir í rökstuðningnum. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja þátttakandi í verkefninu Íslenski ferðaklasinn og Festa, mið- stöð um samfélagsábyrgð, stofnuðu til verkefnisins Ábyrg ferðaþjónusta árið 2017 ásamt samstarfsaðilum og bakhjörlum. Fjöldi ferðaþjónustufyr- irtækja hefur skrifað undir yfirlýsingu um þátttöku í verkefninu og þar með heitið því að setja sér markmið og mæla árangur sinn reglulega. Ganga vel um náttúruna Meðal þeirra atriða sem felast í þeirri þátttöku er að ganga vel um og virða náttúruna, tryggja öryggi gestanna og koma fram við þá af háttvísi, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið sitt. /smh H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Loftslagssjóður var stofnaður á þessu ári og heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Rannís hefur umsjón með sjóðnum. Boðið er upp á tvær styrktegundir og eru styrkirnir veittir til eins árs: • Styrkir til kynningar og fræðslu um loftslagsmál. • Styrkir til nýsköpunarverkefna, ætlaðir meðal annars til þess að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þann 30. janúar 2020. Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís. Ekki er tekið við gögnum eftir að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar og reglur um sjóðinn er að finna á www.rannis.is Loftslagssjóður Umsóknarfrestur til 30. janúar 2020 Hvammshlíðin böðuð í leiftrandi norðurljósum og Zetorinn stendur í hlaðinu. Hugrún Hannesdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Hey Iceland og hún er hér með blómvöndinn. Með henni eru frá vinstri Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður stjórnar Samtaka ferðaþjón- ustunnar. Mynd / Íslenski ferðaklasinn Bændaferðir sýna samfélagslega ábyrgð: Allar ferðir kolefnis­ jafnaðar á næsta ári Bændaferðir hafa sett sér það markmið fyrir næsta ár að allar flugferðir þeirra verði kolefn- isjafnaðar. Heildarverð ferðar, með kolefnisgjaldi, verður þannig búið að reikna inn í ferðirnar og borgar farþeginn helming kolefn- isgjaldsins en Bændaferðir hinn helminginn. Bændaferðir eru vörumerki í eigu Ferðaþjónustu bænda hf. og að sögn Sævars Skaptasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er kolefnisjöfnunin hluti af sjálfbærni- stefnu sem mótuð var árið 2002 og unnið hefur verið eftir síðan. Með henni sýni fyrirtækið samfélagslega ábyrgð. Bændur í lykilstöðu Sævar segir bændur líka í lykilstöðu til að binda kolefni í jörðu og því sé samstarf við grasrótina gríðarlega mikilvægt en ferðaþjónustubændur vinna margir hverjir mikilvægt starf á sviði landgræðslu, skógræktar og endurheimtar votlendis. Að sögn Sævars rennur kolefn- isgjaldið í sérstakan sjóð og verður úthlutað úr honum í fyrsta sinn í byrj- un árs 2021. Ítrekar hann að áhersla verði lögð á gagnsæi og kynningu á framgangi þeirra verkefna sem sjóðurinn styrkir, en þannig geti við- skiptavinir og aðrir áhugasamir fylgst með því hvernig fjár munum sjóðs- ins er varið. Ábyrg ferðaþjón- usta Varðandi út- reikning á kol- e f n i s g j a l d i n u munu Bændaferðir styðjast við reiknivél Alþjóða flug- málastofnunar (ICAO), en sam- kvæmt þeim for sendum myndi kolefnisgjald á flugi með Bændaferðum til München í Þýskalandi nema 892 krónum – sem skiptist þá jafnt á milli farþega og Bændaferða. Ferðaþjónusta bænda er gæða- vottað af Vakanum, með gull-um- hverfismerki og þátttakandi í hvatn- ingarverkefninu Ábyrg ferðaþjón- usta. /smh Sævar Skapta son. Starfsfólk Hey Iceland og Bændaferða fór saman í aðventuferð til Þýskalands í desember. Bæði starfsfólk og fyrirtækið lögðu sitt af mörkum til kolefnisjöfnunar ferðarinnar með fyrstu framlögunum í kolefnisjöfnunarsjóðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.