Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201918 HROSS&HESTAMENNSKA FRÉTTIR Flugfarþegum í ríkjum Evrópusambandsins hefur fjölgað um 43% frá 2010: Flugið í ESB-löndum 2018 samsvarar því að hver einasti íbúi hafi farið í tvær flugferðir – Flestir fóru um Heathrow í London, en yfir 10 milljónir flugfarþega um Ísland og þar var líka langmesta fjölgunin innan Evrópu Þrátt fyrir allt tal og kröfur um nauðsyn þess að berjast gegn losun gróðurhúsalofttegunda og mik- inn fjölda alls konar ráðstefna og funda þar sem þau mál ber á góma, þá fer flugfarþegum í löndum Evrópusambandsins ört fjölgandi. Á árinu 2018 samsvaraði farþega- fjöldinn í ESB-löndum því að hver einasti íbúi Evrópusambandsins hafi farið í tvær flugferðir það ár og rúmlega það. Árið 2010 voru flugfarþegar í löndum Evrópusambandsins 776 milljónir samkvæmt tölum Eurostat, en fóru yfir milljarð árið 2017. Á árinu 2018 fjölgaði þeim enn og voru þá 1.106 milljónir talsins en íbúarnir um 513 milljónir. Nam fjölgun far- þega um 6% frá 2017 og hefur flug- farþegum í ESB-löndunum fjölgað frá 2010 um 43%. Af heildar far- þegafjöldanum voru 46% að fljúga milli flugvalla í ESB-löndunum og 37% til og frá öðrum löndum í Evrópu. Um 16% farþeganna var að fljúga til og frá öðrum heimsálfum, eða rétt rúmlega sjötti hver farþegi. Yfir 10 milljónir flugfarþega á Íslandi og langmesta fjölgunin innan Evrópu Í gögnum Eurostat kemur líka fram að um þrjá millilandaflugvelli á Íslandi, þ.e. Keflavík, Akureyri og Reykjavík, hafi farið 10.166.000 farþegar 2018 sem var 22,3% aukning frá 2017. Það var jafnframt langmesta aukn- ing farþega í löndum innan Evrópu, en af þessum fjölda voru rúmlega 9,8 milljónir í flugi milli landa. Langflestir fara um Heathrow-flugvöll í London Annasamasti flugvöllur Evrópu er Heathrow í London en um hann fóru 80 milljónir farþega á síð- asta ári. Þar var aukningin 3% frá 2017 til 2018, en um 48 milljónir af þessum farþegum flugu á leiðum innan Evrópu. Næst kom Charles de Gaulle-flugvöllur í París með 72 milljónir farþega og 4% aukningu, þá Schiphol-flugvöllur í Amsterdam í Hollandi með 71 milljón farþega og 4% aukningu, Frankfurt Main- flugvöllurinn í þýskalandi var þá með 69 milljónir farþega og 8% aukn- ingu og í fimmta sæti var Barajes- flugvöllur í Madrid á Spáni með 56 milljónir farþega og 9% aukningu á milli ára. Næst þar á eftir kom El Prat- flugvöllur í Barselóna á Spáni með 50 milljónir farþega og 6% aukningu á milli ára. Því næst flugvöllurinn í München með 46 milljónir fraþega og 4% aukningu. Þá kom Gatwick í London með 46 milljónir farþega og 1% aukningu. Síðan Liumicino flugvöllur í Róm með 43 milljónir farþega og 5% aukningu. Í tíunda sæti var svo Orly-flugvöllur í París með 33 milljónir farþega og aukningu á milli ára upp á 3%. Miðað við þetta kemur ekki á óvart að Bretland var með flesta flugfarþega á síðasta ári, eða um 272 milljónir. Næst kom Þýskaland með 222 milljónir, Spánn var með 221 milljón, Frakkland með 162 milljónir og Ítalía var í fimmta sæti með 153 milljónir flugfarþega. Af 30 umferðarmestu flugvöll- um í ESB-ríkjunum státuðu allir nema flugvöllurinn í Hamborg og Düsseldorf af aukningu flugfar- þega á milli áranna 2017 til 2018. Í Hamborg fækkaði um 2% og um 1% í Düsseldorf. Mesta fjölgun flugfarþega innan ESB var í Búdapest Mesta fjölgun flugfarþega í ESB- löndum milli ára var um Liszt Ferenc flugvöll í Búdapest í Ungverjalandi, en þar fjölgaði farþegum um 14%. Þá fjölgaði farþegum á Chopina- flugvelli í Varsjá í Póllandi um 13%. Á flugvöllunum Eleftherios Venizelos í Aþenu í Grikklandi, Schwechat-flugvelli í Vín í Austurríki og á Vantaa-flugvelli í Helskinki í Finnlandi fjölgaði farþegum um 11% á síðasta ári. Þá fjölgaði farþegum um 10% á Malpensa-flugvelli í Mílanó á Ítalíu. Eins fjölgaði um 9% á Ruzyne- flugvelli í Prag í Tékklandi, Lisboa- flugvelli í Lisabon í Portúgal og á Barajas-flugvelli í Madrid á Spáni. /HKr. Brothættar byggðir í Hrísey: Óskað eftir framlengingu í eitt ár hið minnsta Bæjarráð Akureyrar hefur lýst yfir vilja sínum til að óska eftir framlengingu á byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir í Hrísey og hefur falið bæjarstjóra að vinna málið áfram. Hverfisráð Hríseyjar hefur skorað á Byggðastofnun að framlengja verkefnið í eynni um að minnsta kosti eitt ár og óskaði eftir afstöðu bæjarins til málsins. Unnið að góðum verkefnum Fram kemur í erindi Hríseyinga að verkefninu Brothættar byggðir í eyjunni ljúki nú í ár, en talið er að það hafi haft jákvæð áhrif bæði á íbúaþróun og atvinnulíf. Meðal annara verkefna var rekstur Hríseyjarbúðarinnar efldur og hvannarverkun hjá Hrísiðn ehf. þróuð. Annað stórt verkefni sem hlaut styrki er framleiðsla á land- námshænueggjum í eyjunni. „Íbúaþróun er byrjuð að snúast við, og atvinnutækifærum fjölgar rólega. Til þess að þessi þróun haldi áfram og verkefnin nái betur að festa sig í sessi, er æskilegt að áframhaldandi stuðningur verði veittur,“ segir í erindinu. Íbúum í Hrísey hefur fjölgað hin síðari ár, þeir voru 172 árið 2015, þeim fækkaði niður í 151 í fyrra en í ár eru 167 íbúar skráðir til heimilis í Hrísey. /MÞÞ Við minnum á að lokafrestur til að panta KUBOTA heyvinnuvél ááramótatilboði okkar er 31. desember næstkomandi. Þeir sem panta vél fyrir þann tíma fá hana samsetta og keyrða heim á hlað sér að kostnaðarlausu. Einnig er vert að ítreka það, að með því að panta vél tímanlega er tryggt að hægt verður að afhenda hana á réttum tíma fyrir slátt á komandi sumri. Verðlista yr KUBOTA heyvinnuvélar var dreift inn á sérhvert lögbýli landsins í lok nóvember. Ha hann ekki borist þér getur þú haft samband við sölumenn okkar og fengið hann sendan um hæl. Einnig er hægt að hlaða honum niður á heimasíðu okkar, www.thor.is eða á Facebook síðu landbúnaðardeildar: Þór hf. - Landbúnaður Bændur athugið! ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Hrísey. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.