Bændablaðið - 19.09.2019, Side 18

Bændablaðið - 19.09.2019, Side 18
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 201918 HROSS&HESTAMENNSKA FRÉTTIR Flugfarþegum í ríkjum Evrópusambandsins hefur fjölgað um 43% frá 2010: Flugið í ESB-löndum 2018 samsvarar því að hver einasti íbúi hafi farið í tvær flugferðir – Flestir fóru um Heathrow í London, en yfir 10 milljónir flugfarþega um Ísland og þar var líka langmesta fjölgunin innan Evrópu Þrátt fyrir allt tal og kröfur um nauðsyn þess að berjast gegn losun gróðurhúsalofttegunda og mik- inn fjölda alls konar ráðstefna og funda þar sem þau mál ber á góma, þá fer flugfarþegum í löndum Evrópusambandsins ört fjölgandi. Á árinu 2018 samsvaraði farþega- fjöldinn í ESB-löndum því að hver einasti íbúi Evrópusambandsins hafi farið í tvær flugferðir það ár og rúmlega það. Árið 2010 voru flugfarþegar í löndum Evrópusambandsins 776 milljónir samkvæmt tölum Eurostat, en fóru yfir milljarð árið 2017. Á árinu 2018 fjölgaði þeim enn og voru þá 1.106 milljónir talsins en íbúarnir um 513 milljónir. Nam fjölgun far- þega um 6% frá 2017 og hefur flug- farþegum í ESB-löndunum fjölgað frá 2010 um 43%. Af heildar far- þegafjöldanum voru 46% að fljúga milli flugvalla í ESB-löndunum og 37% til og frá öðrum löndum í Evrópu. Um 16% farþeganna var að fljúga til og frá öðrum heimsálfum, eða rétt rúmlega sjötti hver farþegi. Yfir 10 milljónir flugfarþega á Íslandi og langmesta fjölgunin innan Evrópu Í gögnum Eurostat kemur líka fram að um þrjá millilandaflugvelli á Íslandi, þ.e. Keflavík, Akureyri og Reykjavík, hafi farið 10.166.000 farþegar 2018 sem var 22,3% aukning frá 2017. Það var jafnframt langmesta aukn- ing farþega í löndum innan Evrópu, en af þessum fjölda voru rúmlega 9,8 milljónir í flugi milli landa. Langflestir fara um Heathrow-flugvöll í London Annasamasti flugvöllur Evrópu er Heathrow í London en um hann fóru 80 milljónir farþega á síð- asta ári. Þar var aukningin 3% frá 2017 til 2018, en um 48 milljónir af þessum farþegum flugu á leiðum innan Evrópu. Næst kom Charles de Gaulle-flugvöllur í París með 72 milljónir farþega og 4% aukningu, þá Schiphol-flugvöllur í Amsterdam í Hollandi með 71 milljón farþega og 4% aukningu, Frankfurt Main- flugvöllurinn í þýskalandi var þá með 69 milljónir farþega og 8% aukn- ingu og í fimmta sæti var Barajes- flugvöllur í Madrid á Spáni með 56 milljónir farþega og 9% aukningu á milli ára. Næst þar á eftir kom El Prat- flugvöllur í Barselóna á Spáni með 50 milljónir farþega og 6% aukningu á milli ára. Því næst flugvöllurinn í München með 46 milljónir fraþega og 4% aukningu. Þá kom Gatwick í London með 46 milljónir farþega og 1% aukningu. Síðan Liumicino flugvöllur í Róm með 43 milljónir farþega og 5% aukningu. Í tíunda sæti var svo Orly-flugvöllur í París með 33 milljónir farþega og aukningu á milli ára upp á 3%. Miðað við þetta kemur ekki á óvart að Bretland var með flesta flugfarþega á síðasta ári, eða um 272 milljónir. Næst kom Þýskaland með 222 milljónir, Spánn var með 221 milljón, Frakkland með 162 milljónir og Ítalía var í fimmta sæti með 153 milljónir flugfarþega. Af 30 umferðarmestu flugvöll- um í ESB-ríkjunum státuðu allir nema flugvöllurinn í Hamborg og Düsseldorf af aukningu flugfar- þega á milli áranna 2017 til 2018. Í Hamborg fækkaði um 2% og um 1% í Düsseldorf. Mesta fjölgun flugfarþega innan ESB var í Búdapest Mesta fjölgun flugfarþega í ESB- löndum milli ára var um Liszt Ferenc flugvöll í Búdapest í Ungverjalandi, en þar fjölgaði farþegum um 14%. Þá fjölgaði farþegum á Chopina- flugvelli í Varsjá í Póllandi um 13%. Á flugvöllunum Eleftherios Venizelos í Aþenu í Grikklandi, Schwechat-flugvelli í Vín í Austurríki og á Vantaa-flugvelli í Helskinki í Finnlandi fjölgaði farþegum um 11% á síðasta ári. Þá fjölgaði farþegum um 10% á Malpensa-flugvelli í Mílanó á Ítalíu. Eins fjölgaði um 9% á Ruzyne- flugvelli í Prag í Tékklandi, Lisboa- flugvelli í Lisabon í Portúgal og á Barajas-flugvelli í Madrid á Spáni. /HKr. Brothættar byggðir í Hrísey: Óskað eftir framlengingu í eitt ár hið minnsta Bæjarráð Akureyrar hefur lýst yfir vilja sínum til að óska eftir framlengingu á byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir í Hrísey og hefur falið bæjarstjóra að vinna málið áfram. Hverfisráð Hríseyjar hefur skorað á Byggðastofnun að framlengja verkefnið í eynni um að minnsta kosti eitt ár og óskaði eftir afstöðu bæjarins til málsins. Unnið að góðum verkefnum Fram kemur í erindi Hríseyinga að verkefninu Brothættar byggðir í eyjunni ljúki nú í ár, en talið er að það hafi haft jákvæð áhrif bæði á íbúaþróun og atvinnulíf. Meðal annara verkefna var rekstur Hríseyjarbúðarinnar efldur og hvannarverkun hjá Hrísiðn ehf. þróuð. Annað stórt verkefni sem hlaut styrki er framleiðsla á land- námshænueggjum í eyjunni. „Íbúaþróun er byrjuð að snúast við, og atvinnutækifærum fjölgar rólega. Til þess að þessi þróun haldi áfram og verkefnin nái betur að festa sig í sessi, er æskilegt að áframhaldandi stuðningur verði veittur,“ segir í erindinu. Íbúum í Hrísey hefur fjölgað hin síðari ár, þeir voru 172 árið 2015, þeim fækkaði niður í 151 í fyrra en í ár eru 167 íbúar skráðir til heimilis í Hrísey. /MÞÞ Við minnum á að lokafrestur til að panta KUBOTA heyvinnuvél ááramótatilboði okkar er 31. desember næstkomandi. Þeir sem panta vél fyrir þann tíma fá hana samsetta og keyrða heim á hlað sér að kostnaðarlausu. Einnig er vert að ítreka það, að með því að panta vél tímanlega er tryggt að hægt verður að afhenda hana á réttum tíma fyrir slátt á komandi sumri. Verðlista yr KUBOTA heyvinnuvélar var dreift inn á sérhvert lögbýli landsins í lok nóvember. Ha hann ekki borist þér getur þú haft samband við sölumenn okkar og fengið hann sendan um hæl. Einnig er hægt að hlaða honum niður á heimasíðu okkar, www.thor.is eða á Facebook síðu landbúnaðardeildar: Þór hf. - Landbúnaður Bændur athugið! ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Hrísey. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.