Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 57
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 57 – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 770 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28 220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500 www.isfell.is, isfell@isfell.is Starfsfólk Ísfells Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári GRÆNT ALLA LEIÐ Bændablaðið Næsta blað kemur út 9. janúar 2020 vestan dyra að sunnan, því þar voru byrslur og básar nær að dyrum. Þetta þótti mér að vonum undarlegt og taldi mjög ósennilegt að nokkur maður hefði farið að hleypa hestunum út. Næsta kvöld byrgði ég hestana þarna aftur með sama hætti. Hlaða var austan við fjósið og op á veggnum efst í norðausturhorni fjóssins. Gamalt hey var þar í hlöðunni og laumaðist ég upp þangað sem ég gat séð til hestanna úr launsátri. Virtust þeir hinir rólegustu drjúglanga stund, svo ég var í þann veginn að guggna á vaktinni. En þá sé ég allt í einu hvar Lýsingur gengur að dyrunum, hnusar nokkra stund að hleranum og síðan er eins og hann sé að narta í efri brún hans. Loks sé ég að hann tekur hlerann með kjaftinum, lyftir honum upp og snýr sér svo snyrtilega með hann að austurveggnum og leggur hann þar frá sér, með hæfilegum halla upp við vegginn – rétt eins og hann hlýtur að hafa gert kvöldið áður. Lölluðu þeir félagar síðan í rólegheitum út í vornóttina og fékk ég mig ekki til að svipta þá frelsinu að sinni. Fengu þeir því að nasla í túninu aðra nóttina til. --- Sundafrek smalahundsins Annarrar ferðar minnist ég vegna sérstaks atviks sem við bar í Fljótsgljúfrinu. Ég var þar í leit með Fljótinu ásamt Steinari fjall- kóngi. Við urðum kinda varir niðri í einni ofangöngunni, að mig minnir í Hausaofangöngunni. Fórum við þar niður og fundum tvær einlembur niður undir vatnsfarveginum. Steinar var með fjárhund sinn er Smali hét. Var sá margreyndur í fjallferðum, þolinn og harðskeyttur eins og þarna kom á daginn með einstæðum hætti. Þegar við hugðumst reka kind- urnar áleiðis upp úr gljúfrinu voru þær heldur ósamvinnufúsar og misstum við þær aftur niður að fljótinu. Þegar við komum að þeim að nýju, tókst ekki betur til en svo, að önnur ærin setti sig í fljótið og synti austur yfir. Þar tók hún land við bratta stórgrýtisskriðu niður frá víðum og háum hamrakór og var þar lítið undanfæri, því fljótið svarraði við þverhnípta hamra beggja vegna skriðunnar. Var nú ekki á að lítast og þótti mér sem þarna yrði ærin að dúsa, uns til sérstakra aðgerða yrði efnt með mikilli fyrirhöfn, mannskap og útbúnaði. Smali herti takið með hnykkjum og rykkjum En Smali var ekki á sama máli. Ærin var rétt svo búin að krafsa sig upp í grjótskriðuna handan fljótsins og var að hrista vatnið úr ullinni, þegar við sjáum okkur til undrunar að Smali tekur viðbragð og setur sig til sunds í ólgandi flauminn. Stórfljótið er þarna á að giska 40-60 metra breitt, í einum streng. Smali synti sitt kraftmikla hundasund og náði landi austan megin rétt neðan við ána í skriðunni. Þegar hún varð hundsins vör tók hún að brölta upp skriðuna og komst svo sem hálfa leið upp undir bergið, áður en Smali komst upp fyrir hana. Snerist hún frá honum á hlið, en hann læsti þegar kjaftinum í hálsullina undir kverkinni og tók að ýta ánni á hlið á undan sér og skáhallt ofan og inn eftir skriðunni niður að fljótinu. Þótt ærin reyndi að stimpast við, herti Smali því meir á takinu með hnykkjum og rykkjum og virtist þá sem ærin hætti að mestu að veita mótstöðu. Furðulegt var að fylgjast með atferli hundsins sem virtist helst vinna eftir fyrirframgerðri áætlun. Hann hnuðlaði ánni á undan sér þannig að þegar niður að fljótinu kom var hann nær því kominn að hamrinum innan skriðunnar. Og það sem næst gerðist kom manni til að gapa af undrun og aðdáun. Hann virtist nýta hæðarmuninn síðasta metrann niður að vatninu til að hrinda ánni og sjálfum sér út í kolmórauða iðuna, en um leið og í vatnið kom sveiflaði hann sér undir kverk ærinnar og var allt í einu kominn vinstra megin við hana og þannig synti hann með hana forstreymis vestur yfir fljótið. Hrakti hann nokkuð undan straumi á leiðinni vestur yfir, enda lagði ærin lítið til þessa sundafreks. „Skynlaus skepnan“ sýnir útsjónarsemi! Sem betur fer háttaði þannig til að landtaka var fær nokkuð niður með fljótinu okkar megin og hlupum við til, að taka á móti sundkappanum þar sem hann bar að landi með feng sinn. Má nærri geta um hrósyrði, klapp og kjass sem hann hlaut fyrir afrekið, auk nestisbitans úr vasa húsbóndans. Þetta atvik, sem ég þarna varð vitni að, tel ég eitt gleggsta dæmi þess að „skynlaus skepnan“, sem sumir kalla svo, getur einatt gert mannskepnunni skömm til, sýnt útsjónarsemi og leyst úr verkefnum sem okkur eru um megn. Hundurinn Smali, sem hér kom við sögu, var af blendingskyni sem ég kann ekki að nefna. Hann var rúmlega í meðallagi að stærð, fremur mjósleginn, hvítur með hálflafandi svört eyru og svartan rófubrodd, einnig með grásvartar doppur á fótum og ef til vill lítils háttar á hálsi. Hann sýndi ókunnugum engin vina læti og ekki laust við að krakkar hræddust hann. Þó var hann meinlaus við fólk, en í hundahópi var hann með afbrigðum grimmur og harðskeyttur svo að enginn hundur lagði til atlögu við hann nema einu sinni. Smali var duglegur smalahundur og vel vaninn. Fór hann vel að fé og hélt hópnum saman eins góðra fjárhunda er vandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.