Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 19.09.2019, Blaðsíða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 43 Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Ólykt í ruslageymslunni ? Okkar þekking nýtist þér.. Ólykt í ruslageymslunni ? ACT‐3000 er öflugur og  umhverfisvænn kostur sem eyðir  ólykt t.d úr ruslageymslum á snöggan  og skilvirkan hátt.  Eyðir mygluörverum. Rauðagerði 25   108 Reykjavík  Sími 440 1800  www.kaelitaekni.is Orkusjóður styrkir uppsetningu rafhleðslustöðva: Hluti af aðgerðaráætlun um orkuskipti í samgöngum Orkusjóður hefur nú tvisvar með stuttu millibili úthlutað styrkjum til uppsetningar á hleðslustöðv- um fyrir rafbíla á landsbyggðinni; fyrst var rúmum 30 milljónum úthlutað til 24 aðila við hótel- og gististaði og svo í byrjun síðustu viku var 227 milljónum króna úthlutað til uppsetningar á 43 öflugum hraðhleðslustöðvum á 32 stöðum vítt og breitt um landið. Gert er ráð fyrir helmings mót- framlagi frá framkvæmdaraðilum og má því meta heildarfjárfestingu verkefnanna nálægt 450 milljónum króna. Verkefnin eru hluti af aðgerð- aráætlun stjórnvalda í loftslagsmál- um og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Liðkar fyrir orkuskiptum hjá bílaleigum Orkusjóður úthlutaði í fyrra skiptið styrkjum til uppsetninga á hleðslu- stöðvum fyrir rafbíla við hótel- og gististaði. Þá var alls úthlutað rúmum 30 milljónum króna til 24 aðila. Þegar hleðslustöðvarnar verða allar komnar í gagnið er gert ráð fyrir að ríflega 110 rafbílar geti hlaðið samtímis við þessa hótel- og gististaði. Tilgangurinn er að liðka fyrir orkuskiptum hjá bílaleigum á landinu. Hæstan styrk í þessari úthlutun fékk Orka náttúrunnar, 13,5 milljón- ir króna, til að setja upp 20 hleðslu- stöðvar og Farfuglar ses. hljóta 2,7 milljónir króna, einnig til uppsetn- ingar á 20 stöðvum. Munurinn á upphæðum styrkjanna skýrist af kostnaði verkefnanna; verkefni Orku náttúrunnar sé einfaldlega kostnað- arsamara. Eftirfarandi aðilar fengu úthlut- að frá Orkusjóði til uppbyggingar hleðslustöðva við hótel- og veitinga- staði: Aurora Vacation Homes sf. Bær hf / Hotel Klaustur Bjarni Guðráðsson Blábjörg ehf. Búbíl ehf. CJA gisting - Aðalsteinn Már Þorsteinsson Dísarbyggð ehf. Efstidalur 2 Farfuglar ses. Ferðaþjónustan Óseyri ehf. Fljótsdalshreppur Frost og Funi Havarí ehf. Holt Inn ehf. Hótel Berg - Gistiver ehf. Hótel Búðir Húnavatnshreppur Kirkjumálasjóður Landbúnaðarháskóli Íslands MyGroup ehf. Orka náttúrunnar Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stefán Tryggvason v/ Hótel Natur Vogur Sveitasetur Heyá ehf. Hindrunarlausar ferðir rafbíla milli landshluta Í seinni úthlutuninni voru veittir styrkir til uppbyggingar á hraðhleðslustöðvum, með 150 kW afl. Til samanburðar eru flestar al- menningshleðslustöðvar í dag með 22 kW eða 50 kW afl. Þeim er ætlað að styrkja uppbyggingu hraðhleðslu- stöðva á lykilstöðum á landinu og tryggja þannig hindrunarlausar ferðir rafbíla milli landshluta. Hraðhleðslustöðvarnar verða settar upp á eftirfarandi stöðum: • Mosfellsbær • Borgarnes • Þingvellir • Vegamót á Snæfellsnesi • Ólafsvík • Stykkishólmur • Búðardalur • Bjarkalundur • Patreksfjörður • Ísafjörður • Hólmavík • Staðarskáli • Blönduós • Varmahlíð • Akureyri • Mývatnssveit • Egilsstaðir • Seyðisfjörður • Djúpivogur • Höfn – Nesjahverfi • Freysnes • Skaftafell • Kirkjubæjarklaustur • Vík í Mýrdal • Hvolsvöllur • Hella • Geysir • Selfoss • Keflavíkurflugvöllur • Reykjanes – flugvallasvæði • Reykjanesbær • Norðlingaholt Að auki verður sett um 50 kW hleðslustöð á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Styrkveitingarnar byggja á til- lögum starfshóps sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra skipuðu í byrjun árs og var falið að móta tillögur um aðgerðir til að hraða orkuskiptum hér á landi, í samræmi við aðgerðaáætlanir um orkuskipti og loftslagsmál. /smh Þéttriðnu neti rafhleðslustöðva hefur verið komið upp um land allt frá árinu 2016. Hér eru einungis sýndar stöðvar sem ríkið hefur styrkt. Innviðauppbyggingu fyrir rafbíla­ væðingu miðar vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.