Bændablaðið - 19.09.2019, Page 43

Bændablaðið - 19.09.2019, Page 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 43 Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Ólykt í ruslageymslunni ? Okkar þekking nýtist þér.. Ólykt í ruslageymslunni ? ACT‐3000 er öflugur og  umhverfisvænn kostur sem eyðir  ólykt t.d úr ruslageymslum á snöggan  og skilvirkan hátt.  Eyðir mygluörverum. Rauðagerði 25   108 Reykjavík  Sími 440 1800  www.kaelitaekni.is Orkusjóður styrkir uppsetningu rafhleðslustöðva: Hluti af aðgerðaráætlun um orkuskipti í samgöngum Orkusjóður hefur nú tvisvar með stuttu millibili úthlutað styrkjum til uppsetningar á hleðslustöðv- um fyrir rafbíla á landsbyggðinni; fyrst var rúmum 30 milljónum úthlutað til 24 aðila við hótel- og gististaði og svo í byrjun síðustu viku var 227 milljónum króna úthlutað til uppsetningar á 43 öflugum hraðhleðslustöðvum á 32 stöðum vítt og breitt um landið. Gert er ráð fyrir helmings mót- framlagi frá framkvæmdaraðilum og má því meta heildarfjárfestingu verkefnanna nálægt 450 milljónum króna. Verkefnin eru hluti af aðgerð- aráætlun stjórnvalda í loftslagsmál- um og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Liðkar fyrir orkuskiptum hjá bílaleigum Orkusjóður úthlutaði í fyrra skiptið styrkjum til uppsetninga á hleðslu- stöðvum fyrir rafbíla við hótel- og gististaði. Þá var alls úthlutað rúmum 30 milljónum króna til 24 aðila. Þegar hleðslustöðvarnar verða allar komnar í gagnið er gert ráð fyrir að ríflega 110 rafbílar geti hlaðið samtímis við þessa hótel- og gististaði. Tilgangurinn er að liðka fyrir orkuskiptum hjá bílaleigum á landinu. Hæstan styrk í þessari úthlutun fékk Orka náttúrunnar, 13,5 milljón- ir króna, til að setja upp 20 hleðslu- stöðvar og Farfuglar ses. hljóta 2,7 milljónir króna, einnig til uppsetn- ingar á 20 stöðvum. Munurinn á upphæðum styrkjanna skýrist af kostnaði verkefnanna; verkefni Orku náttúrunnar sé einfaldlega kostnað- arsamara. Eftirfarandi aðilar fengu úthlut- að frá Orkusjóði til uppbyggingar hleðslustöðva við hótel- og veitinga- staði: Aurora Vacation Homes sf. Bær hf / Hotel Klaustur Bjarni Guðráðsson Blábjörg ehf. Búbíl ehf. CJA gisting - Aðalsteinn Már Þorsteinsson Dísarbyggð ehf. Efstidalur 2 Farfuglar ses. Ferðaþjónustan Óseyri ehf. Fljótsdalshreppur Frost og Funi Havarí ehf. Holt Inn ehf. Hótel Berg - Gistiver ehf. Hótel Búðir Húnavatnshreppur Kirkjumálasjóður Landbúnaðarháskóli Íslands MyGroup ehf. Orka náttúrunnar Skeiða- og Gnúpverjahreppur Stefán Tryggvason v/ Hótel Natur Vogur Sveitasetur Heyá ehf. Hindrunarlausar ferðir rafbíla milli landshluta Í seinni úthlutuninni voru veittir styrkir til uppbyggingar á hraðhleðslustöðvum, með 150 kW afl. Til samanburðar eru flestar al- menningshleðslustöðvar í dag með 22 kW eða 50 kW afl. Þeim er ætlað að styrkja uppbyggingu hraðhleðslu- stöðva á lykilstöðum á landinu og tryggja þannig hindrunarlausar ferðir rafbíla milli landshluta. Hraðhleðslustöðvarnar verða settar upp á eftirfarandi stöðum: • Mosfellsbær • Borgarnes • Þingvellir • Vegamót á Snæfellsnesi • Ólafsvík • Stykkishólmur • Búðardalur • Bjarkalundur • Patreksfjörður • Ísafjörður • Hólmavík • Staðarskáli • Blönduós • Varmahlíð • Akureyri • Mývatnssveit • Egilsstaðir • Seyðisfjörður • Djúpivogur • Höfn – Nesjahverfi • Freysnes • Skaftafell • Kirkjubæjarklaustur • Vík í Mýrdal • Hvolsvöllur • Hella • Geysir • Selfoss • Keflavíkurflugvöllur • Reykjanes – flugvallasvæði • Reykjanesbær • Norðlingaholt Að auki verður sett um 50 kW hleðslustöð á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Styrkveitingarnar byggja á til- lögum starfshóps sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra skipuðu í byrjun árs og var falið að móta tillögur um aðgerðir til að hraða orkuskiptum hér á landi, í samræmi við aðgerðaáætlanir um orkuskipti og loftslagsmál. /smh Þéttriðnu neti rafhleðslustöðva hefur verið komið upp um land allt frá árinu 2016. Hér eru einungis sýndar stöðvar sem ríkið hefur styrkt. Innviðauppbyggingu fyrir rafbíla­ væðingu miðar vel.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.