Bændablaðið - 19.09.2019, Page 21

Bændablaðið - 19.09.2019, Page 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. desember 2019 21 ingur á plasti og öðrum úrgangi, m.a. frá Vesturlöndum, skilið eftir arfleifð jarðvegs og loftmengunar. Eftir því sem landið verður ríkara er vaxandi þrýstingur á að hreinsa til. Kínverjar reyna að finna lausn á eyðingu 280 milljóna tonna af sorpi á ári Kínverskt samfélag skilur eftir sig meira en 280 milljónir tonna af úrgangi á ári, samkvæmt opinberum gögnum. Um það bil 60 prósent af þessu sorpi er enn urðað. Það sem eftir er fer til brennslu eða í lífefnafræðilega meðhöndlun. Þar sem engin merki eru um að það dragi úr þéttbýlismyndun, né að það dragi úr aukningu velmegunar, þá má búast við að úrgangur haldi áfram að aukast verulega. Þannig stefnir í mikið óefni ef ekkert er að gert. Kínverjar hófu „No-Waste City“ áætlun sína í desember 2018, sem miðar að því að hvetja til endurvinnslu í 10 borgum. Tilraunaverkefnið felur í sér að hverfa frá urðun og fara í hættuminni aðferðir fyrir umhverfið við sorpeyðingu. Söfnun á metani úr úrgangi er ein leið í áætlun Kínverja sem er reyndar ekki ný af nálinni í þessu fjölmennasta landi heimsins. Með því hafa menn séð leið til að draga úr loftmengun jarðar og hjálpa um leið við að fullnægja vaxandi eftirspurn eftir orku í landinu. 165 megawatta sorporkustöð sem á að skila 550 milljónum kwst af rafmagni á ári Shenzhen East-verkefnið í Guang- dong-héraði í Kína snýst um að setja upp 165 megawatta orkuver. Þetta verður ein stærsta sorporkustöð heims þegar hún verður fullbúin. Verið mun geta brennt 5.600 tonnum af föstum úrgangi frá sveitarfélögum á sólarhring. Það er Shenzhen orku-umhverfis- verkfræðifyrirtækið á Shenzhen sem stendur fyrir þessu verkefni. Verksmiðjan mun geta unnið um það bil þriðjung af árlegum föstum úrgangi sveitarfélagsins í Shenzhen og framleitt 550 milljónir kWst af rafmagni á ári. Shenzhen, með 20 milljónir íbúa, framleiðir um það bil 15.000 tonn af föstum úrgangi á dag, sem búist er við að muni aukast um 7% á ári. Hönnun verksmiðjunnar hófst snemma árs 2016 og áætlað er að hún verði gangsett á næsta ári, þ.e. 2020. Mjög fullkomið brennslukerfi Nýja sorporkustöð Shenzhen East mun nota brennslukerfið sem hannað er af Babcock & Wilcox. Það felur í sér einhverja fullkomnustu tækni í sorpbrennslu og orkuvinnslu sem til er. Í verksmiðjunni mun verða sex DynaGrate brunakerfi sem hönnuð eru af Babcock & Wilcox, en fyr- irtækið eignaðist þetta vörumerki árið 2001. Þar mun vera um að ræða háþróaða útgáfu af Bruun & Sørensen orkutækni sem býður upp á framúrskarandi afköst með lágum viðhaldskostnaði. Kerfið gerir mönnum kleift að afgreiða allt að 55 tonn af úrgangi á klukkustund. Búnaðurinn verður framleiddur í framleiðsluaðstöðu B & W í Esbjerg í Danmörku og síðan fluttur til Kína í 48 hlutum og settur saman aftur undir eftirliti leyfishafa. Nýta þakið líka til raforkuframleiðslu Þak stöðvarinnar mun mæla 66.000 fermetra. Þar af verða allt að 44.000 m² þaktir með sólarsellum til að framleiða endurnýjanlega orku fyrir starfsemina. Aðstaðan mun einnig innihalda upplýsingamiðstöð fyrir gesti og útsýnispall á þaki sem er í raun 1,5 kílómetra löng göngubraut. Umhverfi stöðvarinnar verður líka mjög vistvænt og nýtt til útivistar. Á þaki Shenzhen East-sorporkustöðvarinnar verða sólarsellur sem framleiða rafmagn og allt um kring verður gangbraut fyrir ferðamenn til að njóta útsýnisins. Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 limtrevirnet.is Íslenskar einingar fyrir íslenskt veðurfar Hjá Límtré Vírnet færðu hinar einu og sönnu Yleiningar - stálsamlokueiningar með steinullareinangrun á milli. Hagkvæm, umhverfisvæn og myglufrí byggingarlausn. Stuttur afgreiðslufrestur. Kynntu þér Yleiningar á limtrevirnet.is. Söluskrifstofur - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Netfang - sala@limtrevirnet.is Óskum viðskiptavinum og öðrum landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum viðskiptin á árinu! PGV FRAMTÍÐARFORM EHF P L A S T G L U G G A V E R K S M I Ð J A SKIPHOLT 35, 105 RVK - SÝNINGARSALUR I 510-9700 I PGV.IS

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.