Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Page 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Page 2
ÖBl fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 1. TÖLUBLAÐ 9. ÁRGANGUR 1996 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Seljan Umbrot og útlit: Fjóla Guðmundsdóttir Prentun: Steindórsprent/ Gutenberg h.f. Ljósmynd á forsíðu: FRÁ ÞÓRSMÖRK Anna Viðarsdóttir Aðrar ljósm.: Gerður Arnórsdóttir, Hafliði Hjartarson o.fl. Frá ritstjóra Með þessu tölublaði Fréttabréfs Öryrkjabandalags Islands er upp runninn níundi árgangur þess og með því eru eintökin 33 orðin og síðurnar samtals 1324. Von og raunar vissa ritstjóra sú að einhverju hafi á hverri tíð verið skilað í efni til ávinnings, fróðleiks eða hreinlega hugarléttis. Ekki síður er haft í huga að heim- ildagildi hafi efnið til framtíðarinnar, þegar fletta þarf upp einstökum atriðum í baráttusögu umliðinna ára eða minnast ákveðinna áfanga eða átaka á langri leið. Vissa ritstjóra raunar sú einnig að fjölmargar góðar greinar, sem hinir ýmsu höfundar hafa skenkt blaðinu á þessum umliðnu árum, hafi ekki einungis haft sitt góða dægurgildi, heldur hafi mjög víða verið horft vel á veg fram. Auðvitað hlýtur efnisval slíks blaðs ævinlega að einkennast að verulegu leyti af atburðum líðandi stundar, ákveðnum atvikum sem almennri þróun mála. Vamarbaráttan nú um stundir hefur óneitanlega sett sitt mikla mark á blaðið, en um leið skal í engu dregið úr því hver nauðsyn er á vökulli varðstöðu um þau velferðargildi sem mestu ntunu skipta um allar aðstæður og ævikjör okkar fólks. Hins vegar skyldi þess vel gætt að við föllum ekki um of í þann farveg, að dægurþrasið eitt hafi öll völd, dægurþrasið smækkar oft og víkur til hliðar áherzlum okkar og markmiðum í meginmálum. Hin kalda markaðshyggja auðgildis sækir alltof víða að, formerki hennar oft frelsistengd, en grannt að gáð er það frelsi fjármuna en ekki fólks sem felst að baki. Þeim grimmu gildum sem gægjast fram svo víða þarf að bægja frá sem bezt, svo áfram megi sönn samhjálparsjónarmið setja mark sitt á mál öll. Nú er skuggaríkt skammdegismyrkrið á rækilegu undanhaldi og óðunt birtir yfir og bros sólarinnar bera yl í sál. Til vors er horft vonglöðum huga. Megi vonarbirta vorsins verma allt þjóðlíf okkar svo við megum horfa til heillaríkrar tíðar, þar sem velferðar- markmið eiga sinn örugga sess. Helgi Seljan. EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra.................................2 Hallalaus fjárlög.............................3 Náms- og kynnisferð...........................4 Hlerað........6, 17, 30, 33, 37, 39, 42, 43, 45, 48 Gluggað í góðan fróðleik......................7 SPOEX sótt heim...............................8 Rauði borðinn.................................9 Samstöðuhátíð á Akureyri..................... 10 Ávarp Olafar á Samstöðuhátíð.................11 Alþjóðaendurhæfingarsambandið................ 13 Aldarfjórðungsafbragðsiðja................... 15 Alnæmissamtökin sótt heim.................... 16 Kynning á skýrslu............................18 Til heilla unnið af alúð og kærleika.........20 Perlan.......................................23 Af stjórnarvettvangi.........................24 Áskorun MS félagsins.........................25 Málefni fatlaðra.............................26 Maður þekktu sjálfan þig.....................27 Að búa við exem.............................28 Molar til meltingar.........................28 Ur vísnabanka Böðvars.......................29 Múrar.......................................31 Gátuvísur Magnúsar..........................31 Viðtal við Jónu Sveinsdóttur................32 Alþjóðlega hjálpartækjasýningin.............34 Ráðstefna um samstarf.......................35 Gluggað í glögg rit og gott betur...........36 Hripað hjá Hrafni...........................38 Iðjuberg formlega opnað.....................40 Bæklingur um meginreglurnar.................40 Athugasemd við leiðréttingu.................41 Kynning.....................................41 Ber er hver að baki nema sér bróður eigi....42 Gjáin.......................................43 FEPEDA......................................46 Leiðin látil Hjartaverndar..................47 Túskildingsóperan...........................47 Innlitið....................................48 NFR, Nordisk Förening för Rehabilitering..........................49 I brennidepli...............................51 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.