Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Qupperneq 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Qupperneq 24
Af stjórnarvettvangi Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalags íslands þann ll.desember á liðnu ári og hófst kl. 16,30 á Grand Hótel Reykjavík. Formaður stjórnar, Ólöf Ríkarðsdóttir, setti fund og stjómaði honum. Hún bauð nýja stjórn velkomna til starfa, sér í lagi þau fjögur sem nú væru þar fyrsta sinni: Heidi Kristiansen, Jóhannes Agústsson, Nínu Hjaltadóttur og Vilborgu Traustadóttur. Framsaga formanns var svo um helztu verkefni hjá bandalaginu frá því aðalfundur var haldinn. Hún greindi frá því að ályktanir aðalfundar hefðu víða verið kynntar vel s.s. hjá ráðherrum, þingnefnd- um og þingflokkum. Aðalstarfið hefði snúið að varnarbaráttu varðandi fjár- lagafumvarpið og mætti til sanns vegar færa að nokkuð hefði áunnizt þó hvergi nærri væri nóg. Ólöf kvað öllum aðildarfélögum hafa verið sent erindi þar sem vikið hefði verið að helztu áherzluatriðum. Hún ræddi sérstaklega um afteng- ingu launa og bóta og kvað það áhyggjuefni allra mest ef af yrði, því þá væri það geðþótti valdsmanna sem einn réði. Taldi þessa gjörð vera hreint mannréttindabrot, ef lífeyris- þegar ættu ekki að fylgja almennri launaþróun í landinu. Ólöf sagði frá fundum með heilbrigðis- og trygginga- ráðherra og þingnefndum: fjárlaganefnd, félagsmálanefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd. Þar voru þessi atriði öll rædd ítarlega og mótmælum við skerðingaráformum á framfæri komið. Félagsmálaráðherra, Páli Péturssyni, var skrifað sérstaklega með beiðni um að hann stæði að kynningu á Alþingi á meginreglum SÞ um jafna þátttöku fatlaðra, helzt í kringum alþjóðadag fatlaðra 3.des. Félags- málaráðherra hafði svarað og kvaðst myndu taka þetta til umræðu í tengslum við almenna umræðu um málefni fatlaðra á nýju ári. Allmiklar umræður urðu um meginmál Ólafar s.s. um skerðingu bóta vegna fjármagnstekna svo og um aftengingu bóta og launa. Helgi Seljan kynnti umsagnir bandalagsins á liðnu hausti um lagafrumvörp og reglugerðir. Lagði áherzlu á það hve mikils virði væri að mega koma þannig að málum. bæði til að koma sjónarmiðum bandalagsins á framfæri svo og að komast betur inn í og fylgjast meir með málum. Laga- frumvörpin voru um framhaldsskóla og skaðabótarétt, þingsályktun um fjölskyldustefnu og reglugerðardrög um sérkennslu og sérfræðiþjónustu við grunnskóla. Ólöf Ríkarðsdóttir kynnti spurningalista Öryrkjabanda- lags Danmerkur sem sendur hafði verið til margra þjóðlanda - spurt um réttindi og kjör öryrkja og almennt ástand mála þeirra. Þetta hafði verið kynnt í framkvæmdastjóm og þær Ásgerður höfðu svo svarað spurningunum sem voru í mörgum liðum með einkunnastiganum 0-6. Bifreiðakaupalán voru næst á dagskrá, þar sem Ólöf greindi glöggt frá framvindu mála. Hún minnti á mótmæli hörð við samþykkt meirihluta tryggingaráðs um afnám þessara lánveitinga frá og með næstu áramótum. Hún minnti á þátt tryggingaráðherra sem lýst hefði yfir því að hún vildi láta tryggingaráð endurskoða meirihlutaafstöðu sína. Sagði og frá fundi með formanni tryggingaráðs, Bolla Héðinssyni, sem þær Guð- ríður Ólafsdóttir, formaður Sjálfsbjargar hefðu setið. Haukur Þórðarson upp- lýsti að nefnd þar sem hann átti sæti hefði einmitt unnið að samræmingu reglna um styrki og lán til bifreiðakaupa, þegar þessi ákvörðun trygg- ingaráðs hefði yfir dunið. Nefndin hefði einmitt verið upplýst um það af hálfu starfsfólks T.R. að afgreiðslu lánanna fylgdi ekki mikil vinna innan stofnunarinnar. Haukur upplýsti að enn væri allt óljóst um heildar- upphæð til bifreiðakaupastyrkja á næsta ári. Ásgerður Ingimarsdóttir greindi frá fyrirhugaðri sam- stöðuhátíð á Akureyri 14.des. Þar yrði afhent jólatré frá Öryrkjabandalaginu við hátíðlega athöfn og tíminn að öðru leyti nýttur til viðræðna við svæðisráð og starfsfólk svæðisskrifstofu. Hún minnti og á alþjóðadag fatlaðra - 3. des. - kvað bandalagið hafa auglýst myndarlega þar í kring sín mest brennandi baráttumál nú. Árangurslaust hefði verið reynt að komast inn í Dagsljós RUV enda yrði útvarpsráði skrifað þar um. r sgerður minnti um leið á hátíð Sjálfsbjargar í Háskólabíó þar sem ferlimál hefði hæst borið. Við- urkenning veitt fyrir leikþátt sem þar var fluttur, sömuleiðis til Reykjavíkurborgar fyrir átak í ferlimálum. Einnig hefði Hala-leikhópurinn frumsýnt Túskildingsóperuna í aðdraganda alþjóðadagsins. Að lokum minnti Helgi Seljan á meðferð fjármuna Framkvæmdasjóðs fatlaðra, mikla skerðingu þeirra, svo og lýsti hann áhyggjum sínum yfir takmörkuðum fjármunum til framkvæmda á vegum félaga bandalagsins á næsta ári, en tími væri til kominn að þessi félög með sína mikilvægu þjónustu fyrir sína fötlunarhópa fengju ríflega aðstoð af hálfu ríkisvaldsins við þá víðtæku starfsemi sem hið opinbera þyrfti annars að fullu að fjármagna, jafnt fram- kvæmdir sem rekstur. Fundarmenn neyttu í lokin góðs málsverðar og formaður sleit fundi kl. 19,20 með einlægum óskum um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. H.S. 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.