Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Page 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1996, Page 36
Gluggað í glögg rit og gott betur Umönnun sjúklinga er meg- inefni 4. tbl. Fréttabréfs Parkinsonsamtakanna 1995. Séra Jónas Gíslason vígslubiskup hefur þar þýtt efni erlends bæklings sem kemur inn á ýmis vandamál park- inson - sjúklinga samfara innlögnum á almenn sjúkrahús - á aðrar deildir en taugadeild. Þessi atriði varða lyf, vandamál gagnvart öðrum lyfjum, snöggar breytingar á ástandinu, þörf mikillar þolinmæði, talerfiðleika, borðhald o.fl. I lokin er þeirri áskorun beinttil starfsfólks sjúkrahúsa: Hlust- ið á aðstandendurna. Þeir þekkja venjulega sjúklinginn bezt og eiga trúnað hans. * Samtök psoriasis- og exem- sjúklinga gefa út glæsilegt frétta- bréf þar sem um margt er mæta vel fjallað. Helga Ingólfsdóttir er ritstjóri fréttabréfsins. Af mörgu athyglisverðu í ritinu, m.a. þýddri grein sem hér er birt fleirum til fróðleiks, þá staldrar ritstjóri alveg sérstaklega við svör tveggja ágætra psoriasisþolenda við spurningunni um áhrif psoriasis á sköpunargáfuna, en í framhaldi af hugleiðingu bandarísks rithöfundar hér um svara spurningunni þeir Jón úr Vör skáld og Hafliði Vilhelmsson rithöfundur sem báðir svara á einkar eftirtektarverðan og skemmtilegan hátt s.s. þeirra er von og vísa. Eins er spurt hvort til sé eitthvað sem nefna mætti psoriasis - persónuleika og því svara þrír félagsmenn og einn húð- læknir og ekki bera þau svör með sér að svarendur kannist við neitt slíkt. Athygli vekja fréttir af landsbyggð- inni, frá Akureyri, Stykkishólmi, Akranesi, Borgamesi, Suðurlandi og Vestfjörðum, sem sýna gott starf svo víða. Eins og áður hefur verið hér um getið hefur Geðverndarfélag Islands gefið árlega út þemahefti svokallað um ákveðið, afmarkað efni. Nú á liðnu ári var þemaheftið helgað síþreytu, en síþreytufár hefur breiðst mjög út um hinn vestræna heim og enn hefur ekki tekizt að finna orsök- ina. í þemahefti þessu er að finna afar fróðlegar greinar sem gott er að kynna sér fyrir alla. Sverrir Bergmann, lækn- ir fjallar um síþreytu almennt, Sig- urður Thorlacius, læknir fjallar um vefjagigt og síþreytu, Eiríkur Líndal, sálfræðingur urn sálrænar hliðar sí- þreytu og Jón G. Stefánsson, læknir er svo með almennar vangaveltur um síþreytu. Þar kemur m.a. fram að ein- kennandi fyrir síþreytu er, að hún byrjar skyndilega og er í fyrstu eins og kvef eða inflúensa. Það þreytist enginn á að lesa þessar ljósu og glöggu greinar. í orðsendingu til fé- lagsmanna er svo vakin athygli á þeirri yfirlýsingu núv. heilbrigðisráð- herra að 10. okt. 1995 skyldi vera alþjóðadagur geðheilbrigðis á Islandi. * Eins og fram kom svo ljóslega á baksíðu síðasta tölublaðs hefur Heyrnarhjálp nú flutt frá Klappar- stígnum yfir á Snorrabraut 29 í Reykjavík. Frá þessari nýju ágætu aðstöðu mun sérstaklega greint. * egar greint var frá Degi hvíta stafsins í síðasta tölublaði kom þar fram að sérstök nefnd hefði verið sett á laggirnar að tilhlutan félags- málaráðherra til að vinna að stefnu- mótun í málefnum blindra og sjón- skertra. Nefndin skilaði áfangaáliti um hlutverk Blindrafélagsins sem almennrar þjónustumiðstöðvar fyrir blinda og sjónskerta og mælti þar með tvöföldun framlags til Blindrafélags- ins með tilliti til enn víðtækara þjón- ustuhlutverks þess. Félagsmálaráð- herra brást þann veg við að hækka framlagið sem nam 2/3 af tillögum nefndarinnar eða um 2 milljónir króna. Geta skal þess sem gert er vel. * ✓ Isíðasta tölublaði liðins árs af SIBS fréttum greinir framkvæmdastjóri Reykjalundar, Björn Ástmundsson, frábættri rekstrarstöðu Reykjalundar þar sem leiðrétting allnokkur hafi fengizt á síðasta ári á daggjöldum Reykjalundar og Hleinar. Er það öllum fagnaðarefni sem vilja sjá end- urhæfingarstarfið þar sem allra blóm- legast. Haukur Þórðarson, form. SIBS fjallar um endurskoðun þá sem yfir stendur á innra skipulagi og upp- byggingu SIBS og segir þar að sér- stakur landsfundur muni haldinn sem leggi endanlegar tillögur fyrir þingið á næsta hausti. Margt fleira efni er í ritinu m.a. viðtal við Geir Þorsteins- son, sem í aldarfjórðung hefur starfað í eldhúsinu á Reykjalundi og stjórnar þar nú og hefur gert mörg undangeng- in ár. 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.